Faxi - 01.10.1981, Blaðsíða 15
Tvær grindvískar konur kvaddar
Margrét Daníelsdóttir,
Hópi, Grindavík
F. 17. jan. 1899. - D. 15. ágúst 1981
Trúðu á tvennt i heimi
tign sem æðsta ber,
Guð í alheims geimi,
Guð í sjálfum þér.
Mér komu þessar Ijóðlínur í
hug þegar ég frétti lát Margrétar
á Hópi, eins og hún var ævin-
lega kölluð hér í Grindavík.
Margrét var hvorki skyld mér
né tengd, en ég kom oft á heimili
þeirra hjóna, Þorsteins Ólafs-
sonar og Margrétar, seinni árin.
Erindi mitt var að kaupa af þeim
hjónum egg, en þau ráku dálít-
inn búskap. Með þessum fáu
orðum langar mig að þakka
þeim hjónum þá hlýju og elsku-
legheit sem ávallt mætti mér þar.
Ég fluttist hingað til Grinda-
víkur fyrir um það bil þrjátíu ár-
um. Þá var Grindavík önnur en
hún er í dag. Byggðarlagið var
fámennt, allir þekktust, buðu
hver öðrum góðan daginn og
gáfu sér tíma til að ræöa um
landsins gagn og nausynjar. Á
þeim tíma var stundaður bú-
skapur jafnt sem sjávarútvegur.
Nú hefur þetta breyst. Mjög fáir
stunda búskap hér í dag. Þau
hjón Margrét og Þorsteinn voru í
þeim hópi, sem lengst héldu
tryggð við búskapinn.
Fyrstu minningar mínar um
þau hjón eru að Þorsteinn kom
dag hvern með hestvagn niður i
þorpið, fullan af mjólkurbrús-
um og færði þorpsbúum mjólk
og egg. Þetta var yndislegur
tími.
Mér finnst sem Margrét og
Þorsteinn séu fulltrúar þeirrar
kynslóðar, sem var á miðjum
aldri þegar ég flutti hingað til
Grindavíkur. Margar ferðirnar
kom hann til mín færandi hendi,
en þegar aldurinn færðist yfir
þau snerist þetta við og margar
urðu ferðirnar sem ég fór austur
að Hópi til þeirra.
Ég mun ávallt minnast
Margrétar, þessarar hlýju og
hógværu konu, sem ég sótti svo
miklu meira til en egg og mjólk.
Margrét og þau hjón bæði voru
fulltrúar þeirrar kynslóðar sem
þekkti ekki hraða nútímans og
því var gott að setjast niður hjá
þeim og þiggja kaffisopa, njóta
kyrrðarinnar og friðarins sem
umlukti þau og ekki síst hlýjunn-
ar og góðmennskunnar sem
streymdi frá þeim.
Ég bið Guð að blessa Margréti
og þakka henni Ijúf kynni. Eigin-
manni hennar, börnum, tengda-
börnum og barnabörnum send-
um við hjónin innilegar samúö-
arkveðjur.
22. ágúst 1981.
Hulda Björnsdóttir,
Gnúpi, Grindavík
Valgerður Jónsdóttir,
Vík, Grindavík
F. 12. júní 1917 - D. 7. sept. 1981
Það er skammt stórra högga á
milli hér iGrindavík þettasumar-
ið. Margirgamlirog góðirGrind-
víkingar hafa horfið af sjónar-
sviðinu, fólk sem setti svip á bæ-
inn okkar.
Ung kona og sonur hennar
farast í hörmulegu bílslysi hér,
og nú í morgun kemur maður-
inn minn heim og segir: „Hulda
mín, hún Valla i Vík er dáin.“
Valgerður Jónsdóttir var ein
þeirra sem settu svip á bæinn
okkar. Hún var ein af þessum
harðduglegu konum, sem koma
alltaf til dyranna eins og þæreru
klæddar. Hún lét skoðanir sínar
umbúðalaust í Ijós, var vinur
vina sinna, stálheiðarleg og ætl-
aðist til þess sama af öðrum.
Andlát Valgerðar kom okkur
mjög á óvart. Að visu vissum við
öll að hún gekkekki heil til skóg-
ar, en henni var ekki að skapi að
kvarta eöa kveina.
Hún var mikil búkona, enda
alin upp ástórusveitarhelmiliog
hvarf aldrei frá uppruna sínum í
því efni. Hún og eiginmaður
hennar, Þorlákur Gíslason í Vík,
ráku alla tíð mikinn búskap
ásamt börnum sínum að Vík. Ég
á margar og góðar minningar
um Völlu í Vik, eins og hún var
alltaf nefnd hér í Grindavík.
Tengdamæður okkar voru
bræðradætur og var ætíð mikill
samgangur á milli tengdafor-
eldra minna, sem bjuggu á Járn-
gerðarstöðum, og fjölskyldunn-
ar í Vík, en jaröirnar liggja sam-
an. Valla kunni að segja frá
mörgu sem gerðist árin sem hún
bjó í nágrenni við tengdafor-
eldra mína. Hún og elsta dóttir
þeirra, Margrét, voru jafnöldrur
og alla tíð góðar vinkonur þó að
þær hittust sjaldnar séinni árin.
Hafði ég mikla ánægju af því er
hún rifjaði upp þessa gömlu og
góðu daga.
Við Valla ræddum oft saman
og eðlilega barst talið oftast að
því sem okkur var kærast,
börnunum okkar. Síöast er við
áttum tal saman skömmu áður
en hún dó, ræddum við um
barnalán og vorum við báðar
sammála um að það væri
einhver sú mesta gæfa sem
manni gæti hlotnast í lífinu.
Valla átti miklu barnaláni að
fagna gg oft minntist hún á hvað
hún ætti góð tengdabörn og
barnabörn. Fjölskylda hennar
átti hug hennar allan og ekki má
gleyma smælingjunum hennar,
húsdýrunum. Valla var mikill
dýravinur og mér fannst sem
hún breiddi sig yfir hópinn sinn,
bæði menn og málleysingjaeins
og besta móðir, enda var hún
sameiningartákn innan fjöl-
skyldunnar og greiddi úr hvers
manns vanda ef henni var það
mögulegt.
Ég hafði gaman af því á vorin
snemma morguns að fá mér
göngutúr vestur að Vík og Járn-
gerðarstöðum þegar sauðburð-
urinn stóð sem hæst, enda sjálf
alin upp í sveit. Þá sá ég Völlu
oftast úti á túni að huga að kind-
unum sínum. Seinni árin stóð
hún á tröppunum eða við eld-
húsgluggann með kíkinn sinn
og fylgdist með. Þá var henni
vinkonu minni brugðið, en áhug-
inn var samur og ekki var kvart-
að, enda voru margar fúsar
hendur sem hjálpuðu til, þar
sem börn, tengdabörn og barna-
börn hennar voru.
Ein sérstök minning leitarfast
á hugann. Það var aðfaranótt
sunnudagsins 13. febrúar 1966,
að íbúðarhúsið í Vík brann til
kaldra kola. Þá komVallatilokk-
ar á náttkjólnum einum fata.
Fjölskyldan hafði bjargast út á
nærklæðunum, eiginmaður
hennar, Þorlákur, var hættulega
brenndur, heimili þeirra og allar
eigur brunnar. Þá sá ég hvað bjó
í þessari kjarkmiklu konu, og
það var engan bilbug á henni að
sjá þar sem hún sat í eldhúsinu
hjá okkur þessa nótt. Þá kemur
ung dóttir okkar hjóna trítlandi
niður stigann og þegar hún
hefur orðið þess áskynja hvað
hefur gerst, segir hún við Völlu:
„Brann dósin þín líka, Valla?“
,,Já, elskan mín,“ segir Valla,
,,hún brann líka.“ Þá haföi sú
litla oft heimsótt hana vestur að
Vík án þess að við vissum, og
alltaf hafði Valla eitthvað gott í
dós handa henni.
Með dugnaði og elju og hjálp
góðra manna byggðu þau Þor-
lákur og Valla heimili sitt upp að
nýju, en heilsan var ekki hin
sama og áður, þó kjarkurinn
væri enn fyrir hendi. Þorlákur
hafði brennst illa og hefur hann
aldrei náð sér að fullu eftir það.
Þau hjónin eignuðust 7 syni
og 2 dætur og ólu auk þeirra upp
dótturson, og er þetta allt gott
og dugandi fólk. Minnist ég þess
hve vel hún fylgdist ætíð með
börnum sínum, ekki síður eftir
að þau voru vaxin úr grasi og
synirnir farnir að stunda sjó.
Hún fylgdist svo að segja með
hverju fótmáli þeirra og eins að
þeir stæðu ávallt við sitt, svo að
einstakt var. Oft brá hún upp kík-
inum og skimaði út á Járngerð-
arstaðasund, hvort sem blíð-
viðri var eða eitthvað sérstakt að
veðri. Einnig þurfti hún að vita
hvenær synirnir kæmu að landi,
hvað aflinn hefði verið mikill
o.s.frv.
Slysavarnadeildin hér átti
hauk í horni þar sem Valla var.
Henni var bæði Ijúft og skylt að
styðja þá starfsemi. Einnig vann
hún mikið fyrir kvenfélagið af
sömu elju og dugnaði sem ann-
ars staðar, enda var hún heil í
öllu sem hún lét sig varða.
Við Valla áttum það sameigin-
legt að flytjast ungartil Grinda-
víkur og setjast hér að og að vera
aldar upp í sveit. Við áttum mikil
samskipti í gegnum árin, öll góð
og skemmtileg. Ég sakna Völlu
mikið, því samtölin við hana
voru mér dýrmæt, þó oftast færu
þau fram í gegnum síma. Hún
miðlaði mér af reynslu sinni og
móðurkærleika. Minningin um
kynni okkar er mér mikils virði
og hana mun ég geyma.
Ég bið góðan Guð að blessa
Völlu og við hjónin sendum Þor-
láki eiginmanni hennarog börn-
um þeirra, tengdabörnum og
barnabörnum innilegar samúð-
arkveðjur.
3. september 1981.
Hulda Björnsdóttir,
Gnúpi, Grindavik
FAXI - 135