Straumar - 01.10.1929, Page 4

Straumar - 01.10.1929, Page 4
146 STRAUMAR aldarinnarinnar, að lögð hafi verið sem ríkust áherzla á aðgreiningu kirkjunnar frá heiminum. Nú sé aftur það nauðsynlegt, að varast úlfa í sauðargærum í kirkjunni sjálfri, því að innan vébanda hennar séu nú orðið hættu- legustu óvinir kirkjunnar sjálfrar, er grafi undan vígi hennar. Þannig er nú varnarstaða íhaldsins innan ensku kirkjunnar. Ut frá þessum ummælum um ástandið í ensku kirkj- unni nú, vildi eg líta stuttlega á hliðstæður innan kirkju vorrar. Vér erum orðnir því all-vanir, að heyra varað við nvikapiltunum“, er grafi grunninn undati trú landsmanna og íslenzku kirkjunni. Eg ætla ekki að fara út í það at- riði hér; sagan verður öruggasti dómari í þeim efnum. Um afstöðu kirkjunnar og heimsins vildi eg aðeins fara nokkrum orðum Því ber ekki að neita, að samband kirkju og þjóðar hefur verið núið á íslandi. Kirkjan er vaxin upp úr þjóð- inni og þjóðin er vaxin upp í kirkjunni. Þó fer fjarri, að svo sé, sem ætla mætti, að kirkjan og þjóðin séu eitt og hið sama. Ber tvennt til þess, Annað það, að löngum hef- ur nðið sá skaðlegi misskilningur, að kirkjan sé sama sem prestarnir. Mislíki fólkinu við prestana, dæmir það kirkj- una út frá þeim, og setur sig sem óháðan og óábyrgan aðila utan við kirkjuna og skellir síðan skuldinni á hana, ef eitt- hvað fer miður en þjóðin óskar. Hitt er það, að þar og hvenær sem safnaðatilfinning er ríkjandi (og það er hún a. m. k. á safnaðafundum), þá eru það elcki nema nokkrir af þjóðinni, þeir innan eldri kynslóðarinnar, sem eru „kirkju- lega sinnaðir“, sem hafa áhrif og móta kirkjuna. Hinir, sama sem öll yngri kynslóðin og hinir „ókirkjulegu“ innan hinn- ar eldri, standa að ölhi nema nafninu utan kirkjunnar, hafa engin bein áhrif á stefnu hennar, láta inál hennar afskifta- laus — og verða fyrir sárlitlum áhrifum frá henni. Þeir finna sig í meiri og minni andstöðu við kirkjuna, og sjá í henni hömlur á hinar frjálsu andæfingar sínar við lífs- kröfum hins nýja tíma. Þetta leiðir óhjákvæmilega til sama ástands og ríkir í ensku kirkjunni: andstöðu kirkjunnar og heimsins.

x

Straumar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.