Vísbending - 13.02.2009, Side 4
4 V í s b e n d i n g • 7 . t b l . 2 0 0 9
framhald af bls. 3
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson
Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík.
Sími: 512 7575. Myndsendir: 561 8646.
Net fang: visbending@heimur.is.
Prentun: Heimur. Upp lag: 700 eintök.
Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita
án leyfis út gef anda.
Aðrir sálmar
Forsetaskrifstofan hefur ekki sent frá sér eftirfarandi tilkynningu:
Í tilefni af grein Eiðs Guðnasonar
sendiherra í Morgunblaðinu vill skrifstofan
taka það fram að forseti lýðveldisins hefur
lesið miklu fleiri skýrslur sendiherra en
Eiður. Skýrslur sendiherra eru yfirleitt
mjög vitlausar. Afar vitlausar. Það kemur
til af því að sendiherrar eru yfirleitt fullir
á samkomum og vita því ekkert hvað
þar fer fram. Sendiherrarnir sem komu
saman á byltingardaginn 7. nóvember
voru mjög spældir því að forseti
lýðveldisins talaði í tvo tíma, átti mjög
gagnlega samræðu, eða svo vitnað sé í
grein Eiðs: „Greinarhöfundur hefur líka
rætt við annan sendiherra, langreyndan
diplómat, sem hlýddi á Ólaf Ragnar í
þessum hádegisverði. Hann sagði: „This
was a once in a lifetime experience“ –
eða „Svonalagað upplifir maður aðeins
einu sinni á ævinni“.“ Þarf frekar
vitnanna við? Sendiherrarnir, þeir sem
ekki voru allt of fullir til þess að skilja
hve merkilegt er að vera náinn forseta
lýðveldisins, töldu þetta alveg einstaka
tilfinningu.
Forseti lýðveldisins er afar upptekinn
maður. Hann þarf að mynda ríkisstjórnir,
ræða við fréttamenn í erlendum
glamúrblöðum og gæta þess að konan
hans verði sér ekki til skammar. Hann má
ekki vera neitt að því að leiðrétta einhvern
sparðatíning í blöðunum. Hvernig dettur
einhverjum sendiherra, sem síðast var í
Færeyjum „of all places“, að vilja eitthvað
upp á dekk. Öll grein sendiherrans er
uppspuni frá rótum. Hann segir meðal
annars: „Ólafur Ragnar sagði þar meðal
annars, að Rússum stæðu allar dyr
opnar á Íslandi, hvort sem um væri að
ræða olíuhreinsunarstöð eða aðstöðu á
Keflavíkurflugvelli. Íslendingar þyrftu
að finna sér nýja vini.“ Í fyrsta lagi er
þetta ósatt, í annan stað átti forsetinn við
að hann þyrfti að eignast nýja vini aðra
en kratadindla eins og Eið Guðnason
og í þriðja lagi er ekkert að þessum
skoðunum. Forsetinn mótar utanríkis-
stefn una milli þess sem hann stöðvar
útrennsli til Þjóðverja úr bankakerfinu og
heldur aftur af aröbum á Íslandi. bj
Þú mátt ekki
tala svona, Eiðurnytjagreiningu fyrir hvert verkefni sem
kemur til greina til að vera viss um að
það standi undan sér. Slíkt getur verið
tímafrekt og ekki er hægt að vera fullviss
um niðurstöðurnar.
Þá geta framkvæmdir á vegum
ríkisins einnig dregið úr framkvæmdum
í einkageiranum, sem alla jafna eru
hagkvæmari. Þetta gerist vegna þess
að ríkið tekur að einhverju leyti til sín
fjármagn og vinnuafl sem einkageirinn
hefði annars notað. Þessi áhrif eru þó
alla jafna minni í kreppu en þenslu. Og
að síðustu er hætta á því að erfitt verði að
draga úr umsvifum hins opinbera, þegar
þau eru komin á.
Það ríkir sæmileg eining um að ríkið
getur örvað efnahaginn að minnsta kosti
til skamms tíma. Kárahnjúkavirkjun og
meðfylgjandi þensla bera vitni um það.
Hægt er að hjálpa fyrirtækjum að komast
yfir erfiðasta hjallann og koma þannig
komið í veg fyrir að félög sem skapa
raunveruleg verðmæti fari á hausinn og að
verðmæt þekking tapist. Hins vegar tefur
það fyrir nauðsynlegum breytingum, bæði
innan fyrirtækja og í samfélaginu í heild.
Mögulega getur samdráttur einfaldlega
orðið vegna nauðsynlegrar aðlögunar,
þar sem fólk og fjármagn þarf að flytjast
um set vegna úreltra atvinnugreina eða
tækniframfara.
Þrátt fyrir að ofangreindir ágallar eigi
við almennt um hallarekstur ríkisins eru
þeir ívið minni við skattalækkanir. Eins og
áður sagði er umdeilt hver áhrifin eru eða
hversu sterk þau eru. Útfærslur á hvoru
tveggja geta einnig verið með ýmsum
hætti og því er erfitt að alhæfa.
Í öllu falli er aðeins verið að draga
úr sjúkdómseinkennum þegar farið
er í örvandi aðgerðir. Slíkt getur verið
fullkomlega réttlætanlegt, enda eru
þessi einkenni, svo sem atvinnuleysi
og minnkandi kaupmáttur, oft mjög
sársaukafull og hafa ekki aðeins
efnahagslegar heldur einnig alvarlegar
félagslegar afleiðingar. Þá getur reynst best
að dreifa sársaukanum yfir lengri tíma.
Hins vegar verður að gera grein fyrir því
að undirliggjandi sjúkdómur í kerfinu
er enn til staðar. Ef fjármálastofnanir og
umgjörð fjármálakerfisins eru gölluð, þá
skiptir engu hve miklu er eytt, umgjörðin
verður ennþá jafn gölluð. Að takast á við
sjúkdóminn sjálfan er annars eðlis, og óháð
þeim aðgerðum sem hér eru reifaðar. Það
ber þó að forðast að taka rangar ályktanir.
Ríkisrekstur á bönkum hefur ekki gefist
vel, frekar en á öðrum fyrirtækjum. Slíkt
ber áralöng reynsla Íslendinga með sér.
Hvað með Ísland?
Kreppan hefur skollið á með meiri þunga
á Íslandi en í öðrum löndum. Fyrirtækin
eiga í miklum erfiðleikum með rekstur.
Mörg þeirra hafa farið á hausinn eða eru
á leiðinni í þrot. Atvinnuleysi hefur aukist
hratt. Fólk hefur síður efni á neyslu þannig
að eftirspurn minnkar. Því þurfa fyrirtækin
að draga enn frekar saman seglin. Vegna
þess hve háar erlendar skuldir ríkissjóðs
eru, þá hafa Íslendingar minni möguleika
en aðrar þjóðir til þess að „eyða sig úr“
vandanum. Þjóðinni bjóðast aðeins
takmörkuð lán frá nágrannalöndunum
og ekki er víst að það væri æskilegt að
taka lán þótt þjóðinni byðust þau vegna
mikils halla ríkissjóðs. Við værum betur
sett hefði Kárahnjúkavirkjun fengið að
bíða. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur
að vísu veitt Íslandi leyfi til þess að taka
inn verkjatöflu og reka hið opinbera með
talsverðum halla á þessu ári, en strax á
því næsta þarf að vera herða enn ólina.
Þegar kemur til niðurskurðar á næsta ári
munu líkast til margir til viðbótar missa
vinnuna. Halli á ríkisfjárlögum núna getur
orðið til þess að hjálpa okkur í gegnum
nauðsynlega aðlögun, en mun ekki verða
til þess að auka landsframleiðslu til lengri
tíma. Útfærslan getur þó verið með
ýmsum hætti og skiptir mestu hvernig
aðgerðirnar eru framkvæmdar.
Íslendingar eru ekki eina þjóðin
sem hefur lent í gjörgæslu hjá
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Sjóðurinn
hefur hingað til sett þjóðir í strangara
aðhald en ríkir hér á landi. Þær þjóðir
hafa þurft að fara strax í sparnaðaraðgerðir
og draga úr ríkisútgjöldum. Einnig hefur
hann gert strangari kröfu um engin
afskipti af gjaldeyrismarkaði. Fyrir vikið
hafa viðkomandi lönd farið í gegnum
skarpari efnahagslægðir, en á móti hafa
þau oft náð sér á strik á furðu skömmum
tíma. Reynslan bendir til þess að þjóðin
muni ná sér upp úr núverandi kreppu,
jafnvel þótt ríkisstjórnin hafi takmarkaðan
straum á startköplunum.
Ef fjármálastofnanir
og umgjörð fjár mála
kerfisins eru gölluð, þá
skiptir engu hve miklu
er eytt, umgjörðin
verður ennþá jafn
gölluð.
Kári S Friðriksson.