Faxi

Årgang

Faxi - 01.10.1981, Side 5

Faxi - 01.10.1981, Side 5
t MINNING: Kjartan Ólafsson héraðslæknir i. „Veriö karlmannlegir, veriö styrkir. Allt hjáyðursé í kærleika gjört." Þannig hljóða hvatningarorö Páls postula. Guð hefur helgað líf margra með þeim orðum og sumir hafa lifað þau öðrum fremur og verið hvort tveggja í senn styrkir og unnið verk sin í kærle'ika. „Allt hjá yður sé i kærleika gjört.“ - Það er ein æðsta hvatn- ing til mannkynsins, en um leið erfið til eftirbreytni. Kærleikur- inn er afl sem kemurað innan og verður vart fyrirskipaður. En sé hann til staðar í lífi manna verða verkin létt, því þá eru menn knúnir hugsjón kærleikans, - krafti Guðs. Með þann aflgjafa erum við í raun best í stakk búin til að mæta öllu sem að höndum ber. Ef við erum snortin af kærleikanum erum við fullviss þess, að hvorki dauði né líf geri þá viðskila við Guð sem treysta á kærleika hans, og ætíö bundin þeim sem okkur eru kærir, hvort sem þeir eru hér eða horfnir á braut. Ég hef stundum hugleitt hvort hugsjón kærleikans sé ekki afl- gjafi læknisins. Sannurlæknirer í raun í eftirfylgd við Krist, knú- inn löngun til að lækna og líkna. Þegar sjúkur maöur varð heill á tímum Nýja testamentisins, þá sáu menn það sem vitnisburö um mátt Guðs og að guðsríki væri í nánd. í veraldlegu samfé- lagi nútímans ættum við einnig að sjá Guð að baki góðum verkum. Allt frá tímum Krists og raunar miklu lengur, hefur löngunin til aö lækna og líkna fylgt mann- kyninu, eða allt frá því að sam- úðin var lögð mönnum í brjóst. í Síraksbók, sem er skrifuð tveimur öldum fyrir Krist, segir: „Heiðra lækninn, því að skapar- inn hefur skipaö hann og hann hefur frá Guði hyggindi sín.“ Sá sem nefndur var ,,faöir læknisfræðinnar" var uppi löngu áður. Læknaheitiö er frá honum komið, en þar segir m.a. á þessa leiö: „Ég heiti þvíog það er mér heilagt, að veratrúr lækn- isfræðinni og réttlátur og örlátur við þá sem viö hana fást, - að lifa lífi mínu og stunda starf mitt af ráðvendni og drengskap og gera mitt besta til að verða hinum sjúku, sem ég sæki heim, til góös.“ Þúsundir lækna hafa inn- rammað læknaheitið og komi{ því fyrir ásamt prófskjölum sín- um. En við sem hér erum vitum, að þessi orð voru greipt í vitund Kjartans Ólafssonar, héraðs- læknis. Sonur hans hafði þau orð um hann látinn, að tvennt hefði verið honum heilagt: Starfið og fjölskyldan. Við kveðjum nú lækni, hug- sjónamann og sannan vin, sem var reiðubúinn að hlusta og gefa góð ráð. Sú list, að hlusta, gerði hann einnig að sálusorgara. í bókinni Spámaðurinn, sem var tileinkuð Kjartani og konu hans, standa þessi orö: „Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagnarinn- ar, mun þekkja hinn volduga söng." Margir leita að einhverj- um sem vill hlusta, og kristnir menn tala oft þar sem þeir ættu fremur að hlusta. Það var guð- fræöingurinn Dietrich Bon- hoeffer, sem sagði þá gullvægu setningu, „að sá sem gæti ekki hlustað á bróður sinn myndi brátt hætta aö hlýöa á Guö.“ Kjartan Ólafsson kunni þessa list og hann skynjaði ekki aðeins það sem sagt var, heldur einnig hitt sem látið var ósagt. II. Hann var fæddur á Þingeyri 11. september 1920, sonurhjón- anna Ólafs Ólafssonar skóla- stjóra, og konu hans Kristínar Guðmundsdóttur, sem ættuð var úr Hrunamannahreppi. Tvö systkini lifa hann, Valgerður Ólafsdóttir, sem búsett er í Kali- forníu, og Stefán Ólafsson, sem býr í Reykjavík. Kjartan gekk menntaveginn og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1942 og læknisprófi frá Háskóla íslands 1949. Þegar 1948 varö hann héraðslæknir í Ögurhéraði og ári síöar i Árneshéraöi. 1950 varð hann héraðslæknir i Flat- eyrarhéraði og 1958 var hann skipaður héraðslæknir í Kefla- víkurhéraöi og gegndi því emb- ætti síöan. Frá 1978 nefndist það Reykjaneshéraö og nær yfir Kópavog og Mosfellssveit auk Reykjanesskagans. Kjartan var læknirelliheimilis- ins Hlévangs frá 1955 og sinnti öðrum þeim ábyrgðarstörfum sem fylgdu embætti hans. Hann var formaður Læknafélags Vest- fjarða um tima, formaður Rauða kross deildar Flateyrar og for- maður Krabbameinsvarna Kefla víkur um árabil og gaf sig að mál- efnum þroskaheftra á Suður- nesjum. Hann kom einnig við sögu skólamála og varformaður skólanefndar Flateyrarskóla- hverfis. Einnig lét hann bind- indismál til sín taka. Hann var í stjórn Rotaryklúbbs Keflavíkur og meðlimur í Frímúrararegl- unni. Kjartan kom víða við og ævi- starf hans var viðfangsmikið og hann gaf sig allan í það sem hann tók sér fyrir hendur. Það hefur verið blessun þessu byggð arlagi að njóta verka hans. Hann var alla tíð mikill áhugamaður um félagsmál, og einkum og sér í lagi það sem við kom heilsu- gæslu og heilbrigðismálum. Ekkert var of gott fyrir læknis- hérað hans og skjólstæðinga. Kjartan kvæntist 1948 Ásdísi Helgu Jóhannsdóttur, Jóhanns- sonar frá Arnarstapa og konu hans Mörtu Hjartardóttur. Ásdís átti sinn stóra þátt í að móta lífs- gæfu þeirra beggja og fjölskyld- unnar, og sameiginlega bjuggu þau sér hlýlegt og myndarlegt heimili hér i Keflavík. Þeim varð þriggja barna auð- ið. Ólafur læknir er elstur, kvæntur Karen Jónsdóttur, og búa þau í Reykjavík, þá Marta hjúkrunarkona, gift Jóni Guð- mundssyni lækni, og eru þau búsett í Svíþjóö, þar sem maöur hennar er við nám, og loks Grím- ur, sem er ókvæntur og nemur verkfræði í Lundi. Fjölskyldan og starfið stóð Kjartani næst. Er ég ræddi við hann um fjölskyldu hansáokkar síðasta Rotaryfundi, fann ég að hann var í besta skilningi stoltur af fjölskyldu sinni Hann var hæglátur en fylgdi málum eftir af festu og var í far- arbroddi í mannúðar- og líknar- málum þessa þyggðarlags, sam- viskusamur og ósérhlífinn. Ég fann að hann bar velferð gamla fólksins fyrir brjósti og vildi skapa þau skilyrði að það gæti dvaliðlengurhjásínum nánustu. Vegna mannlegra viðhorfa átti hann trúnað margra og sinnti fólki varðandi sitthvað, sem ekki kom læknisstarfinu beint við. Hann var vel heima á mörgum sviðum og ráðhollur. Sjúkling- um sínum var hann heimilisvin- ur og hjálparhella, og barngóður með afbrigðum. Mér er kunnugt um að margir hugsa nú til hans með hljóðri þökk. Hér væri of langt mál að nefna nöfn. En um þau hjón mætti segja með orðum bókar- innar sem þeim var tileinkuð: „Þið gáfuð mikið og vissuð ekki til, að þið gæfuö neitt." Kjartan átti sér eina ósk, öðr- um óskum fremur. Hann von- aðist til að málefni heilsugæsl- unnar kæmust í viöunandi horf með nýja sjúkrahúsinu. Hann hefði viljað sjá því verki lokiö. Minningu hans væri mestur sómi sýndur með því að fylgja þeim málefnumeftirafeinurðog festu þar til þau komast í höfn, þó ekki hans vegna fyrst og fremst, heldur vegna heilsu- gæslunnar og velferðarfólksins, sem hann bar jafnan fyrir brjósti. Hitt vitum við öll, „að þeir njóta sjaldnast eldanna sem fyrstir kveikja þá.“ Það var margt sem Kjartan sá að betur mætti fara. Hannvarallt sitt líf umbótamaður í hugsun og verki, sem vildi ekki geyma það til morguns sem hægt væri að gera í dag. Þannig var skaphöfn hans. Eitt það síðasta sem hann gerði var að skapa gróðri betri vaxtarskilyrði við sumarbústað- inn sinn. Það var táknrænt fyrir allt lífshlaup hans. III. Hugsjónamaður er genginn, hann þekkti ekki fölva hausts- ins, heldur bar hann vitni grósku sumarsins í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Lífslogi hans varóskerturtil hinstu stundarog hljóður og ótrauður bar hann sín mein. Við hefðum kosið að njóta vin- skapar hans og verka lengur. En „sælireru dánir", segirhin helga bók, „því að verk þeirra fylgja þeim“. Verkin hans,-alltsem var i kærleika gjört, fylgir honum. Margir koma til meö að sakna hans. Við Rotaryfélagarnir leit- um oft svara við fjórum spurn- ingum varðandi ýmis mál: „Er það satt og rétt?“-,,Er það drengilegt?" - „Eykur það vel- vild og vinarhug?" - Er það öllum til góðs?" Nú þegar Kjartan Ólafsson héraðslæknir er allur, verða svörin við þeim spurningum vandfundnari. Við höfum misst félaga, vin og lækni, en ástvinir hans, eiginkona, börn og barna- börn hafa misst mest. Söknuður þeirra er sárastur og hjá þeim er Framh. á síðu 142 FAXI - 125

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.