Íslendingur - 07.04.1983, Qupperneq 8
RAFORKA HF. GLERÁRGÖTU 32 Slmar: 23257 og 21867
Miðvikudaginn 13. april nk. kl. 20-22 verða
bæjarfulltrúarnir Freyr Ófeigsson og Þor- gerður Hauksdóttir til viðtais í fundarstofu Raflagnir - viðgerðarþjónusta
bæjarráðs, Geislagötu 9, 2. hæð. yEsl á raflögnum og
Bæjarstjóri. heimilistækjum.
KÖRFUBÍMLEIG4
25 25259 Q 21673
KOPPAR OG
Leikfélag Akureyrar: Spékoppar
Höfundur: Georges Feydeau
Leikstjóri og þýðandi: Flosi Olafsson
Leikmynd og búningar: Jón Þórisson
Lýsing: Viðar Garðarsson
Aðstoðarleikstjóri: Ragnheiður Tryggvadóttir
LAXEROLÍA
Ekki hafa mörg verk Leikfélags
Akureyrar fengið jafn ítarlega
og hástemmda umfjöllun áður
en að sýningu kemur en „Spé-
koppar Feydeaus og Flosa“.
Hér er verið að leiða okkur á vit
eins af „heimsmeisturum farsa-
komedíunnar“ og okkur er sagt
að: „Farsar eftir Feydeau eru
klassiskir ekki síður en meistara-
verk Moliers, Bachs eða
Mószarts“, og að nafn Fedeaus
sé eitt af skærustu nöfnunum í
gjörvallri heimsbókmenntasög-
unni og er vitnað í „Fló á
skinni“ því til staðfestingar. Við
höfum fengið að lesa um vinnu-
aðferðir höfundarins t.d. þessa:
„Samt ákvað Feydeau ekki
uppbygginguna fyrirfram. Hann
kom persónum sínum í
óumflýjanlegan vanda strax í
fyrsta þætti. Síðan urðu þær
sjálfar að krafsa sig fram úr
vandræðunum”. Eða: „Það má
aldrei segja setningu sem
aðstæður eða framvinda leiks
krefjast ekki. í þessu felst
lykillinn að hinni hnitmiðuðu
kómik Feydeau. Væri einni
setningu kippt út úr einhverjum
farsa hans hryndi hann til
grunna“. Sic! !
Leikstjórinn hefur einnig
verið óspar á yfirlýsingar um
ágæti þessa „dúndur farsa“,
sem hann segir „drephlægi-
legan“ og þeim mun skemmti-
legri sem hann heyrir hann
oftar'.
Eftir nú allt sem ég hafði lesið
og heyrt um „Spékoppana"
síðustu vikurnar var eftirvænt-
ingin ekki lítil að sjá hvernig
heimsmeistarar í försum og
klassískir snillingar bæru sig að
við að skemmta fólki. Þegar ég
nú þar að auki hafði kvöldið
•áður séð í sjónvarpinu forkunn-
ar skemmtilega tragikómedíu
Þórbergs og Kjartans, sem eru
ekki einu sinni heimsfrægir,
hvað þá meira, brann ég í
skinninu að sjá klassiska snilld,
sem mér hafði verið lofað ótt og
titt.
Efni „Spékoppa” er ekki
innviðamikið enda óþarft að
gera kröfu um slíkt í ærslaleik en
i hnotskurn fjallar leikurinn um
óbrjótandi koppa sem brotna
og tvo menn sem laxera án þess
að vilja það. Samtöl og orða-
leikir eru víða hnyttileg en í
heild er leikurinn víðsfjarri
þeirri klassísku heimsfrægð, sem
hann er sagður hafa aílað
höfundi sínum, og verður með
engu móti séð hvaða tilgangi
það þjónar að auglýsa upp það
sem ekki er. Þegar slíkar yfir-
lýsingar eru gefnar verða
væntingarnar miklar, vonbrigðin
sárari.
Eg dáðist hins vegar að Þráini
Karlssyni, Sunnu Borg, Marinó
Þorsteinssyni og Ragnheiði
Tryggvadóttur fyrir ágæt tilþrif
þeirra og leik. Þau gerðu svo
sannarlega sitt og tókst þrátt
fyrir allt að gera leikhúsferðina
þess virði að vera farin. Gunnar
Ingi stóð sig einnig eins og hetja i
orðljótum mótmælum sínum
gegn móður, föður og laxerolíu.
Kristjönu og Theodórgáfust ekki
tækifæri til afreka en stóðu fyrir
sinu. Mállýti voru nokkur og
stakk í eyru „líter“ t.d., sem mér
skilst að þýði það sama og lítri á
íslensku og verður þýðandinn
og leikstjórinn að bera ábyrgð á
slíku.
Listin krefst þess að henni sé
þjónað af lotningu og einlægni.
Ekki með yfirlýsingum.
Leikstjórinn, Flosi Ólafsson,
hefur í þessu dæmi kosið yfirlýs-
ingar. Það er rétt eins og listin
hafi orðið hornreka. Það eru auk
þess vondar yfirlýsingar að segja
að maður sé að setja upp heims-
listina, drephlægilega þar að
auki, þegar föndrað er við
eitthvað allt annað. Væri ef til
vill vænt ef næst fengju leikhús-
gestir færri yfirlýsingar en meiri
heimslist.
Leikfélag Akureyrar hefur
einatt sýnt að það hefur metnað,
dugnað og starfskrafta til
mikilla átaka. Þess vegna eru
„Spékoppar" eins og dálítið út í
hött og hreint ekki í samræmi
við þann metnað sem leikarar
félagsins leggja í starf sitt né í
samræmi við hróður félagsins.
Kr. G. Jóh.
Kjósendurá
kjörskrá
Tala einstaklinga, 20 áraog eldri á þessu
ári, í hverjum kaupstað og hverri svslu,
svo og í hvcrju kjördæmi til alþingis-
kosninga.
Tala kjósenda á kjörskrá meö kosn-
ingarétt á kjördegi við alþingiskosning-
ar 2. og 3. desember 1979 er tilgreind til
samanburöar.
Kaupstaðir 1983 1979
Reykjavík 59.9I9 56.402
Kópavogur 9.263 8.808
Seltjarnarnes ... 2.233 1.795
Garðabær 3.325 2.620
Hafnafjörður ... 7.895 7.335
Grindavík 1. 138 1.005
Keflavík 4.308 3.951
Njarðvík 1.302 1.109
Akranes 3.360 2.905
Bolungarvík .... 771 697
Isafjörður 2.I72 1.955
Sauðárkrókur .. . 1.444 1.306
Siglufjörður .... 1.330 1.341
ÓlafsQörður .... 742 683
Dalvík 845 758
Akureyri 8.712 7.947
Húsavík 1.559 1.405
Seyðisfjörður ... 628 596
Neskaupstaður .. l .061 1.040
Eskifjörður 691 622
Vestmannaeyjar . 2.936 2.807
Selfoss 2.I9I 1.907
Sýslur 1983 1979
Gullbringusýsla 1.779 1.549
Kjósasýsla 2.496 1.838
Borgarfj.sýsla ... 933 903
Mýrarsýsla 1.636 1.535
Snæfellsnessýsla . 2.843 2.634
Dalasýsla 703 702
A-Barðarst.sýsla 256 264
V-Barðarst.sýsla . 1.275 1.170
V-Isafjarðarsýsla 1.010 1.008
N-Isafjarðarsýsla 344 325
Strandasýsla .... 747 731
V-H únavatnssýsla 987 964
A-Húnavatnssýsla 1.689 1.558
Skagafjarðarsýsla 1.439 1.391
Eyjafjaðrarsýsla . 1.620 1.597
S-Þingeyjarsýsla . 1.933 1.817
N-Þingeyjarsýsla 1.137 1.117
N-Mýlasýsla .... 1.498 1.439
S-Múlasýsla .... 2.976 2.731
A-Skaftafellssýsla 1.448 1.255
V-Skaftafellssýsla 892 905
Rangárvallasýsla 2.254 2.146
Árnessýsla 4.236 4.000
Kjördæmi 1983 1979
Reykjavík 59.919 56.402
Reykjaneskjd. ... 33.739 29.510
Vesturlandskjd. . 9.475 8.679
Vestfjarðarkjd. .. 6.575 6.150
Norðurl.kjd. vest. 6.889 6.560
Norðurl.kjd. eyst. 16.548 15.324
Austurlandskjd. . 8.302 7.683
Suðurlandskid. . . 12.509 11.765
Allt landið 153.956 142.073
Framsóknarmönnum finnst
gaman að segja fólki frá því þessa
dagana, að allir flokkar aðrir en
þeir séu bónir að ákveða að láta
kjósa aftur í sumar. Þetta ætli
menn að gera þrátt fyrir það að
ríkisstjórninni hafi tekist að
koma verðbólgunni í 100%, sem
nú verði að ráða bót á. Öðrum
eru gerðar upp hinar verstu hvatir
í þessu sambandi, svo sem þær að
forystumenn annarra flokka séu
ekki öruggir um að sitja á þingi
eftir jtessar kosningar, en eigi
meiri möguleika samkvæmt
nýjum kosningalögum, eða þá í
öðru lagi, að „Reykjavíkurvald-
ið“ geti ekki beðið með að ganga
á milli bols og höfuðs á lands-
byggðinni. Það hefur lítið heyrst
um þessi mál á Norðurlandi
vestra, þar sem „göngumenn"
stefna að því að fella annan mann
Framsóknar, en fengju auðvitað
ekki 5% atkvæða á landsvísu eins
og smáflokkar þurfa samkvæmt
nýja kosningalagafrumvarpinu.
Fyrir aðra en Framsóknar-
menn, en á þeim bíta að
sjálfsögðu engin rök, er rétt að
velta fyrir sér hugsanlegri
atburðarás eftir kosningar. Það
ætti varla að þurfa að taka það
fram, að það er alls ekki búið að
ákveða aðrar kosningar í surnar
eða haust. Það er hvorki lagalega
né tæknilega mögulegt. Það er
bara sauðsvört framsóknarlygi.
Eitt af því fyrsta sem gerist
eftir kosningar verður væntanlega
það, að ráðherrar standa við
stóru orðin og ríkisstjórnin segir
af sér, en verður auðvitað beðin
að sitja þar til ný stjórn hefur
verið mynduð.
I framhaldi af þessu verður svo
þing hvatt saman til þess m.a. að
mynda nýja þingræðisstjórn.
Hvenær það verður gert er enn á
huldu, en forsætisráðherra
núverandi ríkisstjórnar hefur þar
ugglaust mikil áhrif.
Við skulum segja að það takist
að mynda ábyrga ríkisstjórn með
þingmeirihluta að baki og það
innan mjög langs tíma. Öllum má
þó ljóst vera, að það verður ekki
auðvelt að mynda samsteypu-
stjórn um þær aðgerðir sem
nauðsynlegar eru í efnahags-
málum. Meirihlutastjórn eins
flokks yrði örugglega mun fljótari
að hefjast handa.
Þá liggur fyrir þessu þingi að
afgreiða þær breytingar á
stjórnarskrá, sem samþykktar
voru í vetur og hugsanlega þær
breytingar á kosningalögunum,
Eitt
skref
í
einu
sem kynntar væru um leið.
Ekki er ólíklegt að ýmsar
lagasetningar þurfi til að fylgja
óhjákvæmilegum efnahagsráð-
stöfunum úr hlaði, nema þessi
nýja stjórn kjósi að fylgja
tískunni og stjórna mest með
bráðabirgðalögum.
Að þessu loknu getur hinn nýi
forsætisráðherra sent þingið heim
- en hvað svo? Mikill meirihluti
þjóðarinnar unir alls ekki því
misvægi atkvæða, sem nú er við
Alþingiskosningar. Þess vegna
samþykktu allir flokkar, líka
Framsóknarmenn, drög að leið-
réttingum á þessu misvægi. Nú
virðast Framsóknarmenn sjá eftir
öllu saman og helst aldrei vilja
kjósa eftir þessum breyttu
kosningalögum, sem óneitanlega
minnkaði forréttindi Framsóknar-
flokksins og lækkaði þingmanna-
hlutfall hans. Svo gleyma þeir
því, að stjórnarskrárbreytingu
þarf að kjósa um tvisvar.
Aðrir, sérstaklega hin nýju
stjórnmálasamtök, sem telja sig
meiri lýðræðissinna en aðra
landsmenn, telja að alls ekki sé
nóg að leiðrétta atkvæðamisvægið
í það horf sem var 1959, þegar
það var 1 á móti u.þ.b. 2,5. Þeir
vilja hlutfallið 1 á móti 1 og munu
vinna að því áhugamáli sínu með
öllum ráðum þar til kosið verður
næst. Eitt er víst, að þingmenn
Reykjavíkur og Reykjaness munu
ekki geta setið auðum höndum í 4
ár og látið kjósendur sína bíða
eftir þeirri málamiðlunarleið-
réttingu, sem þó var búið að lofa.
Aðrar kosningar munu því liggja í
loftinu, ef ekki strax þá í haust,
eftir 1 ár eða e.t.v. 1 og 1/2-2 ár.
Með slíkt sverð yfir höfði sér mun
verða hálfu erfiðara að mynda
samsteypustjórn, sem þorir að
gera nauðsynlegar efnahags-
ráðstafanir. Slík stjórn mun ætíð
líta á sig sem bráðabirgðaríkis-
stjórn, sem bjargar „lífsnauðsyn-
legustu“ málum um stund,
vonandi þó, og það verður að
tryggja með aðgerðum, sem hægt
verður að byggja ofan á. Þessa
stöðu ættu aðrir en sauðþráir
Framsóknarmenn að íhuga.
Annars þurfum við hér á
Norðurlandi eystra síður að taka
mjög harða afstöðu í deilum um
jöfnum atkvæðisréttar. Atkvæða-
vægi hér leiðréttist nokkuð við
þær breytingar, sem fyrirhugaðar
eru, við erum í orðsins fyllstu
merkingu mitt á milli Suðvestur-
hornsins og annarra landshluta
að þessu leyti. Okkur ber því að
stuðla að ásættanlegri mála-
miðlunarlausn í þessu kosninga-
ráttarmáli. En okkur ber auðvitað
fyrst ogfremst að stuðla að því að
lausn fáist á okkar efnahags-
vanda með styrkri og starfhæfri
ríkisstjórn. Sú lausn fæst ekki
með samsteypustjórn, sem á yfir
höfði sér nýjar kosningar. Við
skulum taka eitt skref í einu og
ekki láta villa okkur sýn með
pólitísku moldviðri.
Islendingur
SlMINN ER Bílasala JL
oi >ion Bílaskipti ^
álHÍOU BÍLASALAN UO
jheimilistæki, Þilofnac
m mhitadunkar
'M*»
KAUPANGI - AKUREYRI
VERSLIÐ ,
KJÁ FAG-1
MANNI
NÝLAGNIR
VI0GER0IR |
VIOHALO
BOX 873 - SIMI. 25951 VERSUIN