Íslendingur - Ísafold - 29.11.1969, Blaðsíða 8
Fylgizt með fréttunum fyrir 300 kr. á ári...
ÍslewUnffltr
-Ísaíohl
Laugardagur 29. nóv. 1969.
Er unnt að ná
heildarsamn-
ingum um kjör
og verðlag?
Efnahagsþróunin eftir geng
isfellingu krónunnar fyrir
ári síðan, hefur verið jákvæð
cftir öllum vonum. Mikil-
vægur árangur hefur náðst
við að koma þjóðarbúskapn-
um í viðunandi horf á ný, og
fái þróunin að halda áfram,
eins og hún hefur verið síð-
ustu 12 mánuði, er óhætt að
binda vonir við fullan bata í
efnahagslifinu innan
skamms. Það takmark er aug
Ijós forsenda þess, að stjórn-
völd gcti snúið sér óskipt að
hinum margvíslegu stórverk
efnum á sviði atvinnumála,
viðskiptámála og byggða-
mála,, sem takast verður á
við í náinni framtíð, ef
♦fyggja á varanlega velfcrð
og hagsæld þjóðarinnar. —
Vinnufrið við stórverkefnin
verður að skapa með öllum
tiltækum ráðum, og þá sér-
staklega með því að stuðla
að festu í kaupgjalds- og
verðlagsmálum út frá þeim
grundvelli, sem nú er fyrir
hendi.
Það hefur um skeið ’.egið
fyrir, að sjómenn telja hlut
sinn fyrir borð borinn í hluta
skiptum. Nú bendir og allt
til þess, a? Alþýðusamband
Islands stcfni að allsherjar
cndurskoðun á kjörum laun-
þega næsta vor. Þarf þá ekki
að efa, að eftirleikurinn verð
ur almenn hækkun launa í
landinu, beint eða óbeint,
eftir atvikum. En slíkt er
hreint ekki tímabært. Vissu-
lega er óhjákvæmilegt að
cndurskoða kjarasamninga
með tilliti til tekjuskipting-
ar milli stétta, en mikilvæg-
ast er að slík endurskoðun
miði að því að fastsetja um
tíma jákvæða þróun í kjara-
málum, sem þá yrði vafa-
Jaust bundin ákveðinni þró-
bn í verðlagsmálum á grund
velli nýrra laga um verðlags
mál og verðmyndun. Nú um
skeið hafa Finnar reynt slíkt
fyrirkomulag, þ.e. heildar-
samninga um kjör og verð-
lag til nokkurs tíma í senn,
fyrst í hálft annað ár og nú
aftur í ár. Endurnýjun þess-
ara samninga er staðfesting
á því, að þeir hafa reynzt
öllum aðilum vel, enda við-
urkennt og yfirlýst, að efna-
hagsþróun í Finnlandi hafi
orðið mun hagstæðari að und
anförnu en lengi áður.
Hér er rétt að staldra við
og hugleiða, hvort þetta sé
raunverulegur möguleiki hér
á landi, að koma á nokkurri
festu í kjara- og verðlags-
málum, eftir endurskoðun á
tekjuskiptingu og nýja laga-
setningu um verðlagsmál og
verðmyndun, með heildar-
samningum við aðila að
vinnumarkaði og neyzluvöru
markaði okkar. Sé svo, er
um stórmál að ræða, sem
varðar meira en margur
hyggur hamingju þjóðarinn-
ar á næstunni.
sjAlfstæðishúsið
— Föstudagskvöld: Restaurant.
— Laugardagskvöld: Skemmtikvöld.
— Sunnudagskvöld: Restaurant, félagsvist uppi.
SJÁLFSTÆÐISHCSIÐ, AKUREYRI. - SÍMI 12970.
JÖN BJARNASON, CRSMIÐUR
ÚIUN,
« & KU LM
DUGA
Hafnarstræti 94. — Akureyri.
Gullver frá Seyðisfirði að landa
IJtgerðin á Austf jörðum:
I
I
I
I
I
I
I
I
I
í
I
I
1
I
I
I
I
1
| — þar af 31 stúr, 17 á síld og 14 á togveiðum
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
Fimmtíu bátar í gangi
Mikil deyfð er yfir fisk-
vinnslu og verkun á austfirzku
útgerðarstöðunum þessar vik-
urnar, og er varla hægt að
segja, að fiskvinnsla sé í um-
talsverðum gangi nema á þrem
stöðum af 12. Þessu veldur
hvort tveggja, að nú er lakasti
veiðitíminn og að meirihluti
stóru bátanna er á síld og hluti
togveiðibátanna siglir með afl-
ann. Blaðinu telst svo til, að nú
séu 50 bátar í gangi frá Aust-
fjörðum, þar af 31 stór, um og
yfir 200 tonn, 17 á síld og 14 á
togveiðum, en 5 togbátanna
sigla með aflann. Af 19 smærri
bátum sigla a.m.k. tveir. Á 5
stöðum er fiskvinnsla ekki í
gangi, á öðrum 4 í litlum gangi,
en á þrem stöðum í sæmilcgum
cða góðum gangi. Orlitlu er
landað af síld á einstalca stað
við og við. Þó hefur skapazt við
það nokkur vinna, einkum var
þó unnið við síldina í haust. —
Hér á eftir fer nokkurt yfirl.it
frá útgerðarstöðunum:
Á Bakkafirði er uppihald
fram yfir áramót.
Frá Vopnafirði eru gerðir út
tveir stórir bátar, Kristján Val
geir og Brettingur. Kristján er
á síldveiðum en Brettingur á
togveiðum og hefur aflað mjög
vel frá því að hann hóf veiðar
í marz. Aflinn hefur þó verið
minni undanfarið. Fiskvinnsian
hf. starfrækir frystihúsið og
þar hcfur verið mjög mikil
vinna í sumar og haust. Búið er
að vinna 14.400 kassa af fryst-
um fiski og er það nær allt far-
ið, en um 200 tonn fóru í salt.
Stór bátur var keyptur til
Bakkagerðis í sumar og stund-
aði hann einkum grálúðuveið-
ar. Nú er unnið við að koma
honum á togveiðar og mun
hann hefja veiðar næstu daga.
Trillur eru hættar róðrum og er
ekkert að gera fyrr en togbát-
urinn er kominn af stað. Þessi
nýi bátur mun leggja upp
heima þegar hægt er, en brýn
nauðsyn er á að bæta hafnar-
aðstöðuna.
Frá Seyðisfirði eru nú gerðir
út fjórir stórir bátar, þar af
einn, sem Valtýr Þorsteinsson
útgerðarmaður á Akureyri á.
Þeir eru allir á togveiðum og
hefur afli verið sæmilegur og
mikil vinna í báðum frystihús-
unum. Samtals munu þau vera
búin að frysta um 40 þúsund
kassa. Þrír smærri bátar róa
frá Seyðisfirði og stunda ýmsar
veiðar. Fiskvinnslan hf. hafði
bát á leigu frá Neskaupstað, en
nýlega kom upp eldur í honum
og fer hann því ekki á veiðar
á næstunni.
Frá Neskaupstað eru gerðir
út sjö stærri bátar. Sex eru á
síldveiðum og einn á togveið-
um. Hefur afli hjá honum verið
frekar tregur síðustu vikur, og
því sáralítil vinna í frystihúsun
um. Sex til sjö litlir bátar eru á
línu og afla sæmilega, upp í 4
til 5 tonn í róðri. Stóru bátarn-
ir fara sennilega flestir á loðnu
í vetur.
Frá Eskifirði eru tveir bátar
gerðir út á togveiðar og aðr'r
tveir á síld. Annar togbáturinn,
Hólmanes, landar heima, en
Jón Kjartansson siglir með afl-
ann. Þeir öfluðu vel í sumar og
haust en það er tregara núna.
Mikil vinna hefur verið í frysti
húsinu á þessu ári og er það
búið að frysta 35 þúsund kassa.
Hefur aldrei verið fryst jafn-
mikið þar. Um 250 tonn hafa
farið í salt og 150 tonn í skreið-
arverkun. Þegar frystihúsið er
í fullum gangi, vinna þar um
80 manns. Stóru bátarnir verða
á loðnu- og togveiðum eftir ára
mótin, en smærri bátar eru
hættir veiðum.
Fjórir bátar eru nú gerðir út
frá Reyðarfirði. Einn er á tog-
veiðum, annar á línu og þriðji
á síld. Þá er einn bátur, sem
stundar rækjuveiðar. Afli hef-
ur yfirleitt verið frekar tregur
undanfarið, en frystihúsið þó í
gangi.
Frá Fáskrúðsfirði eru gerðir
út fimm stórir bátar. Þrír eru
á sildveiðum og tveir á togveið-
um og hafa þeir siglt með afl-
ann til þessa, en fara væntan-
lega að leggja upp heima. —
Smærri bátar eru hættir veið-
um og hefur frystihúsið ekki
starfað í nokkrar vikur. Er því
dauft yfir atvinnulífinu.
Frá Stöðvarfirði eru gerðir
út þrír bátar. Tveir eru á síld
og einn á trolli. Hefur hann
siglt með aflann og verður svo
fram að áramótum. Ekkert er
unnið í frystihúsinu en nokkuð
hefur verið flakað af síld, sem
landað var í sumar.
Tveir bátar eru gerðir út frá
Breiðdalsvík, Hafrún og Sigurð
ur. Hafrún er á síldveiðum cg
landaði nú í vikunni rúmum 30
tonnum til söltunar, en Sigurð-
ur er á togveiðum og siglir með
aflann. Bátarnir fara sennilega
á net eftir áramót. Atvinna er
frekar lítil í landi.
Frá Djúpavogi rær einn bát-
ur með línu og er afli tregur.
Annar er á síldveiðum. Er nú
lítil vinna í frystihúsinu. At-
vinna hefur verið góð á Djúpa-
vogi í sumar og fram á haust-
ið. Er frystihúsið búið að vinna
mun meiri afla en í fyrra.
Frá Höfn róa sjö bátar, frá
70 og upp í 140 tonn að stærð.
Einn er á línu og fær 4 til 5
tonn í róðri. Sex eru á togveið-
um og landa fjórir heima en
tveir sigla. Afli er rýr, en þó
hefur verið hægt að halda
vinnu í frystihúsinu óslitið.
. kaupið 99Ísleuding-Ísafold9% sími 21500