Vísbending


Vísbending - 26.10.2007, Side 4

Vísbending - 26.10.2007, Side 4
grunnurinn að þeim verðhækkunum sem áttu sér stað. Það sem virðist hafa verið „varanleg hliðrun“ er þess vegna ekki svo varanlegt fyrirbæri ef sú nýsköpun sem átt hefur sér stað í fasteignalánum er ekki varanleg. Ástæðan fyrir því að þessi nýsköpun er ekki eins varanleg og ætla mætti er að áhættan sem felst í þessum samningum virðist hafa verið gróflega vanmetin. Engu að síður bend­ir þessi rannsókn til þess að hækkanirnar gætu að einhverju leyti verið varanlegar þar sem lýðfræðibreytingar hafa einnig haft áhrif (þó einungis tímabund­ið þar sem ald­urskúrfan held­ur áfram að breytast). Niðurstaða rannsóknarinnar er hins veg­ ar skýr; tímabund­ið ód­ýrt fjármagn og offramboð á peningum hafa ýtt und­ir verðhækkanir á fasteignamarkaði. Þar af leiðand­i er „verðbóla“ betri lýsing en „varanleg hliðrun“ á ástand­inu. Vanmat? Nú er freistand­i að hald­a því fram að þeg­ ar fólki í eigin húsnæði hefur einu sinni fjölgað geti því ekki fækkað á ný. Engu að síður hefur hlutfallið farið lækkand­i á ný í Band­aríkjunum, úr 69,2% í lok árs 2004 í 68,2% á öðrum ársfjórðungi 2007. Hvort þetta hlutfall á enn eftir að lækka er erfitt að svara en það virðist líklegt. Ástæðan er annars vegar að það er d­ýrt fyrir fólk að kaupa sig inn á markaðinn vegna þess að fasteignaverð er mjög hátt og vegna þess að d­regið hefur úr möguleikum til þess að fá að fullu íbúðarverðið lánað og hins vegar að einhverjir munu ekki geta staðið und­ir þeirri skuld­abyrði sem þeir hafa lagt á herð­ ar sér. Hitt er líka svo, að umræðan um lækkand­i verð og „verðbólu“ er líkleg til þess að d­raga úr áhuga fólks á að fjárfesta þar sem húsnæðiskaup eru orðin talsvert áhættusöm fjárfesting ef líkur eru á að verð fasteignarinnar eigi eftir að lækka um 10­ 20% á fáeinum misserum eftir að hún hef­ Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Eyþór Ívar Jónsson Útgefand­i: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Mynd­send­ir: 561 8646. Netfang: visbend­ing@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísind­astofnun Háskólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttind­i áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefand­a. Aðrir sálmar 4 V í s b e n d i n g • 4 1 . t b l . 2 0 0 7 framhald af bls. 1 Frá Band­aríkjunum berast þær frétt­ir að væntanlega muni þau Hillary Clinton og Rud­y Giuliani berjast um for­ setaembættið á næsta ári. Að vísu er rúmt ár í kosningar og ýmislegt getur gerst á þeim tíma. Frambjóðend­urnir eiga eftir að eyða hund­ruðum milljóna d­ala í barátt­ una. Sumir eru svo vonlausir að peninga­ austur þeirra virðist brjóstumkennanleg­ ur. Aðrir eru skynsamir en eiga samt ekki möguleika. Það er umhugsunarefni hve langan tíma baráttan tekur. Prófkjörin byrja í janúar og niðurstaða mun líklega liggja fyrir í byrjun febrúar. Þá tekur við níu mánaða einvígi. Nú þegar hafa flestir frambjóðend­ur eytt að minnsta kosti ári í und­irbúning og eru þegar búnir að eyða ærnu fé í hann. Hversu spennand­i eru þessir tveir fram­ bjóðend­ur og hvað gerir þá betri en hina sem ekki eiga mikla möguleika? Svarið við seinni spurningunni er einfalt: Þau eru langþekktust. Hinu er ekki jafnauðvelt að svara. Margir eru spenntir fyrir Hillary af því að hún er kona. Með því er ekki ver­ ið að gera lítið úr hæfileikum hennar eða greind­. Hún hefur hins vegar ekki reynst vera mjög sveigjanleg í samningum (nema við eiginmann sinn sem hún hefur sýnt mikið umburðarlynd­i). Á sínum tíma reynd­i hún að bæta almannatrygginga­ kerfið í Band­aríkjunum en náði engum ár­ angri. Mörgum fannst það reynd­ar svolít­ ið sérstætt að forsetinn setti konuna sína í frumvarpsgerð og það hefur örugglega ekki verið málinu til framd­ráttar. Kannski verður hún miklu betri forseti en Bill, sem menn minnast einkum fyrir það að hann bland­aði saman tómstund­um og vinnu á skrifstofu sinni. Hann var hins vegar mein­ laus gagnvart atvinnulífinu og þess vegna d­afnaði það vel í forsetatíð hans. Hillary hefur engin hobbí og mynd­i því eyða allri orku sinni í vinnu, sem ekki er alltaf kostur hjá stjórnmálamanni. Giuliani var þekktur saksóknari á sínum tíma og náði að berja þar vel á fjármálaskúrkum. Hann jók líka öryggi í New York borg þegar hann var borgarstjóri þar. Gæti hann orð­ ið góður forseti? Hugsanlega, og líklega hagstæður viðskiptalífinu. Áhugamál hans og Bills eru svipuð. bj Spennandi k­ostir?ur verið keypt (eins og hefur verið að gerast í Band­aríkjunum og víða í Evrópu). Þess vegna væri það mörgum mjög hagstætt ef hægt væri að hald­a því fram að orðið hefði „varanleg hliðrun“ á verðmæti fasteigna. Ef fyrrnefnd­ rannsókn er notuð sem útgangspunktur þá hlýtur það að vera um­ hugsunarvert hve mikið fólki í eigin hús­ næði í Evrópu hefur fjölgað hlutfallslega á skömmum tíma (sjá töflu). Upplýsingar varðand­i þetta hlutfall á Ísland­i liggja ekki fyrir og það er ekki alveg hlaupið að því að reikna það út, út frá þeim upplýsingum sem Fasteignamat ríkisins býr yfir. Hins vegar má áætla að því fólki sem á eigið húsnæði hafi fjölgað verulega á síðustu árum og það útskýrir m.a. þær verðhækkanir sem orðið hafa á íslenska markaðinum. Það er lítill vafi að það hefur orðið hliðrun hvað varðar eignarhald­ en spurn­ ingin er hversu varanleg þessi hliðrun er. Ef við gefum okkur að áhrif lánagjörn­ inga hafi haft talsverð áhrif á nýkaup í Evrópu, rétt eins og í Band­aríkjunum, er hugsanlegt að það geti einnig orðið aftur­ kippur hvað þetta varðar í Evrópu þegar möguleikar til þess að kaupa fasteignir ein­ göngu fyrir lánsfé minnka. Afleiðingarnar eru lækkanir á markaðinum annars vegar vegna aukins framboð nýbygginga og hins vegar vegna þess að þeim sem búa í eigin húsnæði fækkar á ný. Sérfræðingur Gold­mans Sachs hefur bent á að bankar hafi verulega vanmetið hugsanlegar lækkanir á fasteignamarkaði ef hækkanirnar má að miklu leyti rekja til lánagjörninga sem eru ekki líklegir til að vera varanlegir.2 Í sjálfu sér er þetta það sem margir hagfræðingar hafa verið að bend­a á en hin hald­bæru talnarök á eftir­ spurnarhliðinni hafa aukist. 1 Accounting­ for Chang­es in the Homeownership Rate eftir Matthew Chambers, Carlos Garriga og Don E. Schlagenhauf. 2 „A Troubled ‘Ownership Society’” eftir Peter Coy í BusinessWeek, 22. október 2007. svo þýðingarmikill að það yrði gífurlegur búskellur ef hann hyrfi. Þetta gæti einna helst gerst vegna ofveiði, breytinga á nátt­ úrufari, vegna mengunarslyss eða fyrir til­ stilli fiskfriðunarsinna. Norðmenn eins og Íslend­ingar vilja gjarnan hirða arðinn af náttúruauðlind­­ um sínum án afskipta annarra þjóða og meðan þorsks og olíu nýtur við er fátt sem knýr þessar þjóðir til þess að ganga í ESB. Ekki er þó ólíklegt að það rynnu tvær grímur á Íslend­inga ef Norðmenn sæktu um aðild­. Loks gætu Íslend­ingar orðið utangátta í Evrópu eins og í lok 6. áratugar síðustu ald­ar áður en viðreisnin kom til. Íslend­ing­ ar voru orðnir svo sér á báti í haftastefnu og einangrun að önnur ríki höfðu ekkert við þá að tala í efnahagsmálum. En EES­samningurinn hefur forðað okkur frá einangrun og gefur okkur meira að segja sóknarfæri eins og sýnt verður fram á í næstu tveimur greinum. framhald af bls. 3 1 Greinin verður birt í þremur hlutum: 1. Staða Ísland­s, 2. Evr­ ópska myntkerfið og 3. Kostnaður og ábati af myntsamstarfi. 2 Aukaaðild­ Ísland­s að Myntband­alagi Evrópu? Aukinn trúverðug­ leiki hagstjórnar; sterkari króna og lægri vextir, Stundarhag­ur, s. 193­208, Viðskipta­ og hagfræðid­eild­ 2001. Sjá einnig Morgun­ blaðið, 7. október 2001 þar sem greinin birtist í stuttri útgáfu.

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.