Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1980, Page 86

Faxi - 01.12.1980, Page 86
SKARPHÉÐ1NN ÖSSURARSON: Á tímamótum - - Símtalið - - Jón Tómasson hringdi til mín fyrir stuttu síðan og var mikið niöri fyrir. ,,Nú er Faxi 40 ára“, sagöi hann,“og nú ætlum við að gefa út veglegt afmælisblað í desember. Vilt þú nú ekki skrifa smá-grein fyrir okkur í tilefni af því? Aumingja Faxi er svo óheppinn þessa stundina, aö ég er ritstjóri og ég er á þönum, einmitt núna, til þess að fá fólk til að skrifa í hann. Sem flesta skilurðu, á sem breiðust- um grundvelli skilurðu, svo að hann verði virkilega skemmti- legur aflestrar að þessu sinni. Það má eiginlega til. Þú skilur það ha? Og láttu mynd fylgja. Endilega láttu mynd fylgja. Heldurðu að þú gerir þetta nú ekki fyrir okkur Sköss minn? Þegar hér var komið, heyrði ég að ritstjórinn dróandann, svo ég greip tækifæriö og svaraði: ”Það get ég ekki Jón minn." Ég hefi aðeins sérhæft mig í minn- ingargreinum, eins og læknir sem hefir sérhæft sig í vinstri nös. Ég hefi aldrei skrifað af- mælisgrein." Ekkert af þessu hefði ég líklega átt að segja, því að nú heyröi ég að ritstjórinn dró andann með ólíkindum djúpt og hóf árásina að nýju. Hann talaði mjög hratt, með þægilegum, ísmeygilegum rómi, -sem ég kannaðist svo óskaplega vel við,- og notaði ákaflega lipurt tungutak um það, hve aðdáan- lega mikill stílisti ég væri, - ekki nefndi hann nú hugsuöur, en ég vissi að það var bara af því að hann hafði gleymt því, í óðagotinu með allt hitt, sem ég hafði til brunns að bera. Eiginlega skyldist mérá honum, aö það hefðu verið mikil mistök og reyndar bara hneyksli, að ég skyldi ekki hljóta Nóbelsverð- Iaunin við síöustu úthlutun.- Það skilja það væntanlega allir, að það þarf minna til þess að bræða einn lítinn búandkarl, sem eitthvað er að strögla, heldur en þetta úrfelli, af hæfileikum, sem maður hefir ekki haft hugmynd um, svo að ég sagði bara óskaþ- lega bljúgur: „jú, jú, Jón minn, ég skal reyna að gera eitthvað." “Hi, Hi, ég vissi það alltaf,“sagði hann, sigrihrósandi auðvitaö, þegar hann fann að áhlaupið hafði ekki brugðist honum. ,,Þú gerir þetta snarlega, ha? Hvernig hefir þú það annars? Hvernig gengur með hænsnin?" Þó að ritstjórinn væri nú kominn í sæmilegt jafnvægi, komu samt þarna þrjár spurningar í einu. Ég reyndi að svara þeim í réttri röð, og var ennþá hinn brattasti með alla hæfileikana, sem hann var nýbúinn að úthluta mér. “Veistu það Jón“? Sagði ég,“að ég og Nóbelsskáldir Halldór Kiljan, eigum það sameiginlegt að við erum báöirseiniraðskrifa. Sjálf- sagt er það sitthvað fleira, sem við eigum sameiginlegt, þót ég komi ekki auga á það. Það er bara með það eins og blessuð folöldin: Það er eitthvað við þau, sem enginn sér. En Kiljan hefir látið hafa það eftir sér, að þaö tæki hann hálfan mánuð að skrrfa neðanmálsgrein í blað. Skemmri tíma mátt þú ekki ætla mér með grein í Faxa. Hvernig hef ég það. Jú, þakka þér fyrir, eftir atvikum, eins og Iæknarnir segja um sjúklinga sína. Það er mjög farsælt svar, þótt þeir séu jafnvel í dauðateygjunum.-Mér líður bara vel.- Og hænsnin. Já.já, það gengur líka eftir at- vikum með þau. Aftur á móti segja “Labbakútarnir", sem viö þekkjum báðir, að ég sé þegar orðinn eitt af hænsnunum og við fyrstu sýn sé erfitt að geta sér þess til, hvort um hana eða hænu sé að ræða. En það er nú eins og þú þekkir, Jón minn, það tekur enginn mark á þessum “Labbakútum,,. Þetta eru bara oröglaöir sþjátrungar, sem engum andlegum þroska hafa tekiö, þótt þeir séu allir komnir á sextugs aldur. Það hefir ekki gengiö vel með þá. O, sussu nei. “Um hvað viltu svo helst að ég skrifi“? sþurði ég ritstjórann. “Blessaður vertu, þú ræður því alveg sjálfur. Þú getur t.d. farið orðum um þaö hvernig Kefla- víkin fór með þig þessi ár, sem þú varst þar.“ Já, satt segirðu. Það er vel orðið tímabært, að velta sér upp úr því, eftir 30 ár, hvernig Keflavíkin fór með mig. Þú ætlar þá kannske, Jón minn, að skrifa um það, hvernig ég fór með Keflavíkina, ha?“ Það sem hér hefir verið sagt, er aöeins ágrip af símtalinu, þegar ritstjórinn bað mig að skrifa smágrein í blaðið sitt. Það fór eins og ég átti von á, að þegar ég heyröi á eftir honum úr símanum, þá brást sjálfstraust- ið, sem ég var nýbúinn að öðlast. Ég fann hvergi nokkursstaöar alla þá ritsnilld, sem hann full- yrti að blundaði með mér. Ég byrjaði á því að heilaþvo sjálfan mig, vegna þess að ég bjóst helst viö að finna eitthvað þar. Það tók enga stund, því að það var svo lítið að þvo. En þetta var einhver misskilningur, þaö var ekkert þar. Næst ætlaði ég aö skafa allt vandlega undan nöglunum, en það kom ekki til, vegna þess að ég var þegar búinn að naga þær gjörsamlega af vegna streitunnar, sem ég sat nú uppi með. Mér varð hugsað til Biblíunnar. Margur hefir þó vitnað í hana. Þaö hlýtur að vera eitthvað bitastætt þar. Þá rann það uþþ fyrir mér, að þegar ég var barn, þá uþplýsti ég pró- fastinn okkar um það, þegar hann einu sinni sem oftar var í húsvitjun, síspyrjandi um bæði gamalt og nýtt testament, þá sþurði hann mig hreint út, hvað ég vissi um forfeöur ísraels- manna. Ég vissi að ég myndi fá mikið bágt fyrir, hjá ömmu minni, ef ég segði honum eins og satt var, að ég vissi hreint ekki neitt um þá heiðursmenn. Þessvegna tuldraði ég út úr mér heldur en ekki neitt, að: Abra- ham gat ísak og ísak gat Jakob og Jakob gat ekki neitt.- Ég efast ekki um, aö ritstjórinn álítur að ég sé af húsi Davíðs, en honum hefir greinilega orðiö þaö á, að hringja einmitt í þennan Jakob sem ekkert gat. FAXI 40 ára Það fer ekki milli mála, að það var lofsvert framtak fyrir Kefla- vík og Suöurnesin öll, fyrir 40 árum, að stofna til blaðaútgáfu, eða m.ö.o. að gæöa Faxa lífi. Ýta honum úr vör, sem góðlátlegum miðli um menn og málefni byggðarlagsins og skjóta þannig til vaxtar, sprota af menningarmeiöi. Þaðsýnirm.a., að allstaðar og á öllum tímum á þessi þjóö athafna- og hug- sjónamennn á ferli. Menn, sem taka sig fram um það, að auka og bæta við lífsfyllingu og lífsvið- horfum í nálægð sína, umhverfi sitt og nágrannabyggöir, með einhverjum hætti. Það tekur því ekki, að ætla sér að gera einhverja úttekt á því, hvað þessir menn lögðu á sig, hverju sinni. Vegna þess að það verður aldrei skráð með orðum, hve mikiö álagiö var. Hverju þeir fórnuðu af tíma sínum, fjármun- um og tilveru, svo að eitthvað sé Suðurnesjamenn Erum fluttir að Iðavöllum 10A. Smíðum eldhúsinnréttingar úr bæsaðri eik (massívar hurðir) einnig úr öllum öðrum viðartegundum. Fataskápar í úrvali. Sandblásnir loftbitar. Sólbekkir úr leðurlíki (plast). Eigum einnig til plast á eldhúsborðin í ýmsum litum. Trésmiðja Einars Gunnarssonar Iðavöllum 10a - Keflavík - Sími 2307 Heimasími 2232 FAXI - 250
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.