Faxi - 01.12.1980, Qupperneq 98
Svelnbjörn Þóröarson.
Litlu eftir miöja 19. öld, flutt-
ist sá maður frá Hrauni í Grinda-
vík og að Sandgeröi, sem Svein-
björn hét og var Þórðarson.
Sveinbjörn var fæddur árið
1817. Snemma varð hann
alkunnur maður um allan
Reykjanesskaga fyrir fádæma
dugnaö, kapp og áræöi. Svo var
harðhugur Sveinbjarnar mikill
og sjósókn hans grimm, að
flestum blöskraði, jafnvel þeim,
sem ýmsu voru vanirog kölluðu
ekki allt ömmu sína. Sveinbjörn
var hverjum manni skjótráðari
og ákafari, svo að óðagot hans
varö stundum ærið hlátursefni.
Eftiraö Sveinbjörn Þórðarson
fluttist til Sandgerðis, rak hann
þar gott bú og sinnti útræði af
ofurkappi. Auögaöist hann brátt
aö fé. Þá var þaö, að hann lét
smíða lítinn þiljubát, sem Skarp-
héðlnn var nefndur. Gerði hann
bátinn út um skeiö, aðallega til
lúöu- og þorskveiða í Reykja-
nesröst og þar í kring. Var Svein-
björn sjálfur formaður bátsins.
En er hann hafði átt Skarphéð-
inn í fjögur ár eða þar um bil, rak
bátinn upp í klappirnar norðan
við Sandgeröisvík, í ofsaveðri á
suöaustan, og brotnaði hann í
spón. Þá varð Sveinbirni að orði,
er hann sá bát sinn í braki og
bútum: ,,Kári skal hefna
Skarphéðins!" Lét hann ekki
sitja við oröin tóm, en hóf
samstundis smíð á nýjum þilju-
bát, er hann nefndi Kára. Þann
bát notaöi Sveinbjörn til
fiskveiöa aö sumarlagi, og mun
hafa átt hann um alllangt skeið.
Jón, sonur Sveinbjarnar, var
formaður bátsins hin síðari ár.
Var hann, eins og faðir hans,
sjógarpur hinn mesti og tilheld-
inn. Stýrði hann áttæringi þeirra
feðga á vetrum, og sat einatt
fram í rauða myrkur, svoframar-
lega sem veður leyföi. Þá
formenn, er það gerðu, kölluðu
Sunnlendingar setuhunda Þaö
þóttust menn vita, að fráleitt
hefðu viötökurnar verið blíðar
hjá Sveinbirni gamla hefði sonur
hans lagt þaö í vana sinn aö
koma fyrr að landi en karli þótti
hóf að vera. Var sagt, aö
Sveinbjörn ýtti helst til of undir
syni sína að róa, stundum
jafnvel út i nálega ófæru.
Var hann einatt
óður og uppvægur, æddi um
hús öll og tautaði, uns Jón
stóöst ekki lengur mátið, kallaði
á Einar bróður sinn og aðra
menn sína og ýtti á flot. Hægöist
karli þá í bili. En þegar þeir voru
komnir út fyrir sundiö,
umsnerist Sveinbjörn á nýjan
leik og sagði aö þeir væru helvít-
is flón, þessir strákar sínir, aö
æða út í vitlaust veöur. Gat hann
síöan naumast á heilum sér
tekið alla þá stund sem synir
hans voru á sjónum, og hægðist
ekki fyrr en þeir voru komnir
heilu og höldnu í land.
Einhverju sinni er veður var
ískyggilegt, höfðu þeir bræður,
Jón og Einar, róið í skemmra
lagi. Var ekki laust við aö þess
sæist vottur, er aflinn varathug-
aöur, aö þar hefði skotist þara-
þyrsklingur innan um. Svein-
birni þótti slælega aö verið, en
hafði þó venju fremur fá orö um
aö sinni. Næstu nótt var enn hið
versta veöurútlit, og ákváöu þeir
bræður að sitja heima og róa
hvergi. Að morgni, þegarSvein-
björn gamli kom á fætur, sér
hann að veður er allgott, en
verður þess var að aynir hans
hafa ekki róið. Verður hann nú
ofsareiður, veður inn til þeirra,
og sváfu báðir. Segir Sveinbjörn
þá meö þjósti miklum: „Ykkur
heföi veriö nær að fara út í þara
og sofa þar!“ Strax og karli rann
reiðin, sá hann eftir orðum
sínum, og var það oft síöan, er
synir hans voru á sjó í vondu
veðri, að hann minntist ónota-
lega þessara ummæla. Kvaðst
hann þá vera maður vesæll, því
að hann hefði beðið sonum
sínum feigðar og bölbæna.
Jón Sveinbjörnsson drukkn-
aöi í fiskróöri frá Sandgerði síöla
í aprílmánuði 1892. Var hann þá
oröinn allroskinn, kominn um
fimmtugt. Fórst Jón við sjötta
mann, og er ekki með vissu vitaö
á hvern hátt eða hvar slysið
hefur að höndum borið. Þó var
þaö hald sumra manna, að Jón
hefði verið kominn inn undir
sund og farist þar.
Þriöji og síðasti þilbáturinn,
sem Sveinbjörn í Sandgerði lét
smíða, hét Hugur. Stjórnaöi
Einar Sveinbjörnsson honum
lengi á sumrum, en var jafnan
meö áttæring að vetrinum.
Sveinbjörn Þórðarson andaðist
áriö 1893. Eftir lát hanstók Einar
við búi í Sandgeröi. Hann var
harðduglegur maður og
stundaöi sjó af kappi, en kona
hans var hneigð til búsýslu og
hélt öllu í horfi heima fyrir. A
fyrri búskaparárum Einars voru
enn gerð út þrjú stór áraskip úr
Sandgerðisvör, eitt frá
Sandgeröi, annað frá Tjarnar-
koti og hiö þriöja frá Landakoti.
Hérferáeftirfrásögn umfyrir-
bæri nokkuð, sem kunnugir
menn fullyrða að hafi orðiö í
Sandgerði. Hafa sumir sett það í
samband viö Jón Sveinbjörns-
son og drukknun hans. Aðrir
telja, aö þar sé ekkert samband á
milli.
Höfuðskeljar.
Fyrir allmörgum árum barsvo
við, aö höfuðkúpur tvær rak á
land í Sandgerði. Einhverjirtóku
þær úr fjörunni og báru upp til
húsa. Enginn vissi nein deili á
höfuðkúpum þessum, en það
þótti sýnt, að þær voru jarð-
neskar leifar sjódrukknaöra
manna. Benti margt til þess, að
þær væru nokkuö gamlar og
hefðu velkst lengi í sjó. Lítt var
um höfuökúpur þessar hirt i
fyrstu, og ekki voru þær færöar
ti' greftrunareða veitturneinnsá
umbúnaður, sem hæfa þykir
leifum dauöra manna. Lágu
höfuðkúpurnar innan um
allskonar skran í vörugeymslu-
húsi og þoldu misjafna meðferö.
Var loks svo komið, aö flestir
höfðu gleymt fundi þessum, og
vissu fáir hvar höfuökúpurnar
voru niður komnar.
Þá urðu þau atvik er nokkuð
var f rá liöið, að berdreymir menn
tóku aö láta illa í svefni og
þóttust verða ýmissa hluta varir.
Hinir aðrir, er ekkert dreymdi,
höfðu slíkt allt í flimtingum,
kváöu litt mark takandi á þess
konar rugli og hindurvitnum.
Þrátt fyrir öll slík ummæli, tók
það nú að veröa æ tíðara, aö
draumvísir menn yrðu þess
áskynja, aö til þeirra kæmi halir
tveir, er báðu þess, að eigi væri
hraklega með höfuöbein sín
farið. Báðu þeir þess einatt með
mörgum fögrum orðum, aö
þeim væri komiö í einhvern þann
stað, þar sem þeir gætu verið í
friði og mættu horfa út á sjóinn.
Létu þeir svo um mælt, að ekki
myndi bátur farast eöa slys
verða á Hamarssundi, meöan
þeir fengju að líta fram á hafið.
Ágerðust draumfarir þessar
smám saman, og var erindi
hinna látnu sæfara einatt hiö
sama. Báðu þeir stöðugt um að
fá að horfa út á sundið.
Nokkuö bar á því um skeiö, aö
hinir framliðnu létu sér ekki
nægja að vitja manna í draumi.
Urðu ýmsir varir við eitt og
annað þótt vakandi væru.
Mergjaöasta draugasagan, sem
við hauskúpurnar er tengd,
hefur verið sögö á þessa leið:
Það var einhverju sinni, að
sjómenn nokkrir áttu leið um
húsið, þar sem hauskúpurnar
lágu. Með var í förinni ungur
maöur, ærslafenginn nokkuö og
djarfmæltur. Gekk hann þaraö,
sem höfuðkúpurnar voru, þreif
til þeirra ómjúklega og manaði
eigendur beina þessara til aö
birtast sér í vöku eða svefni, ef
þeir væru ekki alls vesælir. Að
því búnu varpaöi hann frá sér
höfuöskeljunum og gekk burtu
hlægjandi.
Hið sama kvöld var veðurekki
gott og réru engir. Gekk
sjómaður þessi til náða ásamt
félögum sínum. Svaf hann á efri
hæð í tvílyftu húsi, og var svo til
hagaö, aö svefnskálar sjómanna
opnuöust allir aö sameiginleg-
um gangi, sem lá eftir endilöngu
húsinu.
Leið nú af kvöldið, og bar
ekkert til tíðinda. Um miðnætur-
skeið, er flestir voru sofnaðir,
varð maöur einn, er í fremsta
svefnskálanum hvíldi, var við að
hurðin opnaðist og inn var
gengið í skálann. Sér hann að
inn koma karlmenn tveir og er
annar stórvaxinn mjög. Veröur
honum bilt við og leggja ónot
um hann allan, en hvergi má
hann sig hræra. Ganga
komumenn inn skálann og lúta
að hinni fremstu rekkju, svo sem
þeir leiti einhvers. Hljóðlaust
hverfa þeir þaðan og halda
áfram ferð sinni frá einni hvílu til
annarar. Er þeir höfðu farið um
allan skálann, hurfu þeir út jafn
hljóðlega og þeir komu.
Fáar mínútur liöu. Heyröist þá
vein mikið og svo ámátlegt, að
það vakti af værum blundi alla
þá, er á svefnloftinu sváfu.
Hrukku menn upp með andfæl-
um, kveiktu Ijós í skyndi og tóku
að leita orsaka þessafyrirbæris.
Reyndust hljóðin koma frá hvílu
sjómanns þess, sem fyrr um
daginn hafði gamnaö sér við
höfuökúpurnar. Var hann
kominn hálfur fram á rekkju-
stokkinn og hékk höfuðið fram
af. Hafði hann andþrengsli svo
mikil, að lá við köfnun og allur
var hann orðinn blár og afmynd-
aður ásýndum. Fóru félagar
hans að stumra yfir honum og
kom þar brátt, aö honum
hægöist nokkuð. Leið þetta
smám saman frá. Þegar hann
hafði að mestu leyti náð sér, var
hann spuröur um orsakir þessa
atviks. Kvaðst hann hafa verið
sofnaður sem aörir í skálanum.
þótti honum þá sem maður
kæmi inn í skálann og gengi að
rekkju sinni. Var hann reiöur
mjög, og mælti á þá leiö, aö nú
skyldi hefnt hæönisorða þeirra,
sem falliö hefðu um daginn, og
annara mótgeröa viö sig. Við sýn
þessa og orð komumanns, dró
allan mátt úr sjómanninum.
Fann hann aö hinn óboðni
gestur beygði sig niður aö
rekkjunni. Þóttist hann þá
skynja óglöggt í myrkrinu, að
ekki væri hér holdi klædd vera á
ferð, heldur beinagrind ein. í
þeim svifum læsti beinagrindin
berum kjúkunum um kverkar
honum og herti aö sem fastast.
Tókst honum meö erfiðismun-
um miklum að gefa frá sér óp
það, er vakti hina sjómennina.
Þegar er Ijósinu var brugðiö
upp, hvarf hinn óboðni gestur.
Sjómaður þessi haföi ekki
kunnað að hræðast, en mátti nú
ekki einn sofa og vildi helst láta
yfir sér loga Ijós á hverri nóttu.
Ella þótti honum sem beina-
grindin sækti aö sér og sæti um
aö kyrkja sig.
Nokkru eftir aö atburður þessi
geröist, urðu eigendaskipti að
f iskveiðistöð þeirri, sem
FAXI - 262