Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1980, Page 71

Faxi - 01.12.1980, Page 71
Aldarafmæli Sigvalda Kaldalóns, tónskálds og læknis Hann var fæddur i Reykjavik 13. janúar 1881 Foreldrar voru Stefán Egilsson, múrari, og Sesselja Sigvaldadóttir, Ijósmóðir í Reykjavík Hvar er Læknisklif? Læknisklif er dálitill hraun- hryggur nokkur hundruð metrum vestan við Járngerð- arstaði við veginn vestur i Staðarhverfi i Grindavik. Kennileiti þetta fékk þessa virðulegu nafngift fyrir rétt- um 50 árum. Það þótti við hæfi að tileinka lækninum okkar og tónskáldinu Sig- valda S. Kaldalóns þennan hógværa hraunhjalla. Lækn- isklif heldur áfram að vera til eins og Kaldalóns i lögum sínum langan aldur. Þangað gekk hann hvern dag, sem veðurfar og heilsa leyfði. Þar dvaldi hann jafnan góða stund. Af þeim sjónarhóli sá hann bláma til hærri heiða, sólarroða verma hliðar, sólstafi og hillingar, heyrir magnþrungið brimhljóðið bera tónstafi undirdjúþanna og kveðjur frá ókunnum ströndum. Hann sér þrútið loft boða vá og þungan sjó leika litlar bátskeljar grátt. Honum fellur betur að sjá sólargeisla sindra á spegil- sléttum haffletinum. Hann fylgist með vorverkum móður jaröar - gróðurnálar og lyng færa hana í skrúð- búning, allt lifvaknarafdvala - mófuglinn vellur, þröstur- inn syngur og ef heppnin er með hljómar svanasöngur frá Vatnsstæöinu eða Brunn- unum. Var ekki samhljómur i náttúrunni, sem vert var aö vefja að Ijóði vinanna úr heimi stuðlanna. Kaldalóns var ákaflega hrifnæmur. Þaðan hljómaði harpa hans sem gaf lögum hans ódauðleika. Það var þvi af djúpum skilningi á snilli Kaldalóns, að Jóhannes úr Kötlum tók svo til orða i minningagrein: ----,,Vart mun finnast sú sál á íslandi, að hún hafi ekki einhverju sinni orðið snortin af söngvum hans, vart sú rödd, sem ekki hefur reynt að taka undir þá“, og lýkur greininni þannig: ,,Kaldalóns er dáinn, en líf hans heldur áfram að hljóma yfir íslandi." Og Valtýr Guöjónsson segir i afmælisgrein i Faxa um Sigvalda sextugan: ,,Tónar Sigvalda Kaldalóns flytia sólskin inn í hugann". Olafur Ormsson komstsvo að orði, er rætt var um 100 ára afmæli Kaldalóns: „Þegar minnst er hundruð- ustu árstíðar Sigvalda S. Kaldalóns læknis og tón- skálds, finnst mér nokkuö vel viðeigandi að minnast um leið annars manns, Sigurðar Eggerz, fyrrverandi sýslu- manns Skaftfellinga og víðar, því segja má að þeir mættust á miðri leið í einu merkilegu listaverki; Sigurður orti sitt hugnæma trúarljóð „Alfaðir ræður" við sérstakt tækifæri, er hér verður getið, en Kalda- lóns gaf því síðar að vissu leyti nýtt líf með sínu fagra og vinsæla lagi sem þjóðin öll dáir og syngur við svipaða viðburði, og vonandi gjörir svo enn um langa framtíð, ef slíkir hlutir gjörast. Sigurður Eggerz var sýslu- maður Skaftfellinga frá 1908 til '14. Hann var einstaklega vinsælt yfirvald, og félags- hyggjumaður í besta lagi, og kunni manna best að blanda geði með öðrum hvort eð var á sorgar- eða gleðistundum, enda hvarvetna velkominn til mannfunda. Meðal annars var Sigurður viðstaddur og tók þátt í björg- unarstarfi er eitt hörmulegt sjóslys skeði í Vík í Mýrdal 26. maí 1910, þar sem 5 menn drukknuðu og mörgum var bjargað nær dauða en lífi, að því ervirtist. Þennan dag var unnið að uppskipun á vörum úr dönsku flutningaskipi. Veður var mjög gott en sjór ótryggurerútféll. Skipi þvíer barst á þennan dag, hvolfdi í útróðri er það var laust við land, svo björgun öll varð mjög erfið og mesta mildi að eigi varð meira manntjón. Þarna varð þetta slys kveikj- an að þessu meistaraverki þeirra beggja. Þaðvarsungið við jarðarför hinna látnu undir öðru lagi - ég held, Guð þú sem vorri ættjörð skýldir áður, - og þótti líka takast vel, þó eigi nyti það slíkra vin- sælda og undir lagi Kalda- lóns. Mér er minnisstætt kvöld þessa dags; við vorum nokkr- ir að vinna við síðustu hlut- ina er enn voru ófluttir heim til vörugeymslanna. Þá var veður enn hið sama og sjór svo til alveg dauður, en út særinn ein endalaus spegil- slétta til suður. Þarna á þess- ari kvöldstund var Sigurður Eggerz á gangi með sjónum snertuspöl frá okkur, en mælti ekki orð við neinn og var hann óvanur því. Að vísu var hann ekki einn um það, því var sem öll náttúran drúpti í samstæðri þögn yfir því sem orðið var.“ Einar Kr. Einarsson, sem lengi var skólastjóri í Grinda- vik, var heimilisvinurog kost- gangari hjá læknishjónunum nokkur ár. Honum segist svo frá: „Árið 1929 var Keflavíkur- læknishérað laust til um- sóknar. Ýmsir góðir og vel þekktir læknar sóttu um héraðið og var Sigvalda Kaldalóns veitt embættið. Sigvaldi hafði áður setið í læknishéruðum þar sem ferðalög voru erfið á sjó og landi, bæði í Nauteyrar- hreppi við ísafjarðardjúp og síðar í Flatey á Breiðafirði. Akfært var nú orðið milli allra byggðarlaga í Keflavík- urlæknishéraði og mun Sig- valdi, sem var orðinn heilsu- veill, hafa hugsað gott til skiptanna, þótt ekki væri átakalaust að yfirgefa góða vini þar vestra, en þeim var hann ávallt bundinn tryggða- og vináttuböndum eftir góð kynni og langa þjónustu. Ekki var húsnæði á lausu í Keflavík. Hvað var þá til ráða? Nú brugðu Grindvík- ingar hart við. Þeir voru vanir því í kröppum sjó að grípa lagið snöggt, leggja allt undir. Og undir stjórn sveit- arhöfðingjans Einars G. Ein- arssonar í Garðhúsum, buð- ust þeir til að hýsa héraðs- lækninn. Bauðst Einar til að taka lækninn og fjölskyldu hans strax inn á heimili sitt meðan hreppsbúar væru að byggja viðunandi læknisbú- stað. Tilboðinu var tekið og Frú Margrét Kaldalóns með yngri börnin, Selmu, nú læknisfrú og þjóökunn tyrir sönglög sin, og Þórö, - hann lærði garöyrkju en lóst langt um aldur fram. FAXI - 235
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.