Vísbending


Vísbending - 22.06.2009, Qupperneq 1

Vísbending - 22.06.2009, Qupperneq 1
það ekki sérstaklega við skattfrelsi iðgjalda. Á tíunda áratug 20. aldar var iðgjaldið svo undanþegið skatti beint. Aldrei hefur verið greiddur skattur af iðgjaldahluta launagreiðenda, sem lengst af var 6% en er nú 8%. Í raun er það bara orðaleikur hvor borgar iðgjaldið því að á endanum er þetta hluti af kjörum launþegans. Fjármagnstekjur eru ekki skattlagðar hjá lífeyrissjóðunum. Þessi tegund sparn aðar nýtur að þessu leyti sérstakra forréttinda. Gera má ráð fyrir því að ríkið hafi á liðnum árum orðið af skatttekjum sem nema tugum milljarða króna, en flest árin var ávöxtun á lífeyrissjóðum mjög góð. Því var ekki að heilsa árið 2008 þegar tap var á fjárfestingum. Launþegar fá hærri lífeyrisgreiðslur en ella vegna þess að sjóðirnir eru undanþegnir þessum sköttum. Þegar lífeyrir kemur til greiðslu er hann skattlagður eins og hverjar aðrar tekjur. Oftast er talið best að skattar séu almennir og án undantekninga. Tví sköttun er afleit af því að hún dregur úr hvata til þess að afla tekna og það getur leitt til óhagræðis ef sumir greiða lægri skatta en aðrir. Með þetta í huga er eðlilegt að miða við að menn greiði tekjuskatt og útsvar einu sinni af launatekjum og jafnframt að menn greiði einu sinni fjármagnstekjuskatt af fjármagnstekjum. Í lífeyriskerfinu er þessu ekki þannig farið. Tekjuskattur er greiddur þegar menn Þingflokkur sjálfstæðismanna lagði nýlega fram tillögur um ýmsar aðgerðir vegna efnahagsþrenging­ anna. Meðal þeirra atriða sem þar eru nefnd eru skattlagning lífeyrisiðgjalda þegar þau eru greidd, en þau eru nú undanþegin skatti. Þess í stað yrði lífeyririnn ekki skattlagður þegar þar að kæmi. Þessar tillögur eru róttæk breyting á lífeyriskerfinu. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að finna skattstofn sem hægt er að nýta, án þess að hann leggist af ofurþunga á almenning eða fyrirtæki. Sjálfstæðismenn segja sjálfir að með þessu móti myndu fást um 40 milljarðar króna í ríkissjóð. Hvað afleiðingar hefur þessi kerfisbreyting fyrir þá sem koma við sögu, það er almenning, ríkissjóð og lífeyrissjóðina? Með breytingunni yrði að skipta lífeyrissjóðunum í tvennt. Núverandi kerfi, kerfi A segjum, sem verður lokað fyrir iðgjöldum um leið og nýja kerfið er tekið upp. Nýja kerfið B tæki svo við öllum iðgjöldum eftir þann dag. Það er ekki sagt í tillögunni hvernig skattfærslan yrði útfærð, en hér er gert ráð fyrir því að lífeyrissjóðirnir stæðu skil á skattinum af öllum iðgjöldum, hvort sem talað er um hluta lífeyrisþega eða atvinnuveitanda. Hvernig er kerfið núna? Öll iðgjöld sem greidd eru í lífeyrissjóð eru undanþegin skatti. Óumdeilt er að svo hefur verið í rúman áratug en því má halda fram með rökum að svo hafi alltaf verið. Iðgjöld launþega, sem eru 4%, en auk þess allt að 4% til séreignasparnaðar, hafa verið skattfrjáls að öllu leyti eða að hluta mjög lengi. Þegar skattar voru greiddir eftir á voru iðgjöldin frádráttarbær þótt flestir nýttu sér það reyndar ekki því að 10% fastur frádráttur á allar tekjur gaf betri niðurstöðu fyrir flesta framteljendur. Þegar staðgreiðsla skatta var tekin upp var ýmsum frádráttarliðum safnað saman og þeir settir inn í svonefnt frítekjumark. Þetta gerði það að verkum að menn tengdu 22. júní 2009 25. tölublað 27. árgangur ISSN 1021­8483 1Tillögur sjálfstæðis­manna um að skattleggja iðgjöld lífeyrissjóða eru róttækar. Með þeim fengi ríkið mjög miklar tekjur en launþegar og fyrirtæki fyndu lítið fyrir skattinum. Icesave­máið hefur verið rætt mikið lagalega. Hvað um efnahagslegan grunn? Þetta mál málanna í dag hefur ýmsar hliðar og mörgu blandað saman við það. 3 Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V í s b e n d i n g • 2 5 . t b l . 2 0 0 9 1 2 4 fá tekjurnar til ráðstöfunar, þ.e. þegar þeir komast á eftirlaunaaldur. Hins vegar er fjármagnstekjuskatturinn aldrei greiddur. Almennur lífeyrissparnaður nýtur því skattfríðinda umfram venjulegan sparnað. Ástæðan fyrir því að ákveðið var á sínum tíma að skattleggja ekki fjármagnstekjur lífeyrissjóða hefur væntanlega verið sú að lífeyrissparnaður væri lögbundinn og almennur. Það væri þjóðhagslega hagkvæmt að hvetja fólk til þess að spara með þessum hætti. Auk þess myndi það draga fyrr úr þrýstingnum á almannatryggingakerfið ef lífeyrissparnaður ykist hratt. Sársaukalaust fyrir almenning Aðalkosturinn fyrir launþega eru sá að ef iðgjöldin eru skattlögð með þeim hætti sem að framan greinir er skattheimtan sársaukalaus núna. Þetta er mjög mikilvægt því að sótt er að fólki úr öllum áttum. Þegar lífeyririnn er greiddur er hann skattlaus. Ráðstöfunartekjur eru því þær sömu fyrir almenning. Að vísu flækir það dæmið að breytingar geta orðið á skattkerfinu, en eins og nú horfir fer skattprósenta væntanlega ekki lækkandi á næstunni. Fremur að tekjuskattur muni hækka meðan þjóðin vinnur sig út úr vandanum. Þetta þyrfti að skoða í smáatriðum, en í fljótu bragði virðast áhrifin á einstaklingana lítil. Tillögur um skattlagningu lífeyrisiðgjalda ! "#$%&'! ()**)'! !"#$%&'"() *+,(-"#."/"#-0)-."112&341") 5&(6#()-.711#4)8911) :36)-;6"(<)) =;.36) >9()1&.?#($"()-1("@A) 53$-9/3()-."11"() B3$C7/D)3$$2&341") E:&($3'):&(6#() -."112&341"$)-;6"(<) !;C&F(3--?G63($3() ) H2(3C),)1&.?#C/963) I3$$")13/)C?,(C&-13$'"))))) J:7C"/1).&(C3) Tafla: Kostir og gallar við að skattleggja lífeyrisiðgjöld framhald á bls. 2

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.