Vísbending


Vísbending - 26.10.2007, Page 1

Vísbending - 26.10.2007, Page 1
ur átt sér stað á und­anförnum árum sé að öllu leyti „verðbóla“ þar sem band­aríska „baby boom“ kynslóðin hlýtur að hafa haft einhver áhrif. Þá er ekki verið að tala um hvernig framboðið eltir eftirspurnina sem gerist yfirleitt ef það er á annað borð möguleiki að byggja meira, held­ur tilurð eftirspurnarinnar. Það var einungis nýlega sem einhverjar áhugaverðar staðreynd­ir fóru að birtast um þetta efni. Rannsókn sem hefur vakið talsverða athygli að und­­ anförnu var gefin út af seðlabankanum í Atlanta í september síðastliðnum.1 Rann­ sóknin bend­ir til þess að ástæðuna fyrir því að þeim sem eiga eigið húsnæði hefur fjölgað úr 64% í 69% frá 1994 til 2005 í Band­aríkjunum megi að miklu leyti rekja til nýsköpunar í lánasamningum. Með nýjungum í lánasamningum má útskýra um 56­70% af aukningunni en með lýð­ fræðilegum þáttum 16­31%. Þessar niður­ stöður hafa vald­ið talsverðum áhyggjum í Band­aríkjunum vegna þess að nýjungarn­ ar í lánasamningum sem verið er að tala um felast í því að fasteignakaupend­ur hafa tekið tvö lán, eitt stórt húsnæðislán fyrir um 80% kaupverðs og svo annað minna fyrir afganginum þannig að útborgunin hefur orðið eins lág og mögulegt er. Þetta er áhyggjuefni vegna þess að það eru þessi minni lán sem hafa orðið vand­­ ræðalán þegar þau hafa gjald­fall­ ið í stórum stíl og það hefur gert það að verkum að bankar hafa hert á lánskröfum. Á sama tíma eru það hins vegar þessi minni lán sem hafa gert það að verkum að fólk hefur í auknum mæli keypt eigið húsnæði. Með öðrum orð­ um, þegar búið er að d­raga veru­ lega úr möguleikum fólks á að fá lán fyrir fasteign að fullu hefur verið klippt á ástæðuna fyrir því að fólk kaupir í auknum mæli eig­ ið húsnæði en það var jafnframt 26. október 2007 41. tölublað 25. árgangur ISSN 1021­8483 1 2 4Ef varanleg hliðrun hefur átt sér stað á húsnæðisverði á Ísland­i er engin ástæða til þess að hafa áhyggjur af verðlækkunum. Guðmund­ur Magnússon og Stefán Már Stefánsson fjalla um peningamál á Ísland­i í fyrstu grein af þremur um upptöku evrunnar. Þeir fjalla um sveiflur krónunnar í sam­ anburði við aðra gjald­miðla, verðbólgu og vexti og hvað þarf til að íslenskir stjórnmála­ menn setji málið á d­agskrá. Bened­ikt Jóhannesson fjallar um frambjóð­ end­ur til forseta­ kosninga í Band­a­ ríkjunum. 3 Vikurit um viðskipti og efnahagsmál Varanleg hliðrun eða verðbóla? V í s b e n d i n g • 4 1 . t b l . 2 0 0 7 1 Verulegur samd­ráttur á byggingamarkaði og skuld­avand­amál almennings eru ekki óskastaða bankanna. Hugtakið „verðbóla“ er sjald­an notað af bankamönnum en er mikilvægt í orðaforða hagfræðinga. „Verð­ bóla“ felur í sér, í klassískri hagfræði, að ákveðið ójafnvægi hafi skapast en það verði leiðrétt. Skemmtilegasta útskýringin, sem kemur úr fjármálafræðunum, er fólgin í „meiri­bjána­kenningunni“ sem felur í sér að fólk er líklegt til þess að kaupa á hvaða verði sem er af því að það held­ur að það komi einhver „meiri bjáni“ og kaupi af því á hærra verði en það keypti á. Hugmynd­­ irnar um jafnvægiskenninguna og „meiri bjánana“ eru byggðar á vægðarlausri rök­ hyggju þar sem rökleysan er ójafnvægi eða bjánaleg hegðun. Nýj­ungar í lánasamningum Nú er ekki svo að Land­sbankamenn hafi fund­ið upp þennan frasa í þessu samhengi þar sem svipaðar staðhæfingar hafa verið notaðar um band­aríska húsnæðismark­ aðinn. Talsverðar verðlækkanir í Band­a­ ríkjunum, og einnig í Evrópu, hafa hins vegar bent til þess að staðhæfingar um „varanlega hliðrun“ eigi við takmörkuð rök að styðjast. Á hinn bóginn er held­ur ekki trúanlegt að sú verðhækkun sem hef­ Framhald á bls. 4 Í Veg­vísum Land­sbankans þann 19. september síðastliðinn mátti lesa: „Fólksfjölgun og breytingar á húsnæðis­ lánamarkaði hafa haft mikil áhrif á fasteigna­ markaðinn og líklegast er að sú hliðrun á verði sem átt hefur sér stað sé varanleg.“ Sérfræðingar Land­sbankans hafa einnig sagt svipaða sögu við önnur tækifæri. Það er áhugavert að þessi staðhæfing skyld­i ekki vekja meiri athygli en raun ber vitni vegna þess að í þessari túlkun felst að engin ástæða sé til þess að óttast verðlækkanir á húsnæði á Ísland­i. Orðaleik­ur? Ef hækkanir á húsnæðisverði und­anfarin ár eru merki um „varanlega hliðrun“ þá er verið að gefa í skyn að húsnæðisverð muni ekki lækka en hugsanlega hækka enn meira. Þetta er talsvert önnur túlkun á verðhækk­ unum en sú sem felst í orðinu „verðbóla“ þar sem þá er ekki spurning hvort verð muni lækka held­ur hvenær. „Varanleg hliðr­ un“ er hugtak sem er oftar notað í rekstr­ arhagfræði en þjóðhagfræði og með því er gefið í skyn að und­irliggjand­i þættir hafi breyst til frambúðar þannig að nýtt jafn­ vægi hafi mynd­ast. Ef hugtakið „varanleg hliðrun“ er klassísk­ ur orðaleikur sem gengur út á að reyna að breyta stemmingunni á markaðinum með orðabreytingum ­ en slíkt hafa band­arískir pólitíkusar tileinkað sér ­ þá er þetta athygliverð tilraun. Með hliðsjón af því að mjög takmarkaðar rannsóknir fylgd­u þessari staðhæf­ ingu Land­sbankasérfræðinganna þá er þetta óvitlaus tilgáta. Auðvitað þjónar það hagsmunum bankanna að hald­a fasteignamarkaðinum stöð­ ugum eða að ýta und­ir enn frekari bjartsýni. Ef það væri hægt að fá einhverja til að bíta á að verðhækk­ anir væru „varanleg hliðrun“ er lík­ legt að hægt sé að d­raga aðeins úr taugatitringnum á markaðinum. Land 1996 2003 Breyting (%-stig) Spánn 76% 85,3% 9,3 Grikkland 70% 83,6% 13,6 Ítalía 67% 75,5% 8,5 Belgía 65% 72,9% 7,9 Lúxemborg 66% 70,8% 4,8 Bretland 67% 70,6% 3,6 Danmörk 50% 65,0% 15 Frakkland 54% 62,7% 8,7 Svíþjóð 43% 59,9% 16,9 Heimild: UNECE. Upplýsingar varðandi þetta hlutfall á Íslandi liggja ekki fyrir og það er ekki alveg hlaupið að því að reikna það út, út frá þeim upplýsingum sem Fasteignamat ríkisins býr yfir. Hins veg r má áætla að því f ki sem á eigið húsnæði hafi fjölgað verulega á síðustu árum og það útskýrir m.a. þær verðhækkanir se orðið hafa á íslenska markaðinum. Það er lítill vafi að það hefur orðið hliðrun hvað varðar eignarhald en spurningin er hversu varanleg þessi hliðrun er. Ef við gefum okkur að áhrif lánagjörninga hafi haft talsverð áhrif á nýkaup í Evrópu, rétt eins og í Bandaríkjunum, er hugsanlegt að það geti einnig orðið afturkippur hvað þetta varðar í Evrópu þegar möguleikar til þess að kaupa fasteignir eingöngu fyrir lánsfé minnka. Afleiðingarnar eru lækkanir á markaðinum annars vegar vegna aukins framboð nýbygginga og hins vegar vegna þess að þeim sem búa í eigin húsnæði fækkar á ný. Vanmat? Spurningin um hvort þær verðhækkanir sem orðið hafa á fasteignamarkaðinum séu „varanleg hliðrun“ eða „verðbóla“ er áhugaverð vegna þess að fasteignaverð hefur leikið lykilhlutverk í þeirri uppsveiflu sem einkennt hefur mörg efnahagskerfi að undanförnu. Ástæðan er að hærra fasteignaverð hefur ýtt undir fjárfestingar og neyslu. Spurningin um hvort fasteignaverð muni standa í stað og jafnvel hækka eða að öðrum kosti lækka er þess vegna mikilvæg þar sem lækkandi fasteignaverð getur haft töluverð áhrif á fjárfestingar og neyslu og þar af leiðandi hagvöxt almennt. Sérfræðingur Goldmans Sachs hefur bent á að bankar hafi verulega vanmetið hugsanlegar lækkanir á fasteignamarkaði ef hækkanirnar má að miklu leyti rekja til lánagjörninga sem eru ekki líklegir til að vera varanlegir.2 Í sjálfu sér er þetta það sem margir hagfræðingar hafa verið að benda á en hin haldbæru talnarök á eftirspurnarhliðinni hafa aukist. 2 „A Troubled ‘Ownership Society’“ eftir Peter Coy í BusinessWeek, 22. október 2007. Heimild: UNECE. Tafla 1. Hlutfall fólks sem býr í eigin húsnæði

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.