Straumar - 01.10.1929, Page 5
STRAUMAR
147
„Heimurinnu er hugtak erft frá hellensku tvíveldiskenn-
ingunni, sem hafði mikil áhrif á kenningar Páls og Jó-
bannesarritanna; gengur það sífellt aftur í hugsunarhætti
„kirkjulegra manna, og nú síðast í „vísindalegriu mynd í
kenningu Barths, sem hér hefur verið skýrt frá alveg ný-
lega. „Heimurinn11 birtist nú — eins og hann hefur enda
alltaf gert — í hinni ungu kynslóð, sem tekur upp nýja
hætti, ógeðfellda eldri kynslóðinni og suma andstyggilega
að hennar dómi. Vér skulum ekki ætla, að þetta fyrir-
brigði — uppreisn æskunnar — sé nbkkuð nýtt í sögunni.
Það er kannske ákveðnara nú og bilið stærra nú en fyr,
af því að hraði framþróunarinnar eykst sífelltj, eins og
fallhraðinn, En sagan endurtekst, að æskan verður að elli,
og gleymir því tilliti, sem hún krafðist sjálf meðan hún
var ung.
Roskna og ráðna kynslóðin: íhaldið, mótar kirkjuna.
Unga og framgjarna kynslóðin: nýji tíminn, mótar „heim-
inn“. Þetta er ástandið sýnt í stærstum dráttum — eg neita
ekki, að í einstaka atriðum kunni þetta að víxlast. En
þetta ástand tel eg óheilbrigt og skaðlegt. — Þ e 11 a
ástand á mikla sök á óvinsældum kirkj-
unnar og áhrifaleysi meðal helmings þjóðarinnar.
Ur þessu þarf að bæta, og það verður ekki gert nema
með gag^kvamiri sameiningar viðleitni og bróðurhug.
Dr. Barnes bendir á þörlina á samvinnu kirkjudeild-
anna sín á milli. Á það atriði verður varlega of mikil
áherzla lögð, en þó vil eg undirstrika hitt enn frekar:
einingarviðleitnina innan hinna einstöku kirkjudeilda
sjálfra, sem hann bendir á leiðina til í auknu starfi kirkj-
unnar fyrir heiminn, aukinni þátttöku hennar í úrlausn
vandamála kynslóðarinnar. Þar fær kirkjan lifandi verk-
efni. Kirkjan sem stofnun utan fólksins hefur hæpinn rétt
á sér. Kirkjan sem 3ameining allra til að leita hinnar
sönnustu og staðbeztu lausnar á hverskyns vandamálum
allra kynslóða á ótvíræðan tilverurétt, því að þá sprettur
hún upp af þörfum þjóðanna. Kirkjan sem samfélag heims-
ins barna til að leita hins æðsta og bezta í öllum viðhorf-
utn lífsins, göfga þau og fegra, er hin æðsta hugsjón þess