Vísbending


Vísbending - 17.10.2008, Blaðsíða 4

Vísbending - 17.10.2008, Blaðsíða 4
4 V í s b e n d i n g • 3 9 . t b l . 2 0 0 8 framhald af bls. 1 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Myndsendir: 561 8646. Net fang: visbending@heimur.is. Prentun: Oddi. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. Aðrir sálmar Þetta er fyrirsögn á gamansamri frétt ABC-sjónvarpsstöðvarinnar um það að Sara Palin sagðist engan þjóðhöfðingja hafa hitt. Með fréttinni fylgdi mynd af Ólafi og Söru. Ólafur Ragnar hefur mest allra stutt við útrásina. Í ræðu og riti var hann ólatur að hrósa íslensku víkingunum. Um áramótin síðustu sagði hann það hafa verið forréttindi sín að fá að leggja sókninni lið. Engum duldist að hann gerði sér far um að kynnast útrásarvíkingunum vel og náið. Forsetinn braut á sínum tíma blað með því að neita að staðfesta lög sem hefðu tryggt dreift eignarhald á fjölmiðlum. Þar með tryggði hann yfirráð auðmanna yfir öllum stærstu fjölmiðlum í einkaeign. Eftir það var ólíklegt að þaðan kæmi nauðsynleg gagnrýni á hvert stefndi þegar hennar var mest þörf. Með því að auðmenn gætu átt fjölmiðla sem hobbý, líkt og um fótboltalið væri að ræða skaðaðist heilbrigður fjölmiðlarekstur í landinu. Miklar niðurgreiðslur á blaðaútgáfu og fleiru hófust, þannig að þeir miðlar sem áður stóðu styrkum fótum eru nú komnir að fótum fram. Í Kastljósi sagði forsetinn þann 13. 10.: „Ég hef aldrei verið feiminn að horfast í augu við eigin mistök.“ Hvernig myndi hann bregðast við fjölmiðalögum núna? Forsetinn hefur undanfarið talað minna um útrásina og fjölmiðlalögin en fann í setningarræðu sinni á Alþingi 1. 10. verðugt baráttumál: „Sæmir það minningu þeirra fjölmörgu alþingismanna sem voru í fararbroddi baráttunnar fyrir frelsi að týna 1. desember í glatkistu hversdagsleikans eins og við höfum að mestu gert? Að vísu hefur verið gleðiefni á síðari árum að fagna þingheimi á Bessastöðum að kvöldi þessa dags en slíkur fagnaður er á engan hátt nægileg þakkargjörð. Við þurfum að færa þjóðinni 1. desember á ný.“ Forsetinn hefur að undanförnu heimsótt fyrirtæki í landinu. Hann byrjaði í sýndarveruleikafyrirtækinu CCP og fylltist bjartsýni. Því að eins og hann sagði í innsetningarræðu 1.8. síðastliðinn: „Forsetinn ber á sínum herðum ríkar skyldur, mikla ábyrgð.“ bj Hvernig gat ég gleymt Ólafi Ragnari Grímssyni? menn í veg fyrir að traust rýrnaði meira á öðrum bönkum. Málið flækist vegna þess að Alþingi hefur samþykkt að innlendar innistæður í bönkum séu tryggar. Þau lög mismuna mönnum innan Evrópska efnahagssvæðisins og alls óvíst að þau standist. Samt sem áður verða menn að halda áfram samningum við aðila innan lands og utan í því skyni að bjarga því sem eftir er af viðskiptavild Íslands. Auk þessa þarf að gæta þess að önnur fyrirtæki sogist ekki niður með bönkunum. Öll íslensk fyrirtæki munu verða fyrir tímabundnu mótlæti, þau þurfa að segja upp fólki, lækka laun og draga úr kostnaði. Allra leiða til hagræðingar mun verða leitað. Þetta þýðir að þegar kreppunni linnir eru fyrirtækin sem eftir standa mun sterkari en ella. Til þess að þetta verði hægt er nauðsynlegt að endurfjármagna reksturinn þannig að lánum verði breytt í samræmi við greiðslugetu fyrirtækjanna. Þetta er skynsamleg leið, því að þannig tryggja bankarnir hagsmuni sína gegn því versta sem gæti gerst væri. Að starfsemi, sem hefur gengið vel, hætti vegna þess að fjármagn vantar. Þá tapast mikil verðmæti. Til skamms tíma skiptir það miklu að tryggja að erlendir viðskiptavinir fái kröfur sínar greiddar. Fyrirtækin verða hins vegar að hætta „lúxusstarfsemi“ sem ekki gefur neitt af sér. Gjaldeyrismálin verða að ná jafnvægi á ný. Til skamms tíma þýðir þetta aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Til frambúðar verða Íslendingar hins vegar að fá gjaldmiðil sem þeir og aðrir geta treyst. Það er dapurlegt að heyra skynsama menn tala um að íslenska krónan sem einmitt gjaldmiðillinn sem okkar fámenna þjóð þurfi, vegna þess að verðgildi hennar endurspegli raunverulega stöðu þjóðarinnar og skammti henni lífskjör. Ekki er hægt að finna skýrari sönnun en ástandið nú um að þetta er rangt. Gengi krónunnar hefur verið of hátt skráð um árabil og þjóðin hefur lifað um efni fram vegna þess að erlent fjármagn hefur streymt að til þess að njóta hárra vaxta á Íslandi. Nú hefur hins vegar sótt í far frá fyrri tímum þar sem gengið er misjafnt eftir því hvar leitað er viðskipta. Erlendir aðilar virðast selja krónur á nánast hvaða gengi sem býðst. Sögur ganga af því að einhverjir hafi fengið 300 krónur fyrir evruna á sama tíma og hún gengur hér á landi á 150 krónur, en færri fá en vilja. Ráðamenn lýsa því yfir að krónan sé aðeins mælikvarði, en í sömu andrá telja þeir rétt að festa gengisvísitöluna í 175. Margir myndu sættast við vigtina ef þeir gætu fest hana í fyrirfram ákveðinni tölu. Traustur vinur Íslendinga vantar vini og bakhjarla. Í áratugi voru Bandaríkjamenn traustustu bandamenn þjóðarinnar. Nú þjónar slíkt ekki lengur hagsmunum Ameríkana og eins og forsætisráðherra sagði þurfum við nýja vini. Það kann vel að vera að Rússar telji sér henta pólitískt að veita þjóðinni lán á þeim tíma sem vestrænar þjóðir hafa flestar staðið hjá. Hins vegar er enginn vafi á því að Rússar eru mun ólíkari Íslendingum en nálægar þjóðir sem við höfum átt samleið með í áratugi. Viðskipti milli ríkjanna eru lítil og menning þeirra að mörgu leyti frábrugðin því sem við eigum að venjast. Miklu nær er að þjóðin horfi til annarra Evrópuþjóða. Við erum nú þegar á Evrópska efnahagssvæðinu. Líklega er það meginástæðan fyrir erfiðleikum okkar nú að reglur og frjálsræði fjármagnsflutninga giltu. Þannig gátu bankarnir vaxið án þess að íslensk yfirvöld gætu sett þeim skorður, en líka án þess að bankarnir hefðu fjárhagslegan bakhjarl þegar á reyndi. Íslenskir eigendur þeirra höfðu ekki mikla burði og það hafði ríkið ekki heldur. Aðild að Evrópska seðlabankanum hefði mildað höggið mikið gagnvart almenningi. Fullveldi Íslendinga hefur beðið mikinn hnekki við atburði undanfarinna daga. Íslensk fyrirtæki sem hvergi komu nálægt bönkunum hafa misst trúnað erlendra viðskiptaaðila og almenningur allur orðið fyrir miklum skaða sem mörgum bætist aldrei. Að hluta til er þetta vegna ofangreinds misgengis þar sem menn höfðu frelsið en þjóðin hafði ekkert öryggisnet. Ásgeir Jónsson hagfræðingur sagði í hringborðsumræðum í Fréttablaðinu 18.október: „Með inngöngu [í Evrópusambandið] verjum við fullveldið. Það felst ekki fullveldi í að vera ein og varnarlaus og skolast út með öldum sem lenda á landinu. Það að vera í ríkjabandalagi tryggir stuðning til þess að geta varið fullveldið.“ Við sama tækifæri sagði Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands: „Það er kaldhæðnislegt að meginástæðan fyrir andstöðu margra við Evrópusambandsaðild var annars vegar fullveldi og hins vegar sjálfstæð peningastefna. Í dag er nánast súrrealískt að þetta hafi verið þröskuldarnir.“ Það þarf kjark til þess að breyta um skoðun. Það þarf vit til þess að viðurkenna að maður hafi haft rangt fyrir sér. Einmitt nú er tímabært að forystumenn Sjálfstæðisflokksins sýni hvort tveggja og ákveði að teknar verði upp viðræður við Evrópusambandið um aðild Íslendinga svo fljótt sem auðið er. Með því flýta þeir fyrir því að Íslendingar verði aftur teknir gildir í samfélagi þjóðanna.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.