Alþýðublaðið - 30.10.1919, Page 2
2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Alþýðuflokksmenn! j
Gf-erist allir meölimir í
Iiaupíélagi yerkamanna.
Laugaveg 22 A. 8íini 7S8.
Yerkalýðshreyfingin
á Akureyri.
Um aldamótin síðustu var fyrst
stofnað verkamannafólag á Akur-
eyri. Tildrögin voru þau, að ósam-
komulag varð á milli Tryggva sál.
Gunnarssonar, sem var verkstjóri
við brautargerð á Akureyri, og
verkamanna, um vinnutímann,
sem verkamönnum þótti of lang-
ur, 12 tímar, eða jafnvel meira.
Fyrsti sigur verkamanna þar var
sá, að þeir fengu framgengt kröf-
um sínum um 10 stunda vinnu
á dag. En sá sigur var bein af-
leiðing af félagsstofnuninni og sam-
heldni verkamanna. En þar sem
félag þetta var aðallega stofnað
til þess að bæta kaupgjald verka-
manna, en hafði tæplega dýpri
rætur, og af því að ótrauða for-
vígismenn vantaði, sem væru
kunnir samskonar félagsskap ann-
arstaðar, þar sem hann var lengra
á veg kominn, lognaðist félagið
út af eftir skamma æfl.
Fáum árum síðar rakna svo
verkamenn aftur úr rotinu og
stofna það félag, sem enn er við
líði og standa mun með einna
mestum blóma íslenzkra verka-
mannafélaga. Fyrst framan af áttu
forvigsmenn félagsins við ýmsa
erfiðleika að búa, og sumir þeirra
misskildu jafnvel köllun sína, eins
og svo sorglega víða annarsstaðar
hefir brunnið við hjá forvígis-
mönnum verkamannafélaganna.
Og það voru ekki einu erfiðleik-
arnir. Verkamennirnir, margir
hverjir, voru blátt áfram andvígir
félaginu. Skriðdýrsnáttúran, sem
virðist svo rík í hugum sumra
manna, gerði félaginu erfitt um
andardráttinn. Þessi náttúra, sem
einkent hefir íslenzka alþýðu til
skams tíma. Þessi undirgefni og
auðmýkt fyrir peningavaldinu og
þeim, sem vinnu höfðu að bjóða,
sem eldir jafnvel enn eftir af, frá
því að sSuldaverzlunin var hér á
hæsta stigi og frá hinum mestu
niðurlægingartímum þjóðarinnar.
Verkamönnum gekk svo illa að
skilja það, að vinna þeirra var
vara, sem þeir sjálfir áttu alger-
lega yfir að ráða, engu síður en
varan sem kaupmennirnir höfðu
á boðstólnm. Þeir strönduðu á
þessum sjálfsagða skilningi, eins
og svo ótrúlega margir hafa
strandað á, bæði fyr og síðar, og
þó undarlegt megi virðast, stranda
á enn þann dag í dag.
Smám saman fóru þó verka-
menn, sem stóðu utan félagsins,
að sjá, að þeir höfðu gagn af fé-
lagsskapnum, jafnvel þó þeir stæðu
hjá og horfðu á gerðir hinna
hygnari starfsbræðra sinna. Þeir
fóru að fyrirverða sig fyrir að
styðja ekki stéttarbræður sína í
baráttunni fynr bættum kjörum,
og þeim fanst það smán, að vera
utan félags, en njóta þó góðs af
baráttu atorkumannanna. — Það
bregst ekki, að þeir sjá best gall-
ana, sem á þjóðfélagsskipulaginu
eru, og þess vegna eru þeir sjálf-
kjörnir foringjar alþýðuhreyfinga,
eins og yfirleitt allra hreyfinga,
sem lúta að þvi að bæta brestina
og græða mein þjóðfélagsins.
Hvað eftir annað reyndi félagið
að hafa áhrif á bæjarstjórnina, en
alt árangurslaust; það átti þar
enga talsmenn. Bæjarstjófnar-
kosningar snerust aðallega, ef ekki
eingöngu, um utanríkismál. Heima-
stjórrarmenn og sjálfstæðismenn
börðust þar um yfirtökin, bæjar-
málin komu ekki til greina yfir-
leitt. Þegar svo á bæjarstjórnar-
fundi kom, fóllust þessir flokkar
í faðma og sköruðu eld að sinni
köku, gerðu alt sem þeir gátu til
þess að þóknast stéttarbræðrum
sínum, en trössuöu bæjarmálin
fram úr hófi. Verkamenn, þeir
sem bezt sáu, skildu að við svo
búið mátti ekki standa, ef nokkur
áhugamál þeirra til endurbóta
ættu fram að ná, og buðu fram
menn úr sínum hóp. Valið á
þessum mönnum tókst oft mis-
jafnlega, og þeir, sem báru fram
kröfur verkamanna, fengu ekki
ætíð áheyrn, en þeir gáfust ekki
upp að heldur. Þeir vissu að mál-
efnið var gott og að baki þeim
stóð hópur einbeittra manna, sem
vissu hvað þeir vildu, enda þótt
þeir ættu við „ramman reip að
toga“, þar sem voru „höfðingjar"
og peningavald, ásamt gamalli
trygð við það, samfara hleypi-
dómum alþýðu. Fyrst framan af
fengu fulltrúar alþýðunnar ekki
miklu áorkað, það er að segja,
þeir komu ekki í gegnum bæjar-
stjórn mörgum málum verka-
manna, en á einu sviði unnu þeir
á, þeir unnu samúð og fylgi ým-
issa hugsandi manna utan verka-
mannaflokksins, auk þess sem
samheldni verkamanna jókst við
hverjar kosningar. (Frh.).
/.
Símslteyti.
Kaupmannahöfn 28. okt.
Frá Bússlandi.
Frá Reval er símað að Bolsi-
vikar hafi vígbúið kvennahersveit
til varnar Petrograd. Þeir hafa
tekið Krasnoje(?) Selo.
Frá írlandi.
„Daily Express" segir að Sinn
Fein hreyfingin magnist, lífi enskra
embættismanna sé hætta búin.
Frá fýzkalandi.
Frá ■ Berlín er símað að sendi-
herrann í Eystrasaltslöndunum hafi
verið kallaður heim.
„Lokal-Anzeiger“ segir að stjórn-
in reyni til þess, að endurreisa
fyrri samskifti við Rússland.
Frá Norcgi.
Frá Kristianiu er símað að vinstri-
menn sem fylgi stjórninni og soc-
ialdemokratar hafi tapað 210 sæt-
um við nýafstaðnar sveita- og bæj-
arstjórnakosningar.