Straumar - 01.10.1929, Side 7

Straumar - 01.10.1929, Side 7
STItAUMAR 149 ar eru eins og ekki neitt hjá þeim dýrðlegu dögum, er bíða þín út í eilíf. Sífelt höfum við gætur á þér, stund- um dáum við þig, en oft fær það okkur hrygðar, hversu blind jarðnesk hyggja er einatt. Framar getum við eigi sýnt, hvernig hægt er að þjást á göfugan hátt á jörðu niðri. Sonur Guðs sté fyr meir niður í jarðheim til þess að lifa hinu göfugasta lífi, þótt í holdi lifði. Við strönd tímans hefur hann eftirskilið þér spor eftir sínar heilögu fætur. Gefðu daglega gætur að þeim og fylg skímu ljóss- ins, er skín gegnum hina dimmustu nótt. Nýjársóskin mín til jarðarbyggja er þessi: „Varðveitið öll, umfram alt, hug- rekki ykkar og voldug máttarvöld munu halda í hendur ykkar. Herskarar engla standa við veg ykkar öll ár, unz þið snúið fótmálum ykkar inn í líf ódauðlegs fagnaðar og eilífs friðaru. Vinn fyrir aðra. Sá boðskapur, sem dagui hver fiytur þér er aðeins einn. Hann er sá að vinna fyrir aðra. Þótt þú þurfir að leggja hart að þér, til þess að vinna fyrir sjálfan þig, og þá, sem næstir þér standa, þá reyndu samt að gera dag- lega eitthvað fyrir þá, er standa þér fjarri. Á margan hátt geturðu orðið öðrum að liði. Og þeir sem ekkert komast burt frá heimili sínu, eða eru á annan hátt sokkn- ir í störf sín, gætu þó að minsta kosti sent hlýjar fyrir- bænir til föðurins þeim til handa, sem þjást eða syrgja. Þú getur gerzt boðberi ljóss i lieimi hér, hafirðu, þó ekki 8é nema fáein friðandi og gleðjandi orð að segja við sorgbitinn vin, eða einmana sál. Margur hefði tíma til að gleðja einmana vin, legði hann aðeins eitthvað á sig. Lát hið innra líf þitt slá ljómandi birtu út frá sér, og líði þér sjálfum einhverntíma illa, og sértu örvæntingarfullur, þá munu þeir, er þú áður huggaðir koma og gefa þér aftur brot af þeim yl, er þú hafðir vakið með þeim. Gullinn vegur. Er fólk spyr þig að því, hvaða lífi við lifum hér í þessum heimi, hvort það sé nokkuð áþekt lífinu á jörðu

x

Straumar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.