Vísbending


Vísbending - 20.06.2008, Blaðsíða 2

Vísbending - 20.06.2008, Blaðsíða 2
Til samanburðar þykir eðli­ leg ávöxtun á þroskuðum mörkuðum til lengri tíma á vera á bilinu 10­15%. Ávöxtunin er því enn töluvert yfir meðalávöxtun flestra erlendra markaða og myndu margir vel við una. Nú eru hlutabréf líkast til nær raunverulegu virði félaganna þótt erfitt sé að segja til um það nákvæmlega. Svona tímabil eru einnig nauð synleg fyrir fyrirtæki sem þurfa nú að fara í gegnum eðlilegt aðlögunarferli og horfa meira á kostnaðarhliðina á rekstrinum. Þannig er hafið nýtt tímabil hagræðingar og endurskipulagningar þar sem tækifæri býðst til að sanna sig og vinna til baka traust fjárfesta. Til lengri tíma leitar hlutabréfaverð almennt uppá við. kfs 2 V í s b e n d i n g • 2 2 . t b l . 2 0 0 8 Þegar úrvalsvísitalan, OMX Iceland 15 náði hámarki í júlí 2007 í 9.016 stigum hafði hún fimmfaldast á fjórum árum. Það gerir meðal ávöxtun uppá 56% á ári. Svo há ávöxtun á markaði ár eftir ár verður að teljast í hæsta máta óeðlileg og erfitt fyrir fyrirtæki að standa undir henni. Líklegt er að hátt gengi hafi stafað af bjartsýni íslenskra fjárfesta. Mikil eftirspurn eftir bréfum á uppleið veldur því að bréfin hækka enn meira í verði. Að lokum kemur svo að því að markaðsvirði fer yfir raunverulegt virði fyrirtækjanna. Því var ekki við öðru að búast en að bólan myndi á endanum springa. Verið getur að hún hefði sprungið síðar ef ekki hefði komið til lausfjárkreppa í kjölfar vanefndra undirmálslána eða minnkandi trausts erlendra fjárfesta á íslenskum efnahag, en fallið hefði þá orðið enn meira. Í frjálsu falli Síðan hámarki var náð hefur úrvals­ vísitalan fallið um meira en helming en hún mældist aðeins 4.429 stig föstudag 13.6. 2008 og hefur ekki verið lægri síðan 3.8. 2005. Þannig hefur meðalhækkun hlutabréfa síðastliðin þrjú ár gengið til baka. Hlutabréf í SPRON hafa lækkað mikið í verði en verðmæti þeirra er innan við fjórðungur af því sem það var fyrir einungis átta mánuðum. Verðmæti Blaðran sprungin Taflan Sýnir ávöxtun hlutabréfa yfir tímabilið 3. ágúst 2005 til 12. Júní 2008. Ávöxtun nýrri fyrirtækja er sýnd frá upphafsdegi þeirra. Heimild: Tölurnar eru unnar úr gögnum frá Landsbanka Íslands. hlutabréfa í stóru bönkunum þremur er meira en fyrir þremur árum, Glitnir og Landsbankinn hafa hækkað um 12% og 13% en Kaupþing um 37%. Önnur fjármála fyrirtæki hafa flest lækk að í verði. Þá hefur fjölmiðlafyrirtækið 365 lækkað töluvert í verði en ákveðið hefur verið að fyrirtækið verði tekið af markaði. Marel og Nýherji skera sig úr öðrum fyrirtækjum og hækka mikið, en bréf í Marel seljast á 52% hærra verði en fyrir þremur árum og bréfin í Nýherja hafa hækkað um 72%. Tími hagræðingar Það er mjög eðlilegt að hlutabréfaverð sveiflist. Hjarðhegðun íslenskra fjárfesta eykur svo á þessar sveiflur. Þrátt fyrir að úrvalsvísitalan hafi lækkað um meira en helming frá hæstu stöðu er hún enn 208% hærri nú en á sama tíma árið 2003. Meðalávöxtun hlutabréfa hefur því verið um 25% síðastliðin fimm ár. Á fimm ára tímabili hefur góð ávöxtun verið af bréfum í mörgum félögum, þrátt fyrir að heildarvísitalan hafi ekki hækkað í tæplega þrjú ár. Félag Dags. Gengi Gengi 12. júní 2008 Heildar ávöxtun Me!al- ávöxtun 5 ára me!al- ávöxtun OMX Iceland 15 03.ágú.05 4.398 4.429 0,7% 0,3% 25% 365 hf. 03.ágú.05 4,31 1,15 -73% -38% -15% Atorka Group HF 03.ágú.05 5,95 6,4 8% 3% 32% Bakkavör 02.ágú.05 38,9 31,7 -19% -8% 18% Exista hf. 15.sep.06 22,6 8,65 -62% -42% - Fl Group 02.ágú.05 14,50 6,60 -54% -35% 8% Glitnir banki hf. 03.ágú.05 14,4 16,3 13% 5% 27% Hampi!jan hf. 29.ágú.06 8 5 -38% -23% - HB Grandi hf. 03.okt.06 12 10 -17% -10% - Hf. Eimskipafélag Íslands 20.jan.06 45,4 14,35 -68% -37% - Icelandair Group hf. 14.des.06 27,6 14,7 -47% -33% - Kaupthing Bank 03.ágú.05 558 765 37% 11% 39% Landsbanki Íslands hf. 03.ágú.05 20,8 23,3 12% 3% 41% Marel Food Systems hf. 03.ágú.05 59 89,7 52% 15% 37% N"herji hf. 03.ágú.05 12,8 22 72% 21% 22% Spron hf. 23.okt.07 16,7 3,89 -77% -90% - Straumur-Bur!arás hf. 03.ágú.05 13,15 10,07 -23% -9% 26% Teymi hf. 20.nóv.06 4,53 2,1 -54% -39% - Össur hf. 03.ágú.05 87 93 7% 2% 14% Heimild: Tölurnar eru unnar úr gögnum frá Landsbanka Íslands

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.