Vísbending


Vísbending - 17.10.2008, Blaðsíða 1

Vísbending - 17.10.2008, Blaðsíða 1
17. október 2008 39. tölublað 26. árgangur ISSN 1021-8483 1 4Ein aðalorsök krepp-unnar nú er að traust á fjármálastofnunum heimsins er þorrið. Þrátt fyrir að framundan virðist þrengingar verða menn líklega ekki óhamingjusamari. Paul Krugman vann Nóbelsverðlaun í hagfræði fyrir kenningar um milliríkjaverslun. Enginn stjórnmálamaður studdi útrásarvíkingana jafn dyggilega og Ólafur Ragnar Grímsson. 3 Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V í s b e n d i n g • 3 9 . t b l . 2 0 0 8 1 Kreppan sem ríður yfir heims-byggðina hefur þurrkað út geysileg verðmæti. Á Íslandi hafa menn nefnt tölur allt frá 1.200 milljörðum króna. Ferðalangur sem hefði farið frá Íslandi í lok september og kæmi nú aftur sæi hins vegar eflaust engan mun. Húsin standa hér enn, vegirnir, fjarskipti og fólk er á sínum stað. Mörgum finnst erfitt að skilja að svona skyldi fara nánast í einu vetfangi. Það sem hvarf var traustið. Hvernig traust byggist upp Fyrir rúmu ári var hlutabréfamarkaður á Íslandi með miklum blóma. Flestir voru raunar á því að hlutabréfavísitölur væru allt of hátt skráðar, en eftir um 50% lækkun voru miklar vonir bundnar við að markaðurinn hefði náð að leiðrétta sig. Svo var ekki og eftir hrun bankanna er lækkunin á vísitölunni orðin meiri en 90%. Stór hluti af tapinu er vegna þess að traust hefur horfið. Menn leggja peninga í banka af ýmsum sökum. Bankar greiða vexti, það er þægilegt að þurfa ekki að burðast með peninga með sér, í gegnum banka er veitt greiðsluþjónusta og ekki síst teljum við að peningar séu öruggari í bankanum en heima hjá okkur. Allir treysta því að bankinn greiði peningana aftur. Þetta hefur verið svo sjálfsagt í huga okkar að menn velta því varla fyrir sér lengur. – Eða veltu því varla fyrir sér þangað til fyrir nokkrum vikum. Þá höfðu óveðursský hrannast upp yfir bönkum bæði erlendis og hér á landi og sparifjáreigendur fóru að verða smeykir. Fjöldi manns kom í bankana og vildi taka út háar fjárhæðir. Sumir tæmdu reikningana sína. Ekki minnkuðu áhyggjurnar við það að íslenskir bankar gátu ekki lengur útvegað gjaldeyri og gripu fyrst til skömmtunar og áttu loks enga útlenda peninga eftir. Verðmæti byggja á trausti Afsakið óþægindin Íslendingar eru ævareiðir vegna þess að nú lítur út fyrir að þjóðin þurfi að axla byrðar vegna innlánsreikninga í íslensku bönkunum í Bretlandi. Það er skiljanlegt. Íslensk fyrirtæki í einkaeigu stofnuðu til þessara viðskipta og hirtu af þeim allan arð. Almenningur stóð hjá og gat engin áhrif haft. Forseti lýðveldisins var í hlutverki klappstýrunnar, líklega með velþóknun þorra almennings. Mörgum fannst mikið til um afrek landa sinna. Enda voru þeir þekktir erlendis sem Íslendingarnir, ekki sem Jón Ásgeir og Björgólfur eða hverjir sem stóðu að kaupunum hverju sinni. Breskur almenningur, sveitarfélög, fyrirtæki og líknarfélög lögðu peninga inn á svonefnda Icesave reikninga. Um þá reikninga má lesa á heimasíðunni www.icesave.co.uk. Undir myndum af íslenskum jöklum og fossum stendur: Icesave: Clear difference. Á flipanum efst á síðunni stendur: „high interest savings account“. Það er ekki að undra að breskum sparifjáreigendum hafi litist vel á þessa reikninga og tengi þá Íslandi. Umsjónarmaður síðunnar hefur hins vegar ákveðið að setja eftirfarandi skilaboð inn núna: We are not currently processing any deposits or any withdrawal requests through our Icesave internet accounts. We apologise for any inconvenience this may cause our customers.“ Það er nefnilega það. Þú getur ekki tekið út af reikningnum þínum. Afsakaðu, ef þetta veldur þér einhverjum óþægindum. Eins og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, sagði: „Svona fór þetta og ekkert um það að segja.“ Ætli sé hægt að strá meira salti í sár sparifjáreigenda og skattgreiðenda? Íslensku bankarnir hafa að undanförnu talið sér til tekna að hafa náð inn svo mörgum útlendum sparifjáreigendum í viðskipti. Í skuldatryggingarálagi bankanna kom fram að erlendir fjármálasérfræðingar voru líka þeirrar skoðunar að þetta væri góð fjármögnunarleið. Álagið var minnst á Landsbankann sem hafði mestar innistæður útlendinga en mest á Glitni sem hafði ekki slíka reikninga. Ekki er langt síðan Hreiðar Már Sigurðsson, bankastjóri Kaupþings, sagði að grundvallarmunurinn á Kaupþingi og Glitni væri að fyrrnefndi bankinn hafði náð um 500 milljörðum af nýjum innistæðum en sá síðarnefndi engum. Í lausafjárkreppu er mikilvægt að hafa laust fé og jafnframt að skuldbindingar bankanna gjaldfalli ekki fyrirvaralaust. Þessu var ekki þannig varið með fyrrnefnda innlánsreikninga. Margir þeirra voru með litlum og jafnvel engum binditíma. Því þurftu bankarnir alltaf talsvert af lausu fé til þess að geta greitt út af reikningunum ef aðstæður breyttust. Forráðamönnum bankanna gat ekki dulist að þessir reikningar gátu við slæmar fréttir umbreyst í tímasprengju sem tifaði hratt niður eins og gerðist í byrjun október. Hvernig vinnst traustið á ný? Mjög erfitt verkefni bíður þeirra sem munu stýra bönkunum á næstu vikum og mánuðum. Þeir verða að halda áfram samskiptum við Breta, Hollendinga og aðra sem verja hagsmuni sinna þegna. Gordon Brown og Alistair Darling höguðu sér vissulega heimskulega gagnvart Íslendingum og hafa örugglega valdið bresku fjármálalífi skaða með glannalegum yfirlýsingum. Best hefði verið að menn hefðu strax í upphafi komið sér saman um að setja málin í eðlilegt samningsferli. Traustið milli stjórnmálamanna ríkjanna hvarf hins vegar og stundarhagsmunir birgðu mönnum sýn. Enn gæti lausnin falist í því að nýta eignir bankanna eins langt og þær ná og að stjórnir landanna kæmu sér saman um að greiða það sem á vantaði upp að tryggingarfjárhæðinni. Þannig kæmu 2 framhald á bls. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.