Vísbending - 31.08.2007, Side 4
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson
Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík.
Sími: 512 7575. Myndsendir: 561 8646.
Netfang: visbending@heimur.is.
Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskólans.
Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök.
Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita
án leyfis útgefanda.
Aðrirsálmar
Það vakti athygli hve hratt hlutabréfavísitalan var að ná sér á strik hér á
landi eftir áföllin fyrir miðjan mánuðinn.
Eftir hratt hrap reis vísitalan aftur eins og
ekkert hefði í skorist. Í stað þess að fara
varlega af stað eins og full ástæða virðist
hafa verið til eftir hræringar á mörkuðum
víða um heim létu menn eins og engar
áhyggjur þyrfti að hafa og aðeins hefði
verið um lítilfjörlegan hiksta að ræða.
Þeim mun ríkari var ástæðan til varfærni
að boginn hefur verið hátt spenntur hér á
landi og hækkun á markaði mjög úr takti
við það sem hefur gerst alls staðar annars
staðar í heiminum. Raunávöxtun af því
tagi sem sést hefur á íslenska hlutabréfa
markaðinum undanfarin ár getur hrein
lega ekki staðist. Hvers vegna hækkaði
vísitalan þá um 10% á tæpri viku? Höf
undur þessa dálks hitti fyrir nokkrum
dögum enn mesta sérfræðing um mark
aði hér á landi og hann var ekki í nein
um vafa um hvað væri að gerast: Þessu
er öllu saman handstýrt. Með öðrum
orðum þá er það ekki venjulegt framboð
og eftirspurn sem ræður verði hlutabréfa
heldur halda menn því uppi með því
að vera með falska eftirspurn. Í flestum
hlutafélögum hérlendis, ef ekki öllum, er
framboð flesta daga ekki meira en svo að
þeir sem hagsmuna eiga að gæta geta fjár
magnað kaupin. Það er ekki nema þegar
örvænting grípur um sig á markaðinum
að fjármagnið þrýtur og menn verða að
lækka verð. Hagsmunir kaupendanna af
því að verðið sé hátt eru augljósir. Nær
öll kaup eru mikið skuldsett og hlutabréf
in sjálf eru sett að veði. Ef verð á þeim
lækkar rýrnar veðið og bankinn grípur til
ráðstafana. Send eru út hraðbréf í ábyrgð
arpósti um að menn verði að setja meiri
tryggingar fyrir lánum en áður. Þeir sem
ekki vilja lenda í slíku hafa því mikla
hagsmuni af því að verðið sé hátt. Menn
kaupa ekki bréfin sjálfir í eigin nafni held
ur láta ótengda sjóði sem þeir hafa áhrif
á sjá um kaupin. Þetta þarf ekki að vera
slæmt því að oft hefur sýnt sig að þegar
stór hluti í félögum er seldur hefur verðið
verið þetta „markaðsverð.” Hættan er sú
verðið verði slitið úr öllum tengslum við
raunveruleikann og menn komist í þrot
með fjármagn. Þá er voðinn vís. bj
V í s b e n d i n g • 3 3 . t b l . 2 0 0 7
Allt handstýrt
framhald af bls. 3
ur eru fyrst og fremst óréttlátar ef menn
telja að þeir hafi haft misjafnan aðgang
að fjármagni, allir hafi ekki keypt á sömu
kjörum eða einhverjir hafi haft rangt við.
Eflaust má finna dæmi um þetta allt en að
gengi almennings og fyrirtækja að lánsfé
hefur aldrei verið betra en á undanförnum
árum og hlutabréfamarkaðurinn er öllum
opinn.
Talað er um að margir sérfræðingar
hafi lækkað laun sín og greiði sér arð eft
ir að skattur á hlutafélög lækkaði í 18%.
Eflaust má finna mörg dæmi um slíkt en
það er þó ekki meginstæðan fyrir hækkun
fjármagnsteknanna því að uppistaðan í
þeim er söluhagnaður vegna hlutabréfa.
Bankarnir hafa ekki viljað gefa upp
lýsingar um vaxtatekjur allra og bera við
bankaleynd. Þar sem staðgreiðsla er tekin
af öllum vöxtum er ekki um skattaund
anskot að ræða en samkvæmt lögum um
tekjutryggingu frá TR lækka lífeyrisbætur
hjá þeim sem eru með fjármagnstekjur.
Þeir sem ekki telja fram slíkar tekjur fá
því meira úr sameiginlegum sjóðum lands
manna en þeim ber. Þetta er óréttlæti og
óskiljanlegt að ekki gildi sömu reglur um
allar tekjur. Almennir launagreiðendur
hafa ekki val um það að senda upplýsing
ar um launagreiðslur til skattstjóra, jafnvel
ekki þeir sem hafa launaleynd.
Lorenzkúrfan
Sýnilegri mælikvarði á jöfnuð en Gini
mælikvarðinn er svonefnd Lorenzkúrfa.
Hún sýnir hve stór hluti einstaklinga fær
ákveðinn hluta teknanna. Ef fullkominn
jöfnuður ríkir er hún bein lína með 45
gráðu halla. Fullkominn ójöfnuður birtist
í því að kúrfan er flöt framan af en stekk
ur svo upp í lokin.
Á mynd 4 sjáum við hvernig launatekj
ur annars vegar og fjármagnstekjur hins
vegar endurspeglast á Lorenzkúrfu fyrir
árið 2006. Launatekjurnar eru tiltölulega
nálægt beinu línunni og mynda falleg
an feril en fjármagnstekjurnar skiptast
mun ójafnar og ferillinn er klunnalegur.
Ójöfnuðurinn þar er vissulega mjög mik
ill. Ginimælikvarðinn og Lorenzkúrfan
eru raunar náskyld. Stuðullinn svarar til
flatarmálsins á milli kúrfunnar og beinu
línunnar.
Niðurstaða
Þessi athugun bendir til þess að hér á
landi sé tiltölulega lítill mismunur milli
launatekna hinna mismunandi tekjuhópa
og að sá munur hafi verið stöðugur í um
áratug þrátt fyrir að rauntekjur hafi auk
ist mikið. Þetta sýnir að tekjuaukning
in hefur skilað sér tiltölulega vel til allra
tekjuhópa. Á sama tíma margfaldast vægi
fjármagnstekna. Þær aukast hjá öllum
tekjuhópum en miklu meira hjá þeim
tekjumeiri en hinum tekjuminni. Það er
mjög alvarlegt ef menn í ábyrgðarstöðum
í verkalýðshreyfingunni láta tilfinningar
bera sig ofurliði þegar þeir setja fram kröf
ur. Þrátt fyrir einstök dæmi um ofurlaun
er bil milli hópa ekki að aukast svo að telj
andi sé.
fjármagnstekjur. Þeir sem ekki telja fram slíkar tekjur fá því meira úr sameiginlegum
sjóðum landsmanna en þeim ber. Þetta er óréttlæti og óskiljanlegt að ekki gildi sömu
reglur um allar tekjur. Almennir launagreiðendur hafa ekki val um það að senda
upplýsingar um launagreiðslur til skattstjóra, jafnvel ekki þeir sem hafa launaleynd.
Lorenz-kúrfan
Sýnilegri mælikvarði á jöfnuð en Gini-mælikvarðinn er svonefnd Lorenz-kúrfa. Hún
sýnir hve stór hluti einstaklinga fær ákveðinn hluta teknanna. Ef fullkominn jöfnuður
ríkir er hún bein lína með 45 gráðu halla. Fullkominn ójöfnuður birtist í því að kúrfan er
flöt framan af en stekkur svo upp í lokin.
Mynd 4. Lorenenz-kúrfa sem sýnir dreifingu launa og fjármagnstekna árið 2006
Heimild: rsk.is, útreikningar Vísbendingar.
Á ynd 4 sjáum við hvernig launatekjur annars vegar og fjármagnstekjur hins vegar
endurspeglast á Lorenz-kúrfu fyrir árið 2006. Launatekjurnar eru tiltölulega nálægt beinu
línunni og mynda fallegan feril meðan fjármagnstekjurnar skiptast mun ójafnar og
ferillinn er klunnalegur. Ójöfnuðurinn þar er vissulega mjög mikill. Gini-mælikvarðinn
og Lorenz-kúrfan eru raunar náskyld. Stuðullinn svarar til flatarmálsins á milli kúrfunnar
og beinu línunnar.
Niðurstaða
Mynd4.Lorenenz-kúrfasemsýnirdreifingulauna
ogfjármagnsteknaárið2006
V
Heimild: rsk.is, útreikningar Vísbendingar.