Vísbending


Vísbending - 20.06.2008, Blaðsíða 1

Vísbending - 20.06.2008, Blaðsíða 1
náð og því væri góður tími til að afhenda öðrum stjórnartaumana. „Nú sitjum við með stærsta frystigeymslufyrirtæki í heimi og stærsta skipafélag í gámaflutningum innan Evrópu.“ Ekki var að sjá á þessum ummælum að neitt hafi verið að rekstrinum þegar hann hætti. Enginn fjölmiðill kafaði í málið á þeim tíma. Athyglisvert er að 11. júní síðastliðinn fjallar stjórnarformaður Eimskipafélagsins um málið í viðtali við visir.is þar sem hann gagnrýnir fyrri stjórnendur. „Það er alveg ljóst að stjórnendur Eimskip hafa klúðrað þessu big time“. Síðar í sama viðtali segir hann aðspurður um áhrif þessarar gríðarlegu afskriftar að eiginfjárhlutfallið sé komin niður í 16 prósent eftir þetta áfall sem sé algjörlega óásættanlegt. Þegar árshlutareikningur félagsins var kynntur þann 19. sama mánaðar kom í ljós að eiginfjárhlutfallið var 14,4%. Hvers vegna gaf stjórnarformaðurinn yfirlýsingu um hærra hlutfall nokkrum dögum áður? Kannski vissi hann ekki nákvæmlega hvert hlutfallið yrði. Ef svo var hefði verið betra að þegja um það en gefa markaðinum upplýsingar sem reyndust rangar. Nýsir hefur komið víða við undanfarin ár. Í vor kom fram að reksturinn gekk ekki vel í fyrra og tap var á fimmta milljarð. Á netmiðlinum visir.is kom stutt frétt 18.6.: „Kauphöllin hefur sett skuldabréf Nýsis á Athugunarlista vegna óvissu um framtíð útgefanda. Í tilkynningu Kauphallarinnar er vísað til tilkynningar frá félaginu fyrr í dag vegna greiðsluerfiðleika félagsins.“ Nýsir er ekki skráður á hlutabréfa­ markaði en skuldabréf hans hafa verið skráð og það setur upplýsingaskyldu á félagið. Henni virðist ekki hafa verið sinnt. gengið hafa sögusagnir um erfiðan rekstur Nýsis og greiðsluerfiðleika. Fréttin bendir til þess að sögusagnirnar hafi átt við rök að styðjast. Ef svo var, hvers vegna 20. júní 2008 22. tölublað 26. árgangur ISSN 1021­8483 1 2 4Hvers vegna vilja fyrirtæki ekki upplýsa almenning og hvers vegna spyrja fjölmiðlar einskis? Hlutabréfavísitala en nú jafnhá og hún var fyrir þrem árum. Eru fyrirtækin öll jafnsett? Spá var miklu blómaskeiði á Austurlandi í kjölfar álvers. Er það komið? Hvers vegna láta mótmælendur kvartanir bitna á saklausum almenningi? 3 Vikurit um viðskipti og efnahagsmál Fjölmiðlar og fyrirtæki V í s b e n d i n g • 2 2 . t b l . 2 0 0 8 1 Inga Jóna sem telur nauðsynlegt að gerðar verði ákveðnar ráðstafanir til að tryggja að stjórnunarhættir verði í fullu samræmi við þann ramma sem samþykktir félagsins og starfsreglur kveða á um.“ Í lok ræðu sinnar lagði Inga Jóna áherslu á að traust væri undirstaða í öllum viðskiptum. Í ljósi þess að FL Group var á þessum tíma skráð félag hefði mátt ætla að fjölmiðlar og eftirlitsaðilar hefðu kappkostað að finna út hvað olli þessum dramatísku viðbrögðum stjórnarmannanna og forstjórans sem einnig hætti störfum í kjölfarið. Nýr stjórnarformaður svaraði hins vegar fyrirspurnum með skætingi og komst upp með það. Aldrei hefur verið upplýst opinberlega hvað gerðist. Talað var um að málið tengdist viðskiptum með Sterling flugfélagið sem FL Group átti í um tíma. Athygli vakti að Sterling sexfaldaðist í verði á skömmum tíma. Enn hefur ekki komið í ljós hvað olli þessari miklu verðmætaaukningu og hvert hlutverk FL Group var í þeirri verðmætaaukningu. Hvar voru fjölmiðlarnir? Ekkert enn Að undanförnu hefur skyndilega komið upp umræða um tvö fyrirtæki sem virðast í vanda stödd. Í Morgunblaðinu birtist sérstæð fyrirsögn um Eimskipafélagið 17.6.2008: „Ekkert saknæmt enn komið í ljós“. Fréttin fjallaði um kaup félagsins á breska félaginu Innovate Holdings. Í fréttum hefur komið fram Eimskipafélagið afskrifaði um níu milljarða króna hlut sinn í Innovate fyrr í júní. Í febrúar var ljóst að forsendur fyrir kaupunum voru brostnar. Forstjóri Eimskips hvarf skyndilega frá störfum í febrúar, svo snögglega að ekki var ráðinn annar forstjóri í hans stað mánuðum. Við starfslok sagði forstjórinn fráfarandi að þeim markmiðum sem sett voru þegar hann tók við félaginu væri Íslendingar hafa tekið því afar illa hvernig erlend blöð hafa skrifað um Ísland. Margir hafa beinlínis talið að um illgirni og öfund væri að ræða. Auðvitað er erfitt að útloka slíkt og víst er að mörgum Dönum hefur sviðið að sjá íslensk fyrirtæki kaupa þjóðargersemar á borð við Magasin du Nord og Sterling. Gildir þá einu að um árabil hafi verið tap á fyrirtækjunum og engir þarlendir viljað líta við þeim þegar reynt var að selja þau áður. Íslenskir fjölmiðlar hafa undafarin ár lítið fjallað um fyrirtækin yfirhöfuð nema með hástemmdu tali um útrás og snilli íslensku víkinganna. Minnst hefur verið um það talað hvernig reksturinn gangi. Því miður hefur á Íslandi vantað hlutlausa umræðu sem hvorki einkenndist af öfund eða blindri hrifningu. Hvað gerðist í FL? Í júní 2005 gerðust þau óvenjulegu tíðindi að allir stjórnarmenn í FL Group nema formaðurinn sögðu af sér úr stjórninni. Samkvæmt frásögn Morgunblaðsins þann 11. júlí 2005 ræddi einn þessara stjórnar­ manna um málið á hluthafafundi: „Inga Jóna Þórðardóttir bað um orðið eftir að Hannes hafði lokið ræðu sinni og gerði grein fyrir brotthvarfi sínu, sem tilkynnt var á stjórnarfundi 30. júní síðastliðinn. Hún sagði að á síðustu vikum hefði henni orðið það ljóst að starfshættir innan stjórnar félagsins hefðu ekki verið með þeim hætti sem hún teldi að samþykktir félagsins og starfsreglur segðu til um. Hún benti á að í ársskýrslu Flugleiða fyrir árið 2004 kæmi fram að stjórnin legði sérstaka áherslu á að viðhalda góðum stjórnunarháttum og tilgreindar væru sérstaklega Leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja sem Verslunarráð Íslands, Kauphöll Íslands og Samtök atvinnulífsins komu að. „Í veigamiklum atriðum er verulegur misbrestur á að farið sé eftir þeim reglum, sem í gildi eru,“ sagði framhald á bls. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.