Straumar - 01.10.1929, Side 6
148
STRAUMAR
félagsskapar. í þeirri leit er hún ekki bundin af neinu
neraa vaxtartakmarki kristsfyllingarinnar.
Ef þessar athugasemdir minar gætu orðið til þess, að
þeir, sem fara með áhrif og völd innan kirkjunnar litu
með meiri samúð og skilningi til hinna yngri og óðfús-
ari ura nýbreytni aldarinnar, og hinir yngri og breytinga-
gjarnari sæu hjálp og aðstoð í kirkjunni og fynndu til
gagnkvæmrar ábyrgðar gagnvart henni, og að þeim ber
einnig starfandi þátttaka í stjórn hennar, þá teldi eg þær
ekki árangurslausu frá mér sendar. Og þá er mér nær
að ætla, að lærisveinarnir kæmust nær vilja meistarans
er felst í bæninni: „Ekki bið eg, að þú takir þá úr heim-
inum, heldur að þú varðveitir þá frá illu“. (Jóh. 17, 15).
Ég vildi óska, að íslenzka kirkjan gæti orðið svo víðsýn
og móðurleg, að hún hrinti ekki frá sér æskumönnunum
fyrir það, þótt eldri kynslóðinni þyki nóg um, hve langt
hún gengur á ýmsum sviðuin. Og eg vildi óska, að ís-
lenzk æska fyndi svo mikið til virðingar sinnar og rétt-
ar, að hún stæði ekki afskiftalaus utan kirkjunnar, held-
ur fynndi ábyrgð sína og léti til sín taka mál hennar,
svo að hún verði samræm hinum nýja tima og hæf til að
verða andleg móðir allra barna sinna.
Bjöm Mag'nússou.
Leiftur,
(Þessir smápistlar eru lauslega þýddir úr ,My Letters from Heaven.
- Bréf liandan að - rituð ósjálfrátt. I 1. tbl. Strauma þ. á.
er nánar minst á þessa bók).
Pæðing nýs árs.
Koma nýs árs bendir til nýrrar þróunar. Glaður og
reifur skyldi hver ganga inn í það, eins og sá sem syng-
ur sigurljóð. Horf glaður frani og fyll sál þína af von.
Alt sem þú bindur hugann við hér og allar áhyggjur þín-