Íslendingur - Ísafold

Tölublað

Íslendingur - Ísafold - 29.11.1969, Blaðsíða 4

Íslendingur - Ísafold - 29.11.1969, Blaðsíða 4
4 ÍSLENDINGUR-ÍSAFOLD — LAUGARDAGUR 29. NÓV. 1969. ÁSBERG SIGURÐSSOIM borgarfógeti: Framleiðsla milljón minkaskinna ái myndi veita þúsund manns atvinu skapa a.m.k. 12 hundruð millj. í gja Nú er minkarækt um það bil að hefjast á ný hér á landi eft- ir langt hlé. Sú reynzla sem fékkst af minkarækt hér áður fyrr, var átitin vafasöm, og kom þar margt til. Nú eru gjör breyttar aðstæður til minka- ræktar á nær öllum sviðum og má því segja, að minkarækt nú sé nýr atvinnuvegur. Miðað við reynslu annarra hin seinni ár og þróun í minkarækt og á mörkuðum, hefur vaknað mik- ilt áhugi á þessum atvinnuvegi hér á landi, enda mætti um leið nýta betur en áður úrgangs- hráefni fiskiðnaðarins, skapa mörgum góða vinnu og þjóðar- búinu miklar og dýrmætar gjaldeyristekjur. Uppbygging minkaræktar verður þó ekki hrist fram úr erminni, heldur krefst fjármagns, skipulagn- ingar og mikillar útsjónasemi. Þetta er ckki leikur, hetdur alvara. Til þess að greiða fyrir um- þóttum áhugamanna um þetta mál, hefur blaðið fengið tU birt ingar grein um minkarækt eftir Asberg Sigurðsson borgarfógeta en grein þessi birtist í Fjár- málatíðindum, 1. hefti þessa árs. Loðskinnaverzlun er ævaforn atvinnugrein. Allt fram á þessa öld byggðist loðskinnaverzlun- in á veiðum villtra loðdýra í náttúrunni, einkum í hinum norðlægu löndum, eins og í Rússlandi og Ameríku. Um síð- ustu aldamót var svo komið, að horfur voru á, að ýmsum teg- undum loðdýra yrði útrýmt með öllu í náttúrunni vegna hinna miklu veiða. Þetta leiddi til þess að nokkr ir framsýnir menn hófu að rækta loðdýr í búrum til að tryggja stofninn til frambúð- ar. Það voru aðallega refir og minkar, sem menn tóku að ala og rækta vegna verðmætis skinnanna. Nú er svo komið, að veiði villtra loðdýra skiptir litlu máli fyrir hina alþjóðlegu loðskinna verzlun, því að talið er að að- eins 10% af loðskinnum heims ins komi frá veiddum dýrum, æn 90% frá loðdýrum, sem alin eru og ræktuð vegna skinn- anna, þar af 70% frá alimink- um. Loðskinnaverzlunin byggist því í dag á ræktuðum loðdýr- um og mun gera það í vaxandi mæli í framtíðinni. • MINKAELDI Ekki er vitað með vissu hven ær fyrsta tilraunin var gerð til að ala mink í búri. Víst er þó, að þetta átti sér stað í Kanada í byrjun þessarar aldar. Með vísindalegri fóðrun, hirðingu og kynbótum hefur tekizt að fram leiða aliminka, sem taka hin- um villta minki langt fram að skinnagæðum og litafjölbreytni. Með kynbótum síðari ára hefur tekizt að fá fram um 40—50 litaafbrigði, allt frá hvítum, brúnum, bláum og í svört minkaskinn. Það er sérstaklega þessi mikla litafjölbreytni, sem tryggt hefur hina miklu eftir- spurn eftir minkaskinnum und anfarna tvo áratugi. En auk þess hafa minkaskinn flesta kosti til að bera fram yfir önn ur loðskinn .Þau eru mjög þunn, en jafnframt sterk, létt og mjúk. Ekkert loðskinn í dag kemst í námunda við það að alhliða gæðum, og engar horfur eru taldar á, að nýtt loðskinn geti komið í þess stað. • ÖRT VAXANDI ATVINNUGREIN Minkaræktin fór hægt af stað. Fyrst á eftir Kanadamönn um tóku Bandaríkjamenn hana upp og síðan Skandinavar um 1930. Það var þó fyrst eftir síðari heimsstyrjöldina, að minkaræktin verður öflugur og arðsamur atvinnuvegur. Á Norð urlöndum hefur verið komið upp rannsóknar- og tilrauna- stöðvum, sem lagt hafa vísinda legan grundvöll að minkarækt þessara landa. Allt fram að síðara stríði var framleiðsla minkaskinna lítil. Þannig var heimsframleiðslan árið 1940 aðeins um 650 þús. skinn. Árið 1950 er heimsfram- leiðslan komin upp í um 3 millj skinna, árið 1960 í um 11,5 millj. skinna og árið 1967 í um 25,3 millj. skinna. Af þessari miklu framleiðslu eru Norður- löndin hæst með um 9,6 millj. skinna, Bandaríkin með 9 millj. Rússland um 3 millj. og Kan- ada með um 1,5 millj. skinna. • MARKAÐURINN Sala loðskinna fer fram á uppboðum víða um heim. Þau eru flutt tollfrjáls milli landa. Kostnaður við sölu þeirra á upp boðunum er um 3—4% af sölu- verði þeirra. Minkaskinn eru auðseljanleg, því að hér er um náttúruafurð að ræða, sem ým ist er í fyrsta, öðrum eða þriðja gæðaflokki , og fer verðlag þeirra eftir gæðum og almennri eftirspurn á hverjum tíma. Kostnaður vegna sölu þeirra, t.d. auglýsingakostnaður og dreifingarkostnaður, er því miklu minni en á flestum öðr- um vörum til útflutnings. Stærsti markaður fyrir minkaskinn hefur til þessa ver- ið í Bandaríkjunum. Árið 1967 keyptu Bandaríkjamenn rúm- lega helming af heimsframleiðsl unni eða um 13,6 millj. skinna, en öll önnur lönd, aðallega Evórpulöndin, samtals um 11,7 millj. skinna. Eftirspurn eftir minkaskinnum í Bandaríkjun- um hefur aukizt um 100% á síðustu 10 árum, og sérfróðir menn telja, að hún muni enn aukast um 100% á næstu 10 árum. Utan Bandaríkjanna hef ur eftirspurnin eftir minka- skinnum aukizt enn þá meira. Árið 1960 keyptu lönd utan Bandaríkjanna um 3.2 millj. skinna, en árið 1967 um 11,7 millj. skinna eða aukning um 350% á aðeins 7 árum, og síð- í ustu 4 árin hefur eftirspurn d þessara landa aukizt um 100%. v Það eru Þýzkaland, Frakkland sl og Italia ,sem eru stærstu kaup e endur minkaskinna í Evrópu. á Ef svipuð efnahagsþróun í Evr- u ópu og verið hefur undanfarið, a heldur áfram á næstu árum, eru 1 bjartar horfur um sölu minka- s! skinna í framtíðinni, og ekki v er ólíklegt, að heildareftirspurn þ in aukist um 100% á næstu 10 1 árum, eða vaxi úr 25 millj. 1 skinna í um 40—50 millj. n skinn. "i v • STÖÐUGT VERÐLAG u Því er oft haldið fram hér a á landi, að framleiðsla minka- u skinna sé mjög áhættusöm vegna mikilla verðsveiflna. Að sjálfsögðu eiga verðbreytmgar sér stað á minkaskinnum, eins og annarri vöru, sérstaklega á milli mismunandi tegunda og r lita. Hér er framboð og tízka 1 að verki. En sem heild hefur 7 verðlag minkaskinna í heim- g inum verið tiltölulega mjög \ stöðugt síðustu 30—40 ár. Verð 1 lækkunartímabil hafa að vísu 1 komið 6 eða 7 sinnum, en þau I hafa jafnan staðið stutt eða I 1—2 ár, en síðan hefur verið ). hækkað aftur. Eitt er víst, að 1 hin gífurlega framleiðsluaukn- r ing síðari ára hefði ekki átt £ sér stað, ef þessi atvinnugrein i hefði ekki verið rekin með £ sæmilegum hagnaði. £ Minningarorð um BERNHARÐ STEFÁNSSON „Sumir kveðja, og síðan ekki söguna meir,“ en aðrir, og þeir cru færri, eru svo sérstæðir og minnilegir, að nafn þeirra gleymist ekki kynsíóð fram af kynslóð. Og til eru jafnvel þeir menn, sem svo eru einstakir og skemmtilegir, að þeir eru orðn- ir þjóðsagnapersónur þegar í lifanda Iífi. Einn slíkan sér- kennamann kveðjum við í dag, er Bernharð Stefánsson fyrrver andi alþingismaður er til mold- ar borinn. t Bemharð Stefánsson fæddist á Þverá í Öxnadal 8. janúar 1889. Voru foreldrar hans Stef- án Bergsson bóndi og sýslu- nefndarmaður sama staðar og kona hans, Þorbjörg Friðriks- dóttir Vigfússonar bónda á Ytra Gili í Hrafnagilshreppi. Bern- harð ólst upp með foreldrum sínum á Þverá, var ungur í Gagnfræðaskólanum á Akur- eyri og tók síðan kennarapróf við Flensborgarskóla árið 1908. Var hann síðan kennari í Skriðuhreppi tvö ár og eftir það í Öxnadal allt til ársins 1923. Bóndi á Þverá var hann 1917— ’35. Á yngri árum sínum heima í Öxnadal gerðist Bernharð einn af formönnum ungmenna- félagshreyfingarinnar og hlaut þar mikilsverða þjálfun i fé- lagsmálastörfum, þá er átti eft- ir að koma honum að góðu gagni síðar á ævinni. Jafnframt ávann hann sé traust fyrir for- ystuhæfileika, enda var honum heima í héraði sýndur mikill trúnaður. Var hann oddviti Öxnadalshrepps 1915—'28 og í stjórn Kaupfélags Eyfirðinga 1921—’62, enda einn helzti for- svarsmaður samvinnuhreyfing- arinnar í landinu alla tíð. Bezt kom þó í ljós, hverju fylgi hann átti að fagna, er hann var kjörinn þingmaour Eyfirðinga í mjög hörðum og tvísýnum kosningum 1923, en þá bauð hann sig fyrsta sinni fram til Alþingis. Þurfti síðan enginn við hann að keppa um þingsæti í Eyjafirði, meðan hann gaf kost á sér. Var hann þingmaður Eyfirðinga fyrir Framsóknarflokkinn allt til 1959 og sat á 44 þingum alls. Forseti efri deildar var hann 1947—’53 og aftur 1956-—’59 og fulltrúi í Norðurlandaráði írá stofnun þess 1952—’59. Þá á'ti hann sæti í ýmsum mikilvæg- um milliþinganefndum, rn.a. um bankamál 1937, og útibús- stjóri Búnaðarbankans á Akur- eyri var hann 1930—’59. Hann var sæmdur stórriddarakrossi Fálkaorðunnar 1958. Bernharð kvæntist 3. marz 1917 Hrefnu Guðmundsdóttur bónda og sýslunefndarmanns á Þúfnavöllum. Taldi hann sig þá hafa stigið sitt mesta gæfu- spor, og efuðust engir, sem til þekktu, að það var mælt af heilum hug. Börn þeirra, sem fullorðinsaldri náðu, eru Berg- hildur, gift Guðmundi Eiðssyni bankafulltrúa og bónda á Þúfna völlum, og Steingrímur banka- útibússtjóri á Akureyri, kvænt ur Guðrúnu Friðriksdóttur bónda á Efrihólum í Núpasveit. t Bernharð Stefánsson var þeg ar þjóðkunnur maður, er ég sá hann og heyrði fyrst á stjórn- málafundum, en ekki kynntist ég honum á slíkum vettvangi að neinu ráði fyrr en á þing- skrifaraárum mínum. Gott var að skrifa eftir Bernharði. Hann talaði hægt, skipulega og skýrt. Aldrei fór á milli mála, nvað hann meinti. Hann sagði skoð- un sína skorinort, var rökfast- ur í málflutningi og lét ógjarna hlut sinn. Auðfundið var, að óskýrleiki í hugsun, hik í af- stöðu og loðmolla í framietn- ingu var það, sem hann átti bágast með að fyrirgefa and- stæðingi. Kunna menn enn mörg óborganleg hnyttiyrði hans í tilefni af slíku, og von- andi er, að við skrifararnir höf- um haldið því óskemmdu til skila í þingtíðindunum. Leyfði hann sér þá stundum meiri

x

Íslendingur - Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.