Vísbending - 31.08.2007, Page 2
2 V í s b e n d i n g • 3 3 . t b l . 2 0 0 7
Launajöfnuður er mikill en fjár
magnstekjur skiptast ekki jafnt
Undanfarið hefur mjög verið fjallað um hversu mikið tekjumisrétti sé hér á landi. Verkalýðsleiðtogar,
stjórnmálamenn og háskólaprófessorar
taka þátt í umræðunni. Oft virðist sem
einn tali í austur og annar í vestur. Pró
fessorarnir Þorvaldur Gylfason og Stefán
Ólafsson hafa mikið rætt um að tekjumis
rétti sé hér með því mesta sem finnst á
Vesturlöndum. Skýrsla Hagstofunnar síð
astliðið vor bendir hins vegar til þess að
óvíða sé misréttið minna. Skýringin liggur
í því að annars vegar er talað um laun og
hins vegar allar tekjur að fjármagnstekjum
meðföldum. Í alþjóðlegum samanburði
mun almennt vera notast við fyrri mæli
kvarðann. Ekki er kunnugt um að gerðar
hafi verið alþjóðlegar skýrslur um launa
jöfnuð þar sem fjármagnstekjur komi fyr
ir. Því er enn ekki vitað hvar Íslendingar
standa í samanburði við önnur lönd þegar
allar tekjur eru teknar með í reikninginn.
Í grein þessari kemur fram að skipting
launa hér á landi hefur lítið breyst í um
áratug en hins vegar eykst misskipting í
fjármagnstekjum dag frá degi.
Í þessari grein er stuðst við upplýsingar
frá ríkisskattstjóra en á vef hans er hægt að
sjá hvernig tekjur og skattar einstaklinga
dreifast eftir ýmsum mælikvörðum. Með
al annars má nota tölurnar til þess að sjá
hvernig tekjur hafa þróast undanfarinn
áratug og jafnframt reikna út tekjujöfnuð
á landinu. Alls staðar eru tekjur hjóna eða
sambýlisfólks lagðar til grundvallar. Tekju
dreifing er meiri meðal einstaklinga en í
þeim hópi er stór hluti námsmanna, sem
almennt er tekjulítill.
Skiptir niðurstaðan
einhverju máli?
Í deilu sem þessari má spyrja sig hvort
ekki sé í raun verið að deila um keisarans
skegg, þ.e. hvort menn grípi ekki bara þá
niðurstöðu sem henti þeim og haldi svo
áfram deilum af mikilli þrætubókarlist.
Svo er ekki, því að verkalýðssamtök hyggj
ast krefjast tugprósenta launahækkana
vegna þess að misskipting launa hafi auk
ist. Í Morgunblaðinu segir nýlega:
„Það þarf ekki að koma neinum á óvart
að krafan um launahækkanir verður mikil
í okkar augum,“ segir Kristján G. Gunnars
son, formaður Starfsgreinasambands Íslands,
um komandi kjarasamninga: „En það hlýtur
að vera huggun harmi gegn fyrir þá sem und
anfarið hafa skenkt sér af allsnægtaborðinu að
hún sé ekki mikil í samanburði við það sem
þeir hafa sjálfir verið að fá. Ekki geta launa
kröfur okkar í komandi kjarasamningum
vafist fyrir mönnum ef þeir setja upp sömu sið
ferðisgleraugun þegar þeir semja við okkur og
þegar þeir semja við sjálfa sig,“ segir Kristján.
,,Það er sami tónninn alls staðar, sterk
ar kröfur um hærri laun og upp úr stendur
þessi eina setning sem fólk leggur ofuráherslu
á: Við viljum hærri laun!“
„Við verðum líka varir við mikla gremju
fólks,“ heldur Kristján áfram, „reyndar bál
reiði vegna þeirrar auknu misskiptingar sem
hefur verið að skapast í þjóðfélaginu. Það
hafa verið rakin dæmi um ofurlaun og ofur
launaforstjóra og jafnvel þótt við sleppum
þeim allra hæstu, sem eru í óraunverulegum
stærðum þá fara menn ekkert leynt með
þetta og guma jafnvel af því að vera í þessu
ofurlaunaliði. Þetta situr í fólki og veldur
ákveðinni ókyrrð í öllum undirbúningi fyr
ir samningaviðræðurnar. Það er barið fast
í borðið með kröfunni um að nú eigi að
hækka launin.“
Kristján segir að innan SGS séu mjög
stórir hópar launafólks sem eingöngu séu á
taxtakaupi. Þessir hópar hafi ekki verið með
í launaskriði eða notið góðærisins.
Forystumenn SGS eru ekki í vafa um að
launabilið í landinu sé sífellt að breikka.
Myndast hafi skekkja í þjóðfélaginu sem
verði að leiðrétta og komast verði upp úr
hjólfari lágu taxtanna.
Á þessum tilvitnunum sést að formað
urinn telur að misskiptingin sé grunnur
inn undir kröfugerð sína. Það er auðvitað
alvarlegt ef tilfinning er látin ráða í slíkum
málum því að mjög mikilvægt er fyrir land
ið að jafnvægi náist á ný. Menn þekkja
áhrif tugprósenta hækkana á launum þar
sem verðbólgan hefur rokið af stað og allir
setið eftir með sárt ennið. Það er lélegur
brandari að endurvekja þá tíma.
Miklar launahækkanir
Rauntekjur hafa aukist undanfarin ár eins
og oft hefur verið rakið. Heildarlaunatekj
ur hafa vaxið stig af stigi ef litið er á laun
hjóna. Á mynd 1 sést hvernig launin hafa
hækkað að raunvirði. Það er mjög óvenju
legur og góður árangur fyrir launþega að
laun hækki um 60% að raunvirði á áratug.
Athyglisvert er að þetta gerist á þeim ára
tug Íslandssögunnar sem vinnudeilur eru
í lágmarki. Það er mikill ábyrgðarhluti að
stefna þeim mikla árangri í hættu vegna
misskilnings.
Fjármagnstekjur
Árið 1996 voru fjármagnstekjur ekki
mjög háar hér á landi. Á mynd 2 sést að
þær voru aðeins rúmlega 2% af launatekj
um þegar á heildina er litið. Í fyrra hafði
þetta breyst mikið. Fjármagnstekjur voru
um 20% af launatekjum. Myndin sýnir að
hlutfallið hefur farið vaxandi á undanförn
Mynd1.Raunhækkunlaunafráárinu1996
Heimild: rsk.is, útreikningar Vísbendingar.
Fjármagnstekjur
Árið 1996 voru fjármagnstekjur ekki mjög háar hér á landi. Á mynd 2 sést að þær voru
aðeins rúmlega 2% af launatekjum þegar á heildina er litið. Í fyrra hafði þetta breyst
mikið. Fjármagnstekjur voru um 20% af launatekjum. Myndin sýnir að hlutfallið hefur
farið vaxandi á undanförnum árum. Þessi þáttur í heildartekjum landsmanna hefur því
bætt enn við kaupmátt á liðnum áratug, en um hann hefur ekki verið fjallað eins mikið og
hækkun raunlauna. Ástæðan kann að vera sú að fjármagnstekjur eru stundum feimnismál.
Fáir efast þó um það nú á dögum að eðlilegt sé að fjármagn skili afrakstri til eigenda
sinna.
Fjármagnstekjur hafa aukist miklu meira en launatekjur á undanförnum áratug. Þær hafa
tífaldast að raunvirði, sem er ótrúlegur vöxtur. Að vísu verður að hafa þann fyrirvara að
ekki er litið á raunvexti þegar fjármagnstekjur eru reiknaðar heldur nafnvexti. Því aukast
fjármagnstekjurnar þegar verðbólga eykst eins og nú um stundir. Meginástæðan fyrir
aukningunni er þó það frelsi sem hér hefur ríkt á undanförnum áratug og hefur vaxið stig
af stigi. Fjárfestar hafa nýtt sér það, til dæmis með því að taka aukna áhættu erlendis og
sú áhætta hefur borgað sig vel í flestum tilvikum til þessa. Það er ekki auðvelt að skipta
fjármagnstekjunum með öðrum hætti en annars vegar með eignaupptöku og það vilja fáir
í alvöru nú á dögum eða hins vegar með því að hækka skatta á fjármagnstekjur. Hætt er
við að með því myndu fjármagnseigendur flytja sig úr landi ef skatturinn verður
óhóflegur. Forsætisráðherra hefur orðað þessa hættu svo að betra sé að hafa 10% af miklu
en hærri prósentu af engu.
Heimild: rsk.is, útreikningar Vísbendingar.