Straumar - 01.10.1929, Blaðsíða 10

Straumar - 01.10.1929, Blaðsíða 10
seg-ja, en hann hefir verið þar svo iengi sem hægt er að rekja. — Hver áhrif Rómverjabréfið hefir haft á söfn- uðinn í Róm er ekki gott að segja, en svo sýnist, sem hann hafi fylgt Páli að málum. Rómverjabréfið hefir hinsvegar haft ákaflega mikil áhrif á guðfræði kirkjunnar, því að alt fram á þennan dag er guðfræði þess víða talin óskeikul, og til þess vísað til söhnunar guðfræðilegum setningum. Er víst óhætt að segja, að ekkert rit N. T. hefir haft önn- ur eins áhrif á trúfræði kristninna og það. Korintubréfin. Árið 50 kom Páll á 2. kristniboðsferð- inni til Korintuborgar, sem liggur í Grikklandi á eiðinu milli Korintufjarðar og Æginafjarðar. Korinta var ein mesta verzlunarborg við Miðjarðarhaf til foma, fjölmenn mjög og fjörug, en svo svallsamt var þar, að óvíða var verra. Páll sneri sér þar fyrst til Gyðinga, sem þar voru búsettir, en varð lítt ágengt, og fjandsköpuðust þeir við hann. Þá sneri hann sér til heiðingjanna, vafalítið lægstu stéttanna, þræla og hafnarverkamanna, ómentaðra og ósið- aðra. Með þeim stofnar hann stóran söfnuð og dvelur þar hjá þeim meir en ár. iSíðan hvarf hann burt til Antiokiu. En árið eftir, 52, er hann kominn til Efesus og fær þang- að nokkru seinna allljótar fregnir af siðferði safnaðarins, og skrifar þeim hvert bréfið á fætur öðru, 4 alls. Fyrsta bréf hans er nú týnt, en Páll getur um það í 1. Kor. 5, 9. Mun það hafa verið harðort mjög, en hvergi nærri náð tilgangi sínum. Páll sendir þá lærisvein sinn Timoteus, landveg suður Grikkland til Korintu, Hefir Timoteus átt að taka ofan í safnaðarmenn. En litlu eftir brottför hans fær Páll bréf frá Korintu, og þá skrifar hann þeim langt svarbréf, og það er það bréf, sem nú er kallað Fyrra Korintubréfið. Það sendir hann sjóveg, og býst við, að það verði komið á undan Timoteusi, því að ekki er nema 3 daga sigling frá Efesus til Korintu, og skipaferðir voru tíðar þar á milli. Bréfið mun ritað snemma á árinu 55 í Efesus, en þar dvaldi Páll frá 52—55. Efni bréfsina er um ólagið á söfnuðinum í Korintu, bæði í siðferðileg- um efnum og trúarlegum, og eins átelur Páll þá fyrir

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.