Vísbending - 31.08.2007, Page 1
Öðru hvoru berast fregnir af því að starfsmenn á vinnustað segist vera lagðir í einelti. Mál af þessu tagi eru
vandmeðfarin. Ekki er auðvelt að mæla ein
elti. Það sem einum kann að virðast eðlilegur
samskiptamáti telur annar vera stríðni, áreitni
eða einelti. Þeir sem fylgjast með henda jafn
vel gaman að öllu saman þannig að það er
ekki auðvelt fyrir fórnarlambið að koma fram
í dagsljósið. Oft kemur eineltið aðeins fram í
samskiptum einstakra starfsmanna þannig að
yfirmenn verða ekki varir við neitt. Í þessum
málum eins og öðrum vanda í mannlegum
samskiptum er best að grípa fljótt inn í þannig
að málin leysist áður en í óefni er komið.
Ómeðvitað einelti
Margir eru í eðli sínu ágengir og yfirgangssam
ir þannig að allir í umhverfi þeirra vita af þeim
og hvernig þeim líður. Þeir eru yfirlýsingarglað
ir um menn og málefni. Engum dylst að þeir
eru komnir á svæðið. Oft er þetta fólk sem
flestum finnst skemmtilegt, stuðboltar sem
halda uppi fjörinu á vinnustað sínum. Sum
ir eru hins vegar þannig gerðir að þeir telja
að sífelldar spurningar um hvernig þeir hafi
það, hvað þeir hafi gert um helgina og hvað
þeir séu að bralla yfirleitt séu innrás í einkalíf
þeirra. Þeim finnst óþægilegt að þurfa að svara
því sífellt að þeir hafi ekkert gert eða eitthvað
sem þeir telja að sé hræðilega óspennandi mið
að við hina sem virðast aldrei slaka á fjörinu.
Einum starfsmanni var lýst þannig að
hann væri sérfræðingur í gólflistum og loft
ljósum því að hann leit alltaf niður eða upp í
loftið þegar einhver mætti honum eða reyndi
að tala við hann. Aldrei heilsaði hann að fyrra
bragði og tók varla undir kveðju. Sumir vinnu
félagar hans settu sér það markmið að breyta
honum í „venjulegan“ mann. Alltaf þegar
þeir mættu honum á göngum heilsuðu þeir
honum sérlega glaðlega og helst með handa
bandi á morgnana. Þetta breytti engu um
framkomu hans en eflaust hefði eflaust verið
hægt að túlka þetta sem einelti því að vissu
lega voru þetta samantekin ráð um að koma
31. ágúst 2007
33. tölublað
25. árgangur
ISSN 10218483
1 2 4Einelti á vinnustað er vaxandi vandamál
sem best er að kveða í
kútinn áður en það fer
úr böndum.
Forystumaður í
verkalýsðhreyfingunni
krefst mikilla launa
hækkana vegna vaxandi
misskiptingar launa.
Í ljós kemur að það er
misskilningur en
fjármagnstekjur skiptast
hins vegar mjög ójafnt.
Er hlutabréfamarkaðinum
handstýrt af nokkrum
aðilum sem eiga hags
muna að gæta?
3
Vikurit um viðskipti og efnahagsmál
Einelti á vinnustað
V í s b e n d i n g • 3 3 . t b l . 2 0 0 7
fram með ákveðnum hætti við vinnufélaga,
hætti sem honum fannst óþægilegur, jafnvel
þó að framkoman þætti að öllum jafnaði alls
ekki ámælisverð.
Athugasemdir yfirmanna eru oft tekn
ar miklu alvarlegar en sambærileg ummæli
frá vinnufélögum. Starfsmenn sem ekki eru
inni á gafli hjá yfirmanninum velta því fyrir
sér: „Hvað átti hann við með þessu?“ Sérstak
lega hættir nýjum starfsmönnum við því að
hugsa með þessum hætti. Þeir þekkja ekki
andrúmsloftið á vinnustaðnum og sárnar
þegar gerð er athugasemd sem aðrir vita að
er bara hluti af stíl yfirmannsins og jafnvel
hugsuð sem grín. Það er auðvitað ágætt að
temja sér það að taka almennt ekki of alvar
lega hvert einasta orð sem sagt er. Stundum
er samskiptum í viðskiptum líkt við Valhöll
þar sem menn berjast á daginn og skemmta
sér saman á kvöldin. Þetta eiga ekki allir jafn
auðvelt með að tileinka sér og konur stund
um verr en karlar.
Núning og óþægindi af þessu tagi má
oftast ráðast á strax í upphafi og leysa með
því að yfirmaður tali við þann sem veldur
öðrum óþægindum eða skýri sjálfur út fyr
ir starfsmanninum að ekki hafi verið neinn
broddur í ummælunum. Langbest er þegar
hægt er að grípa inn í með þessum hætti
áður en málin verða að stórmálum.
Einelti með ásetningi
Þó að stundum finnist mönnum að þeir
verði fyrir áreiti án þess að það sé ásetningur
þess sem veldur þá er hitt auðvitað líka til.
Ástæður geta verið margar. Gerendum getur
verið illa við þann sem þeir erta, stundum
ætla þeir að losna við hann úr starfi og loks
kemur fyrir að menn séu illa innrættir eða
gallaðir með öðrum hætti. Kannski er síð
asta orsökin algengari en mætti ætla í fljótu
bragði. Sumir stjórnendur eru alls ekki hæfir
í mannlegum samskiptum. Þeir eru frekir,
yfirgangssamir og tilfinningakaldir. Reynd
ar má segja að ekki sé um einelti að ræða ef
menn eru þannig við alla. Það eru hins veg
ar mjög margir sem gera mannamun af ýms
um ástæðum. Þeir skipta samstarfsmönnum
sínum í flokka, stundum eftir aldri, kyni eða
stjórnmálaskoðunum. Þeir sem falla í lakari
flokkinn fá allt aðra og verri meðhöndlun en
hinir.
Einelti til þess að bola einhverjum í
burtu er ótrúlega algengt. Í stjórnmálum
nota menn þetta óspart á suma andstæðinga
sína. Sumir eru líka þannig gerðir að þeir
þola illa alla gagnrýni, jafnvel þó að hún sé
ekki á þá persónulega heldur fjalli um mál
efni sem þeir höndla um. Blaðamenn og
pólitískir andstæðingar eru oft fundvísir á
snögga bletti hjá slíkum pólitíkusum og geta
þannig klekkt á jafnvel sjóuðustu mönnum.
Á vinnustöðum tíðkast stundum svipuð
vinnubrögð. Í stað þess að reka menn úr
starfi eða færa þá til er þeim gert erfitt fyrir
með því að ergja þá á alla lund. Þeir eru látn
ir í leiðinleg verkefni, fá engin fríðindi sem
öðrum bjóðast og mæta kuldalegu viðmóti.
Þó að þessi leið til þess að losna við menn sé
grimmilegri en sú að láta þá hreinlega fara er
hún oft farin. Reyndar reyna almennir starfs
menn líka að beita henni á samstarfsmenn
sína. Þeir breiða úr sér, ganga sóðalega um
og eru dónalegir og jafnvel með yfirgang.
Sumir reyna jafnvel að nota hana á yfir
menn sína en yfirleitt leiðir slíkt til þeirrar
fyrirsjáanlegu niðurstöðu að undirmaðurinn
missir stöðuna.
Kynferðislegt einelti er sérstök tegund
eineltis. Algengt er að á vinnustöðum við
gangist sakleysislegt og meinlaust daður án
þess að þar sé nokkur meining að baki. Telji
fólk (oftast konur) hins vegar að gengið hafi
verið yfir þau mörk sem það telur eðlileg
verður að skakka leikinn strax. Ella geta af
leiðingarnar orðið skelfilegar.
Erfitt getur verið að bregðast við meðvit
uðu einelti. Æðstu yfirmenn geta skakkað
leikinn ef þeir eru ekki gerendur. Séu þeir
hins vegar gerendur er lítið fyrir starfsmann
inn annað að gera en hverfa á braut, hversu
dapurleg niðurstaða sem það er. V