Íslendingur - 07.04.1983, Blaðsíða 5
tæki greiði i opinbera fjár-
festingarsjóði, verði heimilað
að leggja hluta hagnaðar í
eigin fjárfestingarsjóði.
3- Virðisaukaskattur verði tek-
inn upp í stað söluskatts.
Lokið verði við endurskoðun
og samræmingu tollskrár-
innar og þeir skattar lagðir
af, sem litlu máli skipta eða
skaða einstakar atvinnu-
greinar.
4. Afrakstur fiskistofna og hag-
kvæm nýting fiskiskipastóls-
ins haldast í hendur. Átak
verði gert til veiða á fleiri
tegundum nytjafiska. Verð-
lagning sjávarafla fari eftir
gæðum en það er forsenda
fyrir bættri vöruvöndun.
Stjórnvöld beiti sér fyrir
samstarfi sjómanna, útvegs-
manna og fiskverkenda í
þessum aðgerðum. Rann-
sóknir í fiskiðnaði og haf-
rannsóknir verði efldar í
samvinnu við fyrirtækin sjálf
og með þátttöku þeirra.
Áfram verði haldið aðgerð-
um til orkusparnaðar við
veiðar og vinnslu.
5. Áhersla verði lögð á sam-
starf við nágrannaþjóðir um
að tryggja hámarksafrakstur
þjóðanna. Landhelgisgæslan
fái aukið fjármagn og ný
verkefni svo sem við eftirlit
og aðstoð við fiskiskipastól-
inn.
6. Verðjöfnunarsjóði fiskiðn-
aðarins verði einvörðungu
beitt til þess að jafna sveiflur
í verði sjávarafurða en sá var
tilgangur hans. Jafnframt
verði unnið að því að koma á
fót verðjöfnunarsjóði fyrir
útflutningsiðnað.
færi sem innlendur markað-
ur gefur fyrir fiskvinnslu-
tæki, veiðarfæri og rafeinda-
búnað, jafnframt því sem
stuðlað sé að útflutningi í
þessum greinum.
10. Samtök framleiðenda ogein-
stök fyrirtæki verði efld til
framleiðslu- og sölustarfsemi
erlendis. Greitt verði fyrir
eðlilegum viðskiptaháttum
innanlands og í innflutnings-
verslun með því að verð-
myndun verði frjáls oggjald-
eyrisviðskipti greið.
I. Áthugun og endurskoðun
fari fram á starfsemi opin-
berra stofnana, þar með tal-
in Framkvæmdastofnun,
Húsnæðisstofnun, fjárfest-
ingasjóðir og ríkisbankar.
Stefnt sé að því að draga
úr kostnaði í rekstri, flytja til
störf, þar sem það þykir hag-
kvæmara og forðast iþyngj-
andi áhrif opinberra aðila af
atvinnulífinu.
12. Heilbrigðis- og trygginga-
kerfið verði gert einfaldara
og hagkvæmara og dregið úr
kostnaði í umsvifum án þess
að rýra þá þjónustu sem fyrir
er. Sérstaklega sé hugað að
Sjálfstæðisflokkurinn telur þessa
þróun óæskilega og stefnir að því
að allir geti eignast og búið í eigin
húsnæði. Hann mun beita sér fyrir
eftirfarandi aðgerðum í húsnæðis-
málum:
1. Efldir verði tekjustofnar
byggingarsjóðs ríkisins svo
að almenn íbúðarlán hækki
nægilega til þess að almenn-
ingi sé kleift að koma sér upp
eigin íbúð með þeim láns-
kjörum, sem staðið verður
undir af venjulegum launa-
tekjum. Þeirsem eruaðeign-
ast sína fyrstu ibúð fái 80%
lán með betri kjörum en
aðrir.
2. Verkamannabústaðakerfið
að stefnan í mennta- og menn-
ingarmálum miði að því að
efla sjálfstæða hugsun og
skapandi starf svo að þroskí
og hæfileikar einstakling-
7. Stefnt sé að því, að fram-
leiðsla landbúnaðarafurða
verði í samræmi við innan-
landsþarfir og nýtanlega er-
lenda markaði. Heimiltverði
að ráðstafa hluta af út-
flutningsbótafé til að draga
úr framleiðslukostnaði og
lækka verð á búvörum inn-
anlands. Lögð verði áhersla
á nýjungar í vinnslu- og sölu-
starfsemi landbúnaðarafurða,
og aðhald sýnt i milliliða-
kostnaði.
Unnið verði að eflingu
nýrra búgreina og Ijölbreytt-
ara atvinnulífi í sveitum til að
mæta samdrætti sem orðið
hefur í hefðbundnum bú-
greinum.
8- Fiskeldi sé eflt, lífríki í ám
og vötnum verndað og stuðl-
að að sjóeldi og hafbeit í
stórum stíl.
9. Samkeppnisaðstaða íslensks
iðnaðar sé styrkt og innkaup-
um opinberra aðila sé að
öðru jöfnu beint til innlendra
fyrirtækja. Skilyrði séu
sköpuð til að endurnýjun og
viðgerð á skipastólnum geti
farið fram hér á landi. Lögð
sé áhersla á að nýta þau tæki-
þeim þáttum þar sem þörf-
in fyrir aukna þjónustu er
mcst.
13. Starfsemi lífeyrissjóða verði
endurskipulögð með það fyr-
ir augum að allir landsmenn
njóti verðtryggðs lífeyris og
sambærilegra lífeyrisréttinda.
14. Staðið verði við fyrirheit um
stórátak í varanlegri vega-
gerð í samræmi við stefnu-
mótun Sjálfstæðisflokksins,
samhliða úrbótum í sam-
göngum í lofti og á sjó.
15. Skipting á verkefnum ríkis
og sveitarfélaga sé við það
miðuð að stækka umráða-
svið sveitarfélaga og draga
úr miðstýringu. Sett verði lög
sem tryggi rétt sveitarfélaga
til að ráða sjálf málum
sínum. Skipting tekjustofna
skal vera í samræmi við verk-
efni hvors aðila.
16. Húshitunarkostnaður verði
lækkaður, þar sem hann er
óeðlilega hár og orkujöfn-
unargjald, sem lagt er á sam-
kvæmt sérstökum lögum,
verði notað í því skyni,
svo sem ætlað var.
Eign fyrir alla -
Átak í húsnæðis-
málum.
Á síðustu misserum hafa almennar
húsbyggingar dregist stórlega sam-
an og framkvæmdir færst æ meira
yfir á svið verkamannabústaða og
bygginga á vegum opinberra aðila.
Orsakirnar eru annars vegar versn-
andi efnahagur og lífskjör, en hins
vegar lánsfjárskortur og beinar
aðgerðir stjórnvalda.
verði bundið við þarfir hinna
efnaminnstu er fái nægilega
aðstoð til að koma sér upp
eigin íbúð.
3. Leiguíbúðum sé markaður
ákveðinn rammi innan hús-
næðislánakerfisins.
4. Sérstakt átak verði gert í
byggingu þjónústuíbúða fyr-
ir aldraða og öryrkja. öldr-
uðum auðvelduð eignaskipti
á íbúðarhúsnæði.
5. Sérstakar skattaívilnanir
verði veittar þeim einstakl-
ingum, sem leggja reglulega
fé inn á bundna reikninga. Sú
aukning frjáls sparnaðarsem
af þessu hlýst sé notuð til að
standa undir auknum þörf-
um húsnæðislánakcrfisins.
Betra mannlíf.
í umróti þjóðfélags í mótun og
þeirri upplausn sem verið hefur í
efnahagslífinu er hætt við að gamlar
dyggðir gleymist og mannleg verð-
mæti fari forgörðum.
Við þessu vill Sjálfstæðisflokk-
urinn sporna og leggur
áherslu á eftirfarandi stefnu-
atriði:
að treyst verði undirstaða heimila
og fjölskyldna. Foreldrum
verði gert kleift að skipta
með sér uppeldi hinnar ungu
kynslóðar sem þau bera
ábyrgð á. Til þess þarf að
koma á samfelldum skóla-
degi, auka möguleika á dag-
vistun og koma á sveigjan-
legum vinnutíma.
anna njóti sín. Dregið verði
úr miðstýringu í skólakerf-
inu.
að útvarpsrekstur verði gefinn
frjáls.
að áhrif kvenna í samfélaginu
séu aukin og komið á ótví-
ræðu jafnrétti karla og
kvenna;
að áhrif kristnidóms og kirkju
verði aukin i þjóðlífinu;
að víðtækt átak verði gert meðal
þjóðarinnar gegn áfengis- og
eiturlyfjanotkun;
að sérstök áhersla verði lögð á að
vernda náttúru landsins,
bæta gróður og koma í veg
fyrir rýrnun landkosta og
spillingu lofts, láðs- og lagar;
að áfram verði haldið endur-
skoðun stjórnarskrár lýð-
veldisins.
í æsku landsins býr framtíð þjóð-
arinnar. Sjálfstæðisflokkurinn vill
hvetja ungt fólk til heilbrigðs líf-
efnis, íþrótta og útilífs með því að
bæta skilyrði til þess eins og kostur
er.
Friður og frelsi.
Sjálfstæðisflokkurinn fylgir utan-
ríkisstefnu, sem í senn tekur miðaf
brýnum hagmunum Islands, nauð-
syn samvinnu við aðrar þjóðir og
baráttu fyrir friði, mannréttindum
og frelsi þjóða og einstaklinga til að
ráða málum sínum án íhlutunar
annarra.
Öryggi landsins byggist á aðild
þess að Atlantshafsbandalaginu og
traustum vörnum samfara auknu
íslensku frumkvæði í varnarmálum
á grundvelli innlendrar sérþekking-
ar.
Það skiptir nú enn meira máli en
nokkru sinni fyrr, að endir sé
bundinn á vígbúnaðarkapphlaup-
ið. Eina færa leiðin til þess er sam-
komulag um gagnkvæma afvopnun
undir tryggu eftirliti. Frjáls og opin
samfélög vesturlanda geta því að-
eins náð slíku samkomulagi að þau
íslenska þjóðin verður
að taka nýja stefnu -
Stefnu ábyrgðar í
í stað upplausnar
sýni fulla einbeitni í varnarmálum
sínum.
Sjálfstæðisflokkurinn minnir á
mikilvægi alþjóðasamvinnu um
efnahagsmál, sem varðar íslend-
inga meira en flestar aðrar þjóðir.
Eitt af meginmarkmiðum íslenskrar
utanríkisstefnu er því að vinna gegn
hvers konar hömlum á frjálsum við-
skiptum þjóða í millum.
Sjálfstæðisflokkurinn leggur
áherslu á að staðið verði á verði um
fyllstu réttindi íslands innan auð-
lindalögsögunnar og réttinda ís-
lands á hafsbotnssvæðunum utan
hennar verði tryggð svo sem
alþjóðasamningar frekast heimila.
Bjartari framtíð.
Við íslendingar höfum öll skilyrði
til að geta búið vel í landi okkar.
Það er gjöfult og gott og fámennið
ætti að gera okkur auðveldara en
milljónaþjóðum að hafa stjórn á
eigin málum. Síðustu misserin hafá
verið erfið, verðbólgan æðiráfram,
svo að hvorki einstaklingar né fyrir-
tæki geta gert áætlanir fram í
tímann. Það hefur lcitt til ringul-
reiðar í fjármálum, sljóvgað sið-
gæðisvitund og valdið ranglæti og
óþolandi mismunun. Það dregur úr
sjálfsbjargarhvöt, framleiðsla
minnkar en lífskjör versna. Þetta
hefur dregið úr trausti manna á
stjórnarfarinu og undirstöðu þess,
þingræðinu. í slíkum jarðvegi
blómstra sundrungaröfl og lausung
vex.
Við íslendingar stöndum nú
frammi fyrir miklum vanda í
efnahagsmálum. Sagan kennir
okkur, að á örlagatímum hefur
þjóðin borið gæfu til að standa
saman og takast á við örðugleikana,
ef henni er veitt styrk forysta. Á
þetta leggur Sjálfstæðisflokkurinn
áherslu um leið og hann gengur frá
stefnumörkun sinni fyrir komandi
alþingiskosningar. Sjálfstæðisflokk
urinn vill beita nýjum ráðum við
stjórn landsins. Þau munu stuðla að
jafnvægi og festu og leysa framtak
einstaklinga úr læðingi. Með sam-
eiginlegu átaki sigrumst við á erfið-
leikunum.
Sjálfstæðisflokkurinn höfðar
einn flokka til allra stétta og getur í
trausti þess leitt þjóðina frá upp-
lausn til ábyrgðar.
Leið þjóðarinnar til bjartari
framtiðar er leið Sjálfstæðisflokks-
ins.
Ígggg
ÍSLENDINGUR - 5