Straumar - 01.10.1929, Page 8
150
STRAUMAR
niðri, þá segðu þeitn að hugsa sér hvað jarðnesk tilvera
yrði, ef kærleikur stjórnaði öllum og friður umvefði
hvert heimili. Einnig ef að þar ríkti sífeldur, undursam-
legur fögnuður, hverskonar vellíðan andleg og líkamleg.
Þannig er lífið hérnameginn og meira að segja þúsund
sinnum dýrðlegra en þig fær dreymt um, og þó berðu
kvíða fyrir þessari stuttu ferð yfir tíl strandar eilífs Ijóss
og eilífs kærleika. Vegurinn sá er hvorki torfær né dimm-
ur, eins og ykkur hættir svo til að halda. Hann er sann-
kallaður guilin-vegur. Að ganga hann er sem að hverfa
alt í einu úr daunillu og rykugu herbergi út undir blá-
tæran og hreinan himin, þar sem alt angar af blóma-
breiðum. Að ganga gullin-veg er að hverfa til eilífra
samvista við hreinustu sálir.
Rödd Gtuðs.
Huðboð, sem menn hljóta, eru einmitt hrapalega mis-
skilin. Margur reynir að berjast gegn og bæla þau niður.
Hugboð er einatt rödd Guðs, sem er að tala til þín, eða
aðvörun vinar þíns handan að. Legðu hlustir við rödd
þeirri, er þú stendur á vegamótum eða ert í vafa. Og
láttu ekki ráð, sem veröld veitir þér, kefja þessa rödd,
sem talar innra með þér,
Leyndardómur þjáninganna.
Eg bið þig að leggja þér á hjarta, að allar sorgir,
sem henda kunna eru þér til góðs, og takmarkið er hinn
æðsti fögnuður. Þér kann að virðast að snöggt áfall sé
einatt óréttlátt og óverðskuldað. En séð frá hærri sjónar-
hól er það oft aðeins veitt í því skyni að styrkja lundar-
farið og til ágætis fyrir þann er fyrir verður. Inn í leynd-
ardóm þjáninganna fá jarðheimsbúar aldrei að fullu
skygnzt. Tak öruggur og glaður á herðar þér hverskonar
raun, og er hulunni verður lyft mun gátan ráðast við
ljós æðra lífs. p. þ.