Straumar - 01.10.1929, Page 12

Straumar - 01.10.1929, Page 12
154 S T R A U M A 11 Nokkru seinna, í janúar 56, kemur Páll til Korintu og dvelur þar 3 mánuði og skrifar þaðan Rómverjabréf- ið. Sýnist þá samkomulagið vera í bezta gengi, en anh- ars vitum vér ekki meir um Korintusöfnuðinn. Galatabréfið. Það er allmikið vafamál, til hverra þetta bréf Páls er skrifað. Til forna voru tvö héröð í Litlu-Asíu nefnd „Galatalönd". Var annað ríki það i norðanverðri Litlu-Asíu, sem Gallar stofnuðu ]?ar 278 f. Kr. Höfuðborg þess ríkis var Ancyra (Angora), sem nú er höfuðborg Tyrkjaríkis. Hitt „Gala,talandið“ var rómverska skattland- ið í sunnanverðri Litlu-Asíu, þar sem Páll hafði farið um á 1. og 2. kristniboðsferðinni. Það var fjölment land og blómlegt og lá í alþjóðaleið, þar sem hitt Galatalandið var lítið og afskekt. Af ýmsum ástæðum, sem ekki er unt að telja hér upp, er það álit flestra fræðimanna, að Galata- bréfið sé ritað til safnaðanna í Suður-Galatalandi, sem Páll hafði sjálfur stofnað. Ætti þá bréfið að vera skrifað frá Korintuborg á 2. kristniboðsferð á r i ð 5 0. Tilefni bréfsins er það, að gyðinglundaðir kristnir menn, líklega útsendir frá Jerúsalem, höfðu komið til safn- aðanna, og predikað, að þeir, sem voru upprunalega heiðn- ir, yrðu að gangast undir lögmál Gyðinga, ef þeir vildu heita kristnir. Jafnframt höfðu þeir gert lítið úr Páli á all- ar lundir. Svo sýnist, sem þessum mönnum hafi orðið mik- ið ágengt á skömmum tíma, svo að söfnuðurinn hafi orðið Páli frásnúinn. Þetta fréttir svo Páll til Korintuborgar. Verður hann bæði sorgmæddur og reiður, og ritar þeim bréfið. Það er þrungið af ákafa og bardagahug. Ásakar hann Galatamenn fyrir hringlandahátt, en ver sig og sitt mál. Byrjar hann með því að segja þeim æfisögu sína í stuttum dráttum, til að sýna þeim fram á, að hann hafi postuladóm sinn frá Kristi einum, en hann sé ekki læri- sveinn Péturs og hinna postulanna, eins og þeir höfðu ásakað hann um. Þessi kafli bréfsins er því ákaflega mik- ils virði sem söguheimild. Svo virðist, sem bréfið hafi borið tilætlaðan árangur, því að Páll minnist á söfnuð- ina í Galatalandi sem fyrirmynd í 1. Kor. 16, 1. Efesusbi'éfið. Þetta bréf er eignað Páli og hefir verið

x

Straumar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.