Íslendingur - Ísafold

Tölublað

Íslendingur - Ísafold - 29.11.1969, Blaðsíða 6

Íslendingur - Ísafold - 29.11.1969, Blaðsíða 6
6 ÍSLENDINGUR-ÍSAFOIJD — LAUGARDAGUR 29. NÖV. 1969. bækur ♦ VINUR MINN OG ÉG Frá Kvöldvökuútgáfunni er komin út bókin Vinur minn og ég eftir séra Svein Víking. — Þetta er nýskrifuð bók, þar sem séra Sveinn ræðir við ó- nafngreindan vin, en lesandinn kemst þó fljótlega að raun um, hver vinurinn er. Umræðuefn- ið er hin margbreytilegu áhuga mál séra Sveins og mannlífið yf irleitt, svo sem trúmál, þjóðfé- lagsvandamál, ástir, skáldskap- ur, listir, sérkennilegir og minn isstæðir menn o. fl. í Vinur minn og ég er farið með þessi mál á talsvert ný- stáriegan hátt, en meginein- kenni frásagna nýtur sín vel og eiginlega einstaklega vel, enda samræðuformið mjög létt frá hendi höfundar, sem í raun- inni er að ræða við sjálfan sig. Það má til sanns vegar faéra, að hér er um óvenjulega bók ,að ræða, og það er svo eftir höf- undi, að ná fram sérkennilegum blæ, í senn alvöruþrun^num og bráðskemmtilegum, en það tekst honum tvímælalaust bet- ur en flestum öðrum og aldrei betur en í þessari bók. Hinir fjölmörgu vinir séra Sveins, jafnt þekktir og óþekktir, munu því eignast enn einn vinarvott í Vinur minn og ég, enn nýjan vinarvott, og nýstárlegan, en samt af þeim gamla toga, sem löngu er landsþekktur, göml- um en endurfæddum toga spunninn. Vinur minn og ég er 146 bls., prentuð í Prentverki Akraness hf. © VÍSNAGÁTUR II. Kvöldvökuútgáfan hefur og sent frá sér annað verk eftir séra Svein Víking, annað hefti af Vísnagátum, en hið fyrsta náði feikna vinsældum. Fyrsta heftið kom út í fyrra, með 50 vísnagátum. Var þess óskað, að lesendur sendu réttar ráðning- ar á gátunum td útgáfunnar, sem hét bókaverðlaunum fyrir réttar lausnir á öllum gátunum til nokkurra lesenda. Bárust rúmlega 600 bréf. í þessu nýja hefti eru einnig 50 gátur, og verða enn veitt 10 verðlaun fyr ir réttar lausnir á þeirtí^öllum. Vísnagátur II. er prentað í Prentverki Akraness hf. 4 VIÐEYJARKLAUSTUR Komin er út ný bók eftir Árna Ola, Viðeyjarklaustur, drög að sögu Viðeyjar. Útgefandi er Kvöldvökuútgáfan. í bókinni er sögð saga Viðeyjarklausturs og eyjarinnar frá landnámstíð til siðaskipta. Er þar gripið af mik illi þekkingu á þessu merka við fangsefni, um ævintýralandið Viðey, sem svo var í 300 ár, og kemur margt við sögu, sem stað festir það. Viðeyjarklaustur var á sinni tíð eitt stærsta og rík- asta klaustur í landinu. í Við- ey sat Styrmir fróði Kárason, einn af frumhöfundum Land- námu og fleiri sagnrita. Og í Viðey gerðust kraftaverk þeirra tíma (jarteikn). Á einu mesta veldistímabili eyjarinnar, her- tók Diðrik von Minden eyna, og um það er mikill vefur, það var 1539. Frá þessu öllu er sagt í bókinni. Viðeyjarklaustur er 233 bls. með nafnaskrá, prentuð í Prent verki Akraness hf. 4 lif og HEILSA Líf og heilsa er endurskoðuð útgáfa af bókinni Líf og limir frá 1955, sem Kvöldvökuútgáf- an hefur nú sent á markaðinn. Höfundur bókarinnar er Bene- dikt Tómasson læknir. Þetta er kennslubók, ætluð framhaldsskólum. Er fjallað um líkamann, heilsu og hollustu- hætti. Bókin er 170 bls. 4 ÁRNI FRÁ KÁLFSÁ Nýkomin er út bókin Árni frá Kálfsá, og skýrir nafnið efni bókarinnar, en það er ævi-. minningar Árna Björnssonár frá Kálfsá í Ólafsfirði, skráðar af Þorsteini Matthíassyni. Út- gefandi er Prentverk hf. Árni Björnsson frá Kálfsá lifði starfsævi sína á Trölla- skaga, sem talinn var harðbýl- astur íslenzkra byggða og lá þá után alfaraleiðar. Árni fæddist 18. júlí 1876. Foreldrar hans voru Björn Einarsson, Andrés- sonar frá B.ólu í Skagafirði, og kona hans, Steinunn Magnús- dóttir, ættuð úr Fljótum. En Árni ólst upp á Melbreið í Stíílu til 17 ára aldurs, hjá hjónunum Sigurði Halldórssyni bónda þar og Sólveigu Jónsdóttur, en þau voru föðurafli og amrna Jó- hanns Þorkelssonar fv. héraðs- læknis á Akureyri. Aldamctaár ið kvæntist Árni Lísbet Frið- riksdóttur á Kálfsá, en hún var ekkja með 7 börn. Hafði Árni þá verið nokkur ár þar vinnu- maður. Eignuðust þau Árni og Lísbet 5 syni. Er ævi Árna mik il saga, tengd Ólafsfirði og um Olafsfjörð og manniíf þar á öndverðri þessgri öld. Bókin er 150 bls. 4 ÓLGANDI BLÓD Ný skáldsaga eftir nýjan höf und, nútímasaga frá Akureyri eftir Hönnu Brá, Ólgandi blóð, er komin út frá Skjaldborg sf. Sagan er svo gott sem svip- mynd úr daglega lífinu, en vissulega all sérstæð. Ólgandi blóð er 104 bls., — prentuð í Prentsmiðju Björns Jónssonar. 4 SÍFELLUR OG AÐ- EINS EITT BLÓM Almenna bókafélagið hefur nú gefið út tvær nýjar Ijóðabæk ur ungra skálda, í sama formi og fjórar slíkar bækur í fyrra. Þessar nýju ljóðabækur eru báð ar eftir ungar og áður óþekkt- ar skáldkonur. Sífellur heitir ljóðabók eftir Steinunni Sigurðardóttur, 19 ára stúdent, sem nú er við há- skólanám í írlandi. Ljóð henn- ar eru stutt, oft smámyndir, sem fljúga hratt hjá, en flest glaðleg, stundum glettin og jafnvel dálítið léttúðug. Bókin er 54 bls. Aðeins eitt blóm er ljóðabók eftir Þuríði Guðmundsdóttur, sem er stúdent og kennari að menntun og starfar í Landakots skóla. Er að líkindum langt síð- an fyrsta ljóðabók höfundar hef ur gefið jafn ótvíræð fyrirheit og þessi. Bókin er 58 bls. Báðar bækurnar eru prentað ar í Prentsmiðjunni Odda hf. 4 í SVIPMYNDUM II.: MYNDBROT „Á undangengnum áratugum fór þar æ meira í vöxt, að dag- blöð og vikublöð birtu viðtöl fréttamanna sinna við ýmissa stétta fólk, af ýmsu tilefni, um störf þess, atburði i lifi þess, lífsviðhorf, og þar fram eítir götunum. Ekki er hægt að draga í efa fréttagildi viðtaia á þeim tíma, sem þau birtast, en þau eru skiljanlega o.ftast dæg- urflugur, og vekja sjaldnast mikla athygli, ef þau eru biit í bókarformi, og tíðum reynzt misheppnað fyrirtæki að geía þau út. En frá þessu nafa verið og eru undantekningar. Um þetta er reynzlan hin sama hér á landi og erlendis. Minna má á, þegar á þetta er irepið, að viðtöl Valtýs StefánssQnar, sem komu síðar út í bókarformi, urðu vinsælt lestrarefni, en segja má, að Valtýr heit.inn hafi sérþjálfað sig í þessari grein, með ágætum árangri, og raun- ar aðdáunarverðum, þegar til- lit er tekið til þess, að meðfe."ð íslenzks máls var ekki hans „sterka hlið,“ eins og einn vina. hans og aðdáandi komst að orði. Þess er maklegt að minnast, þegar út eru komin tvö bindi mikils ritsafns, sem hefur að geyma viðtöl Steinunnar S. Bri em, á annað hundrað talsins, en þau eru „fyrir sunnan og ofan“ það venjulega á þessu sviði. — Þegar Steinunn gerðist blað'a- kona hjá Vísi, urðu viðtöl þeg- ar hennar aðalstarf, og var það áfram, er hún um skeið starf- aði við vikublaðið Fálkann, og nú síðast við Alþýðublaðið Steinunn kallar sjálf viðtöl sín svipmyndir, og að vísj er brugðið þar upp svipmyndum úr lífi nútímafólks og nútíma- lífi, en svo samvizkusamlega og vel unnin eru viðtöl hennar, í-S engum getur duli^t varanlegt gildi þeirra. Mér varð þetta ljóst þegar í upphafi samstarfs- tíma okkar hjá Vísi og varð það enn Ijósara, er ég fékk nánari kynni af vinnubrögðum henn- ar, vandvirkni hennar, gáfum og þekkingu, sem viðtölin sjálf bera vitni um, en þekking og að hafa á tilfinningunni hverju sinni um hvað skuli spyrja, eru frumskilyrði þess, að vel tak- ist, og að hafa þau áhrif á þann, sem við er rætt, að hann eða hún tali eðlilega og eins og ,.í brjósti býr“, enda finnst manni við lestur viðtalanna, að mað- ur þekki það fólk, er hún ræðir við, að lestri loknum. Manni finnst, að Það hafi verið í ess- inu sínu, leyst frá skjóðunni hispurslaust, og oft miðlar það miklum fróðleik, og allt kemar eins og af sjálfu sér, og til sumra viðtalanna er beint stofn að til fróðleiksöflunar, og má þar til nefna viðtölin við f jr- ystumenn sértrúarflokkanria og fleira, en fróðleik geyma raun- ar öll viðtölin, hvort sem rætt er við slíka menn, leikhússtjóra eða leikara, listamenn eða mús- íkanta eða íslenzkar konur, s.'m dvalizt hafa úti í löndum lang- dvölum, og hafa frá mörgu að segja. Rúm leyfir eigi að geta cin- stakra viðtala, en þó ætla éa að nefna tvö, annað úr fyrra bind- inu vegna frábærrar frásagnar leikni, viðtalið við Thomas Mc Anna, og viðtalið við Jón Hoiga son prófessor í síðara bindinu. Fyrra bindið er 325 bls., hið síðara 350. Frágangur er hinn vandaðasti og útgáfufyrirtæk- inu, sem er Leiftur hf., til mik- ils sóma. VAXTALAUS LÁN Danska ríkið lánar í talsverð um mæli fé vaxtalaust til ým- issa hluta. Á síðasta ári og til marzloka í ár námu slík lán 592 millj. danskra króna. Lang mestur hlutinn af þessum lán- um fóru til ýmissa skólabygg- inga, þ.á.m. 140 millj. til tækni skóla. En þessi lán fóru einnig til leikhúss- og safnbygginga, svo og til vegagerðar o. fl. ÁLSAMBAND Tíu álframleiðslufyrirtæki í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð stofnuðu nýlega sam band sín á milli, Skanalumini- um, til þess að vinna sameigin- lega að framleiðslu- og mark- aðsmálum. Fyrirmynd að þessu sam- bandi sóttu félögin til hlið- stæðra sambanda í Bandaríkj- unum, Vestur-Þýzkalandi, Frakklandi og á Bretlandi. ERLENT VINNUAFL Vegna skorts á vinnuafli í Danmörku, eru nú starfandi þar milli 20 og 25 þúsund útlend- ingar, aðrir en frá hinum nor- rænu löndunum. Aðbúnaður þessara útlendinga hefur verið mjög til umræðu að undan- förnu og þótt nokkur misbrest- ur á honum. Hefur það verið rætt í þinginu, hvernig úr verði bætt, svo þetta fólk sitji við sama borð og innfæddir. MEÐALALDUR ÞINGMANNA Meðalaldur norskra þing- manna lækkaði við síðustu kosningar úr 50,2 árum í 49,8 ár. Verkamannaflokkurinn og Hægriflokkurinn eiga yngstu þingmennina að meðaltali, 47,9 ára. Aldursforseti er Helge Jacobsen, 68 ára, en yngsti þing maðurinn er Einar Förde, 26 ára. AUGLÝSINGATAKMÖRK Frá næstu áramótum verða settar ýmsar takmarkanir á tóbaksauglýsingar í Sviþjóð. M. a. verður ekki leyft að mynda yngra fólk en þrítugt til birt- ingar í slíkum auglýsingurn, og hvers konar þátttaka íþrótta- og listafólks bönnuð. Birtmg tóbaksauglýsinga í æskulýðs- og íþróttablöðum verður bönn- uð, sömuleiðis á íþróttasíðum dagblaðanna, og auglýsinga- magnið verður almennt mjög takmarkað. Brot gegn hinum nýju reglum geta varðað sekt- um, allt að 200 þús. sænskra króna. NÝR IAFNVÆGIS- SAMNINGUR í Finnlandi var nýlega undir- ritaður nýr samningur um jafn vægisstefnu í launa- og verð- lagsmálum. Þessi samningur er milli aðila að vinnumarkaðnum og neyzluvörumarkaðnum. Gert er ráð fyrir því, að á næsta ári verði launahækkanir að meðaltali 4,5% og reiknað með verðlagshækkunum undir 2,3% Slíkur samningur var í gildi hálft annað ár og lagði grund- völl að mjög jákvæðri þróun í efnahagsmálum Finna. Er þessi nýi samningur nánast end urnýjun á þeim eldri. ÆKTARJblNG 12. norræna skógræktarþing ið verður haldið í Finnlandi 22.—26. júní á næsta ári. og í sambandi við það verða 20 námskeið haldin víðs vegar um Finnland. Um 1 þúsund fulltrú ar frá öllum Norðurlöndunum eru væntanlegir til þingsins. MVR ÍSBRIÓTUR Fjórði sænski ísbrjóturinn, sem byggður hefur verið í Finn landi, var afhentur Svíum ný- lega. Það er ríkið, sem lét smíða ísbrjótinn, en hann neitir „Njord“, en hann er systurskip „Tor“, þó búinn skv. nýjustu tækni. „Njord“ kostaði um 40 millj. finnskra marka. Axel Thorsteinsson.“ og rit

x

Íslendingur - Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.