Vísbending


Vísbending - 25.09.2009, Side 1

Vísbending - 25.09.2009, Side 1
25. september 2009 38. tölublað 27. árgangur ISSN 1021-8483 1Er íslenska króna undir-rót efnahagsvandans eða hjálpartæki í efnahagsþrengingum? Samanburður við aðra gjaldmiðla styður það að krónan sé of lágt skráð núna. Hagfræðingar eru umdeild stétt sem stundum hefur aðrar skoðanir en almenningur. Íslendingum finnst þeir einangraðir. Viðbrögðin eru að einangra sig enn frekar. 3 Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V í s b e n d i n g • 3 8 . t b l . 2 0 0 9 1 2 4 Er 2.000 krónu bjór framtíðin? framhald á bls. 4 Margir hafa að undanförnu lýst yfir ánægju sína með íslensku krónuna og hversu vel hún vinni fyrir þjóðarbúið. Þeir sem þannig tala líta alveg framhjá þeim alvarlegu afleiðingum sem gengisfallið hefur og óréttlæti sem fylgir þeirri geysimiklu tilfærslu fjármuna sem hún veldur. Meðal þeirra sem tala af viðamikilli vanþekkingu um málið eru Nóbelsverðlaunahafinn Stiglitz sem taldi gengishrunið mikla blessun. Líklegast er flestum þeirra sem telja að lágt gengi krónunnar hjálpi Íslendingum ókunnugt um mikla skuldsetningu í erlendri mynt. Um þetta var fjallað í síðasta tölublaði Vísbendingar þar sem vitnað var til orða Baldurs Péturssonar sem benti á að lágt gengi krónunnar er einmitt einn aðalvaldur að erfiðri stöðu margra íslenskra heimila og flestra fyrirtækja. Ef þjóð vill halda úti eigin gjaldmiðli verður skiptigengi hans auðvitað að vera rétt. Þeir sem telja að eðlilegt sé að bjórglas kosti tvö þúsund krónur, eins og margir hafa lent í á ferðum sínum erlendis, hljóta að krefjast þess að gengi krónunnar sé fest þar sem það er nú. Nýlegt minnisblað frá Deutche Bank þar sem staða Íslands er borin saman við ástandið á Írlandi kemur inn á það hve hættulegt það er að vera með lítinn gjaldmiðil eins og krónuna. Þar segir m.a.: „Augljósasti munurinn á stöðu þjóðanna í dag er að aðild Írlands að ESB gerði það að verkum að landið hafði aðgang að fjármagni til að aðstoða bankakerfið og ríkissjóð. Þetta gerði Írlandi kleift að forðast gengishrunið sem Ísland lenti í, versnandi stöðu einkageirans hvað skuldabyrðar varðar og setningu víðtækra gjaldeyrishafta.“ Við bankahrunið féll krónan líka og hafði fall hennar raunar hafist talsvert fyrr. Hagfræðingarnir Heiðar Már Guðjónsson og Ársæll Valfells fjölluðu um höftin og skaðsemi krónunnar í nýlegri grein í Fréttablaðinu. Þar rifja þeir upp minningar um krónuna: „Saga krónunnar er ein samfelld sorgarsaga. Til eru menn sem segja að við þessar eða hinar aðstæður virkar krónan vel. Það er sama hvaða fimm ára tímabil í sögu hennar menn velja, sú fullyrðing stenst hvergi. Allt frá því að verðtrygging var tekin upp fyrir þrjátíu árum, varð til ný mynt, verðtryggð króna, sem lánveitendur treystu sér til að lána í. Óverðtryggða krónan var þar með nánast sett til hliðar í fjármálakerfinu. Þegar gjaldeyris höftum var aflétt eftir inngöngu í EES varð aðgangur að erlendum lánum óhindraður, og verðtryggða krónan, sem sökum fylgni verðbólgu við erlent verðlag er ígildi erlendrar myntar frekar en íslenskrar krónu, minnkar að vægi í lánakerfinu.“ Íslendingar þurftu í rúmlega 60 ár að búa við meiri höft en nokkur þjóð önnur á Vesturlöndum. Í kreppunni árið 1930 voru sett upp innflutningshöft. Jafnframt var gjaldeyrir takmarkaður og ákveðin fyrirtæki fengu einkaleyfi til útflutnings á fiski, svo að dæmi séu tekin. Ársæll og Heiðar Már vara við höftunum: „Því eru núna þeir Íslendingar til sem þykjast vera að kaupa sér húsnæði eða bíl erlendis og fá til þess afgreiddan gjaldeyri á opinberu haftagengi Seðlabanka Íslands. Kaupin ganga síðan aldrei formlega í gegn heldur er gjaldeyririnn tekinn og seldur aftur á svörtum markaði, hinum óopinbera markaði utan Íslands, og þar fæst 20% hærra verð fyrir gjaldeyrinn. Með þessu missir Seðlabankinn evrur út úr forða sínum, sem séðir aðilar taka, og selja hærra verði erlendis, hirða muninn og græða á höftunum. En það eru aðrar afleiðingar sem eru miklum mun alvarlegri en sú að gjaldeyrisforði Seðlabankans tæmist í vasa spákaupmanna. Með höftunum lamast allt fjármálakerfi landsins. Aðgangur að lánsfjármagni verður enginn og það fjármagn sem sárlega vantar til endurreisnar íslensks efnahags berst ekki. Ísland breytist því í lokað hagkerfi.“ Þeir sem telja að eðlilegt sé að bjórglas kosti tvö þúsund krónur, eins og margir hafa lent í á ferðum sínum erlendis, hljóta að krefjast þess að gengi krónunnar sé fest þar sem það er nú. Sorgarsaga krónunnar

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.