Íslendingur - 07.04.1983, Síða 4
Eitt sterkt
stjómmálaafl
til ábyrgðar
í þessu blaði íslendings er birt í heild stjórn-
málayfirlýsing Sjálfstæðisflokksins. Þar er á
skýran og ótvíræðan hátt mörkuð frjálslind
stjórnmálastefna - leið Sjálfstæðisflokksins út
úr þeim ógöngum og hættuástandi sem stefna
andstæðinga flokksins hefur leitt yfir þjóðina.
Þessir flokkar - Alþýðubandalagið og Fram-
sóknarflokkurinn - bjóða áfram sömu úrræði
og brugðist hafa hrapalega undanfarin fjögur
til fimm ár, þegar áhrif þessarra flokka hafa
verið mest á síðari áratugum. Afrakstri mestu
góðæra í sögu landsins hefur verið kastað á
glæ og nú aðeins tveimur misserum eftir að
íslensk fiskimið voru gjöfulust, blasir við
neyðarástand að sögn forystumanna þessarra
flokka sjálfra.
Engum blandast hugur um að mikið rótleysi
og ringulreið hefur einkennt íslensk stjórn-
mál undanfarin ár, einkum þó síðustu misser-
in. Segja má að ríkt hafi stjórnmálakreppa í
landinu og að þessi stjórnmálakreppa hafi átt
sinn þátt í upplausn á sviði efnahags og þjóð-
mála. Við þessar aðstæður bjóða tvær nýjar
stjórnmálahreyfingar fram lista í Alþingiskosn-
ingum, Kvennaframboðið og svonefnt Banda-
lag jafnaðarmanna. Hér er fyrst og fremst um
að ræða klofning út úr vinstri flokkunum eins
og framboðslistar þessarra aðila bera vott um.
Alþýðuflokkurinn hefur sem kunnugt er
verið í stjórnarandstöðu ásamt miklum meiri-
hluta Sjálfstæðismanna á Alþingi. Alþýðu-
flokkurinn berst nú fyrir lífi sínu vegna innri
ólgu. Hann hefur þó ótvíræða vinstri tilburði og
er líklegastur - eins og dæmin sanna - ásamt
Kvennaframboði og Bandalagi jafnaðarmanna
til þess að setja hækju undir enn eina vinstri
stjórnina eftir kosningar, ef hann fær afl til.
Línurnar eru því þrátt fyrir allt mjög skýrar í
komandi kosningum. Annars vegar er Alþýðu-
bandalagið og Framsóknarflokkurinn með
sína neyðaráætlun og niðurtalningu ásamt
þeim flokkum og flokkabrotum, sem líkleg eru
til þess að mynda um slík úrræði nýja vinstri
stjórn. Almenningur hefur þreifað á hörmuleg-
um og þjóðhættulegum afleiðingum slíkrar
stefnu undanfarin ár.
Hins vegar gefst nú kostur á að EFLA EITT
STERKT STJORNMÁLAAFL TIL ÁBYRGÐAR
með því að flykkja sér um Sjálfstæðisflokkinn.
Það er tvímælalaust einn merkasti stjórnmála-
viðburður síðari ára að Sjálfstæðisflokkurinn
gengur nú málefnalega heill og óskiptur til
kosninga. Það var von Afþýðubandalagsins og
Framsóknarflokksins að kljúfa Sjálfstæðis-
flokkinn til frambúðar. Sú von hefur brugðist.
Allir frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins
standa einhuga að þeirri kosningastefnuskrá
sem birt er hér í blaðinu í heild. í henni felst ný
gerbreytt stefna frá því sem verið hefur. í henni
felst leið Sjálfstæðisflokksins til endurreisnar
og eflingar atvinnu- og efnahagslífs þjóðarinn-
ar. Kjörorðið er. EITT STERKT STJÖRN-
MÁLAAFL TIL ÁBYRGÐAR.
L.J.
Kosningayfirlýsing
Sjálfstæðisflokksins
við Alþingiskosningarnar
23. apríl 1983
Tveir kostir
í alþingiskosningunum standa ís-
lendingar frammi fyrir tveim kost-
um. Þeir geta kosiö breytingu meö
stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn
eða óbreytt ástand með stuðningi
við vinstri flokkana.
Þegar vinstri flokkarnir tóku við
stjórn landsins haustið 1978 höfðu
þjóðartekjur farið vaxandi og jafn-
vægi náðst í viðskiptum við útlönd.
Þar munaði miklu um afraksturinn
af útfærslu landhelginnar í 200
sjómílur. sem sjálfstæðismenn
höfðu forystu um. Aflabrögð fóru
batnandi og atvinna jókst í landi.
Ávinningurinn af útfærslunni
hélt áfram að aukast á næstu árum
og gat veitt svigrúm til að koma
verðbólgunni verulega niður, ef rétt
hefði verið staðið að stjórn efna-
hagsmála. Nú hefur þetta tækifæri
gengið okkur úr greipum, þar sem
hámarksafrakstri fiskimiðanna hef-
ur verið náð og afli fer minnkandi. í
staðinn fyrir festu í atvinnulífi og
viðunandi hagvöxt á gengnum góð-
ærum hefur efnahagslegu sjálfstæði
þjóðarinnar verið stefnt í voða.
Gjaldeyrissjóðurinn er þverrandi,
eyðsluskuldir vegna langvarandi
viðskiptahalla eru orðnar hættu-
lega miklar og greiðslubyrði af
erlendum lántökum háskaleg.
Hallarekstur fyrirtækja hefur vald-
ið samdrætti í framleiðslu. Lífskjör
versna og atvinnuleysi vofir yfir.
Langan tíma mun taka aö bæta það
tjón sem úrtölur og skammsýni í
iðnaðar- og orkumálum hafa vald-
ið.
Alþýðubandalagið og Framsókn-
arfiokkurinn biðja þjóðina nú að
endurnýja umboð sitt til þess að
herða á ofstjórn ríkisvaldsins, sem
þrengir að atvinnuvegunum og
launafólki. Alþýðuflokkurinn og
Bandalag jafnaðarmanna skírskota
einnig til sósíalisma og ríkisforsjár í
stefnuskrám sínum.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur sér-
stöðu í íslenskum stjórnmálum.
Sem ávallt áður sækir hann fram í
krafti frjálslyndis, einstaklingsfrels-
is og þjóðlegrar umbótastefnu.
upphafi sjöunda áratugarins beitti
hann sér fyrir því að leysa atvinnu-
líf landsmanna úr fjötrum milli-
færslukerfis, hafta og miðstýringar.
Þá fór í hönd eitt mesta framfara-
tímabil þjóðarinnar. Nú eraftursvo
komið að nauðsynlegt er að hefja
endurreisn efnahags- og atvinnulífs
en stemma stigu við því upplausn-
arástandi sem nú ríkir.
íslenska þjóðin verður að taka
nýja stefnu.
Stefnu ábyrgðar í stað upplausn
ar.
Stefnu, sem treystir atvinnu
landsmanna með því að leysa
atvinnulífið undan ofstjórn ríkis-
valdsins og miðar að því að auka
framleiðslu og bæta afkomu heim-
ilanna.
Stefnu, sem leysir úr læðingi
atorku og hugvit einstaklinga og
leiðir til nýrra átaka í atvinnuupp-
byggingu og hagsældar fyrir þjóð-
ina.
Leið Sjálfstæðis-
flokksins.
Verðbólgunni verði náð niður með
samstilltu átaki allrar þjóðarinnar.
1. Útgjöld séu ekki umfram af-
rakstur þjóðarbúsins, erlend-
ar skuldir aukist ekki og
langtímalánum sé aðeins var-
ið til arðsamrarfjárfestingar.
Fjárhagslegt sjálfstæði þjóð-
arinnar sé tryggt á ný og
efnahagslegu jafnvægi náð.
2. Ríkið gangi á undan með því
að draga úr eyðslu sinni og
skattheimtu.
2. Árangur í baráttu gegn verð-
bólgu og forsenda þess að
full atvinna haldist, sparnað-
ur aukist og jafnvægi náist í
efnahagsmálum. Með minnk
andi verðbólgu geta vextir
orðið jákvæðir en farið þó
lækkandi og stuðlað að
hjöðnun verðbólgu, gagn-
stætt því sem nú er.
4. Skráning gengis sé miðuð við
stöðu atvinnuvega og jafn-
vægi í milliríkjaviðskiptum.
5. Til að tryggja atvinnu fyrir
alla og bæta lífskjörin verði
atvinnuvegunum sköpuð þau
starfsskilyrði, að þeir geti
staðiðáeigin fótum ogfram-
leiðsla aukist. Góð afkoma
fyrirtækja er forsenda fyrir
því, að hér rísi ný arðbær at-
vinnustarfsemi.
6. Aðilar vinnumarkaðarins
komi sér sjálfir saman um
kaup og kjör, er samræmist
og leggja jafnframt áherslu á
að hagsmuna aldraðra o(
öryrkja sé gætt.
7. Eölilegt verðlag í landinu st
tryggt með frjálsri verðmynd'
un, þar sem samkeppni et
næg. Að þessu sé einnif
stuðlað með almennfi
fræðslu um verðlag og sartv
keppni. Eftirlit og kynninga'
starfsemi af hálfu neytenda-
samtakanna verði efid, séf
staklega á meðan verðskyfl
almennings er að glæðast á
ný.
8. Orkulindir landsins verð
hagnýttar til að leggja grund'
völl að nýrri framfarasóki1
þjóðarinnar. Við byggingK
orkuvera sé þess gætt a^)
samræmi sé á milli markaðs:
öflunar fyrir orku og virkjuni
arframkvæmda. Eignaraðik'
að stóriðjufyrirtækjum ráð'
ist hverju sinni af því setf
hagkvæmast er og áhættu-
minnst fyrir þjóðarbúið.
9. Eign fyrir alla er og verðut
meginmarkmið Sjálfstæðis-
flokksins. Því verði einstakf
ingum gert kleift að eignasi
íbúðir með viðráðanlegurr
kjörum. Sparnaður í formi
hlutdeildar í atvinnufyrir-
tækjum verði jafngildur í
öðrum sparnaði.
10. Þeir, sem taka efnahagsleg'
ar ákvarðanir, beri á þeirr
ábyrgð hvort sem í hlut eigt
hagsmunasamtök, fyrirtæki'
einstaklingar eða stjórnvöld
Bætt lífskjör
Um leið og meiri festa skapast 1
efnahagslífinu vill Sjálfstæðisflokk'
urinn beita sér fyrir eftirfarand'
aðgerðum til að ella atvinnulífið o£
bæta lífskjörin:
atvinnuveganna. Nauð-
syn ber til að finna nýjar
leiðir að því markmiði og
mun Sjálfstæðisflokkurinn
stuðla að því að skapa skil-
yrði fyrir slíku samkomulagi
Tekjuskattur á almennaf
launatekjur verði afnuminn.
jafnframt því sem persónU'
frádráttur nýtist láglauna'
fólki að fullu. Tekjum hjóna
verði skipt á milli þeirra fyrif
álagningu skatts. Eignaf'
skattur á íbúðir verði lækk'
aður.
2. í stað þess að atvinnufyrir-
4 - ÍSLENDINGUR