Straumar - 01.10.1929, Side 14

Straumar - 01.10.1929, Side 14
156 STRaUMAR bréfi frá 96 er þess getið. Efni bréfsins er líkt og í öðrum bréfum Páls, fyrst fræðikafli guðfræðilegur og síðan á- minningar. Filippibréfið. Þetta bréf er skrifað til safn- aðarins í Filippíborg í Makedoniu, en það var fyrsti söfn- uðurinn sem Páll stofnaði í Evrópu. Það var á 2. kristni- boðsferðinni. Páll elskaði þennan söfnuð mjög mikið, og þá af honum gjafir, sem annars var ekki venja hans, því að hann vann jafnan fyrir sér með iðn sinni, tjaldgjörð. Páll er í varðhaldinu í Róm, þegar hann skrifar bréfið. Þangað hafði hann fengið sent fé frá Filippisöfnuðinum og skrifar nú bréfið til að þakka fyrir peningana og sendir bréfið til baka með sendimanninum, sem færði honum þá, Epafroditusi. Líklega er bréfið skrifað seint á varð- haldstíma Páls í Róm eða árið 62, og er því síðasta bréfið, sem til er frá honum, svo að víst sé. f þessu bréfi talar Páll mikið um gleðina (t. d. 4,4.) og því hefir það verið kallað „bréfið um gleðina". Kólossubréfið. Kolossa var til forna mikil borg í Litlu Asíu suðvestanverðri, en um daga Páls var henni mjög farið að hnigna og loks lagðist hún í rústir. Páll stofnaði ekki söfnuðinn þar í borginni, heldur Eprafras, sem mun hafa verið lærisveinn Páls, og mun hafa beðið Pál að skrifa söfnuðinum, vegna þess að orö hans hafa mátt sín mikils. Ástæðan var sú, að bryddað hafði á ýms- um varhugaverðum skoðunum í söfnuðinum. Þær voru af gnóstiskum uppruna, en gnóstikar (gnosis þýðir speki) voru guðspekingar þeirra tíma. Þeir lögðu mikla áherslu á „speki“, sem þeir svo kölluðu, höfðu ýmsar hugmyndir um guðdóminn, samband hans við mennina, lögðu áherslu á meinlætalifnað o. s. frv. Þessi stefna var 1 ýmsum myndum all útbreidd í vestanverðri Asíu fyrir daga kristindómsins. Sú grein hennar, sem komizt hafði inn í kolossasöfnuðinn, sýnist hafa verið af gyðingslegum uppruna. Til þess að hnekkja þessari stefnu í söfnuðinum skrifar Páll bréfið úr fangelsinu í Róm líklega árið 61, um líkt leyti og Efesusbréfið, (ef hann hefir skrifað það). Sumir hafa viljað efast um, að Páll hafi skrifað

x

Straumar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.