Vísbending


Vísbending - 22.06.2009, Blaðsíða 4

Vísbending - 22.06.2009, Blaðsíða 4
4 V í s b e n d i n g • 2 5 . t b l . 2 0 0 9 framhald af bls. 3 Aðrir sálmar Heilbrigð staða Björn Bjarnason skrifar um Icesave­málið á heimasíðu sinni 21.6.: „Þeir, sem setja aðild að ESB ofar öllu öðru, vilja umfram allt ýta Icesave­samningnum sem fyrst til hliðar. Einmitt þess vegna heyrist ekki mikið frá málsvörum ASÍ vegna Icesave.“ Sunnudaginn 16. 11. 2008 skrifaði Björn: „Tilkynnt var undir kvöld, að samkomulag hefði tekist milli íslenskra stjórnvalda og Evrópusambandsins vegna IceSave reikninganna. Um það hefur verið deilt, hvernig háttað er ábyrgðum á innistæðureikningum samkvæmt Evrópugerð, sem snertir bankaviðskipti yfir landamæri. Evrópusambandinu er mikið í mun, að enginn vafi ríki um þessa ábyrgð. Vandi okkar Íslendinga er, að Evrópugerðin er óljós og þar er alls ekki tekið mið af því, að heilt banka­ eða fjármálakerfi hrynji eins og hér gerðist. Sé vafi um ábyrgð á grundvelli þessarar gerðar, vegur hann að trausti á allri bankastarfsemi á evrópska efnahagssvæðinu. Samningsstaða Íslands er því sterk í málinu, þótt þrengt sé að hagsmunum landsins með því að tengja IceSave óskyldum málum. Þeir, sem til slíkra ráða grípa, treysta ekki á eigin málstað. Þegar samið er, hafa báðir nokkuð til síns máls. Ég hef aldrei hallast að þeirri skoðun, að samningar séu svik, þegar deilur milli ríkja eru leystar. Mér heyrist örla á því sjónarmiði í gagnrýni stjórnarandstöðu á samninginn um IceSave. Það er siðaðra þjóða háttur að ljúka deilum með samkomulagi ­ hins vegar má ekki greiða samninga of dýru verði eða afsala sér rétti til að halda lagaskilyrðum til haga og nýta lögfræðilega túlkun til hins ýtrasta.“ Margir efldu Icesave­sparnaðinn. Í Morgunblaðinu 21.6. er rakið hvernig reikningarnir uxu þó að yfirvöld í Hollandi berðust gegn því. Íslenska fjármálaeftirlitið skarst í leikinn 15. ágúst og sendi DNB [hollenska fjármálaeftirlitinu] tölvupóst „þar sem lýst er undrun yfir því að vilji sé til að stöðva innlánatöku Landsbankans í Hollandi. Engin ástæða sé til þess, enda sé staða Landsbankans heilbrigð. Auk þess sé takmörkun á útlánum í andstöðu við Evrópureglur.“ bj Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Myndsendir: 561 8646. Net fang: visbending@heimur.is. Prentun: Heimur. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. hærra. Arður og öryggi stangast á. Hvað er þá til ráða? Núverandi kerfi Innistæðutryggingarkerfi það sem rekið er hér á landi á grundvelli tilskipana Evrópusambandsins leysir innistæðu­ tryggingar vandann á einfaldan en þó hugvitssaman hátt. Innlánastofnanir greiða tiltölulega lága upphæð (1% af tryggðum innistæðum) inn í sjóð. Inngreiðslukvöðin hefur því sáralítil áhrif á rekstur fjármálafyrirtækjanna. Á móti tryggir innlánatryggingarsjóðurinn innistæður hvers innistæðueiganda hjá viðkomandi innlánastofnun upp að ríflega 20 þúsund evrum að lágmarki. Útgreiðsluskylda innlánatryggingarsjóðsins myndast ef fjármálaeftirlit ákveður að stöðva rekstur innlánastofnunar. Skv. lögum nr. 98/1999 skal eigandi óbundins reiknings fá kröfu sína greidda af þrotabúi eða úr hendi innlánatryggingarsjóðs eigi síðar en 3 mánuðum eftir að fjármálaeftirlitið hefur sett opinberað það álit sitt að viðkomandi banki geti ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart innistæðueigendum. Kveðið er á um að stjórn innlánatryggingarsjóðsins geti tekið lán til að standa við skuldbindingar sínar að þessu leyti. Útgreiðslur innlána­ tryggingar sjóðs ins mynda kröfu sjóðsins á þrotabúið og er sú krafa meðal forgangskrafna í búið. Hið raunverulega hlutverk innlána­ tryggingarsjóðsins er því að tryggja fjármagn til greiðslu lágmarks fjárhæð­ arinnar til innistæðueigenda frá þeim tíma að banki fer í þrot uns þrotabú bankans hefur verið gert upp. Með því að gera kröfur innlánatryggingarsjóðsins að forgangskröfu er tryggt eins og hægt er að útlagt fé endurheimtist. Ekki er kveðið á um það í lögum eða tilskipunum hvar sjóðurinn skuli leita fanga varðandi lánveitingar. Hinn skammi tímafrestur sem veittur er til útgreiðslu trygg ingar fjár hæð ar i nnar og sú staðreynd að sjóðurinn starfar á grund­ velli beinna lagafyrirmæla og að ráðherra viðskiptamála hefur aðkomu að stjórn sjóðsins með skipun stjórnarmanna og með lögbundinni skýrslugjöf gefur ákveðnar vísbendingar um hvert skuli leitað til þrautavara. Eins og frásögnin hér að ofan ber með sér er innlánatryggingarkerfi ESB bæði einfalt og snjallt. Lítill kostnaður er lagður á innlánastofnanir en innlánaeigendur geta fullkomlega treyst því að fyrstu 20 þúsund evrurnar á reikningum þeirra hjá hverri innlánastofnun eru 100% öruggar. Hver ber sökina? Í kjölfar bankahrunsins á Íslandi hefur borið á gagnrýni á innlánatryggingarkerfið, það sagt gallað og illa hannað. Þær fullyrðingar tel ég að hafi ekki verið rökstuddar með sannfærandi hætti. Að vísu má deila um hvort lágmarksupphæðin sem tryggð er sé of lág, enda hefur tilskipuninni nú verið breytt á þann hátt að lágmarkstryggingarupphæðin verður 50 þúsund evrur frá og með 1. júlí 2009. Þessi upphæð mun síðar hækka í 100 þúsund evrur. Önnur vandkvæði sem upp hafa komið eru að mestu leyti tengd íslensku bönkum sem söfnuðu fé í pundum eða evrum í erlendum útibúum sínum. Vandinn sem snýr að íslenska tryggingarsjóðnum er tvíþættur. Í fyrsta lagi virðist sem í tilfelli Landsbankans leiki verulegur vafi á að nægilegt fé verði í þrotabúinu til að greiða forgangskröfur. Í öðru lagi skapar það ómæld vandræði að íslenski innlánatryggingarsjóðurinn hefur takmarkaðan aðgang að erlendu fjármagni. Í báðum tilfellum er við íslensk stjórnvöld að sakast. Fjármálaeftirlitið íslenska og Seðlabanki Íslands áttu að hafa eftirlit með því hvernig Landsbankinn ráðstafaði innlánum. Ennfremur var það og er í verkahring ríkisstjórnar Íslands og Seðlabanka Íslands að sjá til þess að gjaldeyrisvarasjóður og gjaldmiðilsstefna séu með ásættanlegum og ábyrgum hætti. Bretar og Hollendingar kusu að gera upp til bráðabirgða við breska og hollenska þegna í samræmi við skuldbindingar hins íslenska innlánatryggingarsjóðs af bresku og hollensku skattfé. Icesave­ samningarnir snúast um það með hvaða hætti innlánatryggingarsjóðurinn endurgreiðir þær fjárhæðir. Á evrópska efnahagssvæðinu hefur verið byggt upp einfalt, ódýrt og traust innlánatryggingarkerfi. Það er á ábyrgð einstakra ríkja að byggja upp stofnanir kerfisins. Það er þá jafnframt á ábyrgð einstakra ríkja fari eitthvað úrskeiðis í þeim efnum. Með því að gera kröfur innlána - trygg ingarsjóðsins að forgangskröfu er tryggt eins og hægt er að útlagt fé endurheimtist.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.