Straumar - 01.10.1929, Side 9
S TBAUMAR
151
Biblíurannsóknir.
Frh.
R ó m v e r j a b r é f i ð er lengsta bréf Páls postula.
Eins og nafnið bendir til, er það ritað til kristna safnað-
arins í Róm, sem mönnum er ókunnugt um, hver stofnaði,
en var orðinn talsvert stór og máttugur á síðari árum
Páls (eftir 55). Páll hafði lengi hugsað sér að fara til
Rómaborgar, höfuðstaðar heimsins, þar sem allar leiðir
komu saman, og hafði látið það oft í ljós, og má gera ráð
fyrir, að söfnuðurinn í Róm hafi biðið þess með óþreyju
að kynnast hinum mikla postula heiðingjanna. En hingað
til hafði Páll ekki getað komið. Páll er nú í Korintu á
þriðju kristniboðsferðinni og er á förum þaðan austur til
Jerúsalem með samskotaféð til safnaðarins þar. En áður
en hann fer þaðan (56 e. Kr.), skrifar hann bréfið til
safnaðarins í Róm.
Geta legið til þess ýmsar ástæður. Hann hefir viljað
afsaka, að hann hverfur nú aftur austur á bóginn og lof-
ar þeim komu sinni við fyrsta tækifæri. Og honum mun
líka hafa verið hugleikið að hafa áhrif á trúarskoðanir
safnaðarins, sem hann hefir séð fyrir, að mundi verða
áhrifamikill innan kristninnar. Og einkum hefir hann
viljað innræta þeim skoðun sína á sambandi kristninnar
við gyðingdóminn, sýna þeim fram á þá skoðun sína, að
kristnir menn væri lausir undan oki lögmálsins.
Bréfið er þess vegna mjög vönduð guðfræðileg rit-
gerð, vandlega niðurraðað. Páll gerir fyrst grein fyrir
kenningu sinni, , snýr sér svo að vandamálinu, hví Gyð-
ingar höfnuðu Kristi, og síðasti kaflinn er svo áminningar.
Síðasti kapítuli hefir að geyma kveðjur til íjöldamargra
manna, sem augsýnilegt er að Páll þekkir persónulega.
En nú sést annars á bréfinu, að Páll hefir engan mann
þekt í Róm. Það er því álit manna, að 16 kapítulinn til-
heyri ekki bréfinu, heldur sé kafli úr bréfi til safnaðarins
í Efesus í Litlu-Asíu, þar sem Páll hafði dvalið lengi og
þekti því fjölda manna. Hvernig á því stendur, að þessi
kafli hefir lent aftan við Rómverjabréfið, er ekki gott að