Íslendingur


Íslendingur - 08.12.1922, Blaðsíða 1

Íslendingur - 08.12.1922, Blaðsíða 1
Talsími 105. Ritstjóri: Gumil. Tr. Jónsson. Aðalstræti 16. VIII. árgangur. Akureyri, 8. Desember 1922. Raunveruleikinn Hvað bændur segja um samvinnuna og Sambandið. Flestum mun nú löngu kunnugt evangelíum samvinnuforkólfanna ís- lenzku — samvinnustefnan, — eins og formælendur hennar hafa túlk- að hana, þar sem hún er nú orðin einn aðalþátturinn í þjóðmálum vor- um. Samvinnusamtökin ná hér á landi mestmegnis til verzlunarinnar; þau áttu að bjarga bændunum ís- lenzku undan ánauðaroki kaup- manna, leysa þá af skuldaklafanum og gera þá vel megandi og sjálf- stæða. Bændurnir áttu að verzla í félagi, kaupa nauðsynjar og selja framleiðsluvörur sínar. Kaupfélög- um, sem [jannig mynduðust, var aflað trausts með takniarkalausri samábyrgð meðlimanna. Áhættan átti að vera engin, alt hlaut að ganga eins og í sögu, því þar sem að samtök og bróðurkærleikur voru ríkjandi öflin, gátu engar torfærur orðið á leiðinni, sem ekki yrðu yfir- stígnar. Og svo var »Sambandið« stofnað sem brautryðjandi þessara fögru hugsjóna; raunar hafði það rækalli mikinn aukakostnað í för með sér, og tók þess utan sjálf- stæðið að mestu frá kaupfélögun- um, en það átti að verða rotkylfan á kaupmannaverzlunina, og það varðaði mestu. En hvernig hafa svo allar þessar fögru hugsjónir ræzt? Eru bændur orðnir efnalegar sjálfstæðari en þeir voru áður en stóra sporið var stig- ið og »Sambandið« sett á fót? Er skuldaverzlunin úr sögunni? Oera bændur betri og hagfeldari kaup og sölu undir handleiðslu Sambands- ins en áður var og eru þeir ó- bundnari nú hjá kaupfélögunum en þeir voru áður hjá kaupmönnunum? Ritstj. ísl. ætlar sér ekki að svara þessum spurningum, en láta þeim svarað með orðum þeirra, sem bezt þekkja til — bænda, sem vita hvar skórinn kreppir að. — Hafa nýlega í »Morgunblaðinu« birst tvær eftir- tektarverðar grtinar, er þetta snerta. Er önnur eftir »skagfirzkan kaupfé- lagsmann« um »Verzlunárólagið«, en þar er vikið að »hugsjónuin« samvinnuforkólfanna og hvernig þær hafi ræzt. Hin greinin er löng og ítarleg og ber nafnið y,Scunvinna, samábyrgð, sameignarstcfna«, eftir bónda, er kallar sig »lngimundur gamli«. Er víða komið við í grein- inni og er hún þörf hugvekja öll- um landslýð. Rúmsins vegna get- um vér aðeins birt einn kafla henn- ar og annan úr fyrnefndri grein; svarar hann einkanlega spurningun- um hér að framan. Hugsjónir Sambandsins. »Skagfirzki kaupfélagsmaðurinn« ritar m. a. á þessa leið: »Allar þær hugsjónir, sem Sam- bandið setur efst á stefnuskrá sína,v virðast hafa snúist við. Pað áttí að verða til þess, að koma í veg fyrir skuldaverzlun, en aldrei hafa kaupféiagsmenn verið bundnir fast- ara á skuldaklafann en einmitt síð- an, og sýnist alt af herðast að þeim viðjum. Sambandið átti að stofnast til þess að komast hjá milliliðum, en sannanlegt er, að oft og einatt hefir það tekið vörur þær, sem það hefir síðan sent kaupfélögunum, hjá stórsölunum í Reykjavík. Og sömu- leiðis hefir það 'þurft, þrátt fyrir sína mörgu verzlunarerindreka, að fá meiri og minni vöruslatta af framleiðsluvörum félagsmanna í hendur stórkaupmönnum ytra til sölu, firmum, sem að þeirra dómi eiga sér engan tilverurétt. I staðinn fyrir að kaupmenn voru farnir að hafa beyg af samkepni þeirri, sem kaupfélögin voru byrj- uð að hefja á verzlunarsviðinu, áð- ur en Sambandið var stofnað, snýst þetta skyndilega við. Kaupmenn stórgræða í skjóli kaupfélaganna sök- um hins háa vöruverðs, sem þar er. Samkepni hjá kaupfélögunum er ekki lengur að finna. Verzlun kaupfélaganna er alstað- ar viðurkend dýrasta verzlunin, sem rekin er, og jafnframt því mishepn- ast afurðasala félagsmanna hvað eftir annað. Alt þetta verður þess valdandi, að félagsmenn safna stór- skuldum. Peir, sem einhverju geta um þokað, hætta viðskiftum þar hver af öðrum. Menn geta ekki fórnað sjálfum sér fyrir tómar hug- sjónir, sem óvíst er að nokkurn tíma muni rætast; menn verða þó fyrst og fremst að sjá sér borgið með að geta lifað.« Kúgun. I hinni greininni stendur m. a.: *Oft er því haldið á lofti, að þjóð vor verði að líða tvennskonar kúg- un, kúgun valdhafanna og kúgun auðvaldsins. Pótt skoðanir séu skiftar um það, hve mikið kveði og hafi kveðið að þessari kúgun hér á landi, þá er hitt satt, að hvort- tveggja kúgunin kemur fyrir í heim- inum og hvorttveggja valdinu er misbeitt. En nú er vert að athuga nýja hlið þessa máls. Mikill hluti íslenzkra bænda er f kaupfélögum. Peir eru skuldugir félögunum og eru að auki í samábyrgðarflækju. Kaupfélögin skulda aftur Samband- inu. Bændur eru þannig efnalega ósjálfstæðir, ráða ekki eignum sín- um. Æðstu ráðin eru í höndum þeirra, sem ráðin hafa hjá Samband- inu. Peir fá þannig jafnmikil og samskonar völd og auðkýfingar. Pað er orðið auðvald í öðru formi. Á hiun bóginn reynir samvinnu- stefnan að komast til valda á þjóð- málasviðinu og lítur út fyrir, að henni takist það. Hverjir fá þá völdin? Peir, sem mestu ráða í samvinnuflokknum, fá þar mest völdin, og það eru hinir sömu, sem hafa fjárhagsvöldin ljóst eða leynt. Par er þá til orðið vald í þjóðfé- laginu, sem einnig getur orðið kúg- unarvald. Pessir nýju valdhafar hafa nú hvorttveggja kúgunarvopnið í höndum, hið pólitiska valdið og auðvaldið. Meðan við góða og drenglynda menn er að eiga, getur alt farið vel, en ef slungnir mis- endismenn fá slíkt alvæpni í hend- ur, þá getur farið svo, að bændum fari að þykja þröngt fyrir dyrum.« ca Sannanir ,,Verkamannsinsrt. Ritstj. íslendings krafðist þess fyrir nokkru síðan, að ritstj. »Verkamanns- ins« færði sannanir fyrir þeim stað- hæfingum sínum: »að veiðiskipin hafi ekki getað gengið reglulega til veiða um há-aflatímann vegna drykkjuskap- ar skipshafnanna, og að það hafi verið daglegir viðburðir í sumar, að hóp- ar ölvaðra manna hafi slagað um götur kaupstaðanna með ópum og óspektum.« í síðasta »Vm.« leitast svo ritstj. við að sanna inál sitt en tekst vand- ræðalega. — Jú, það á að hafa ver- ið á Hjalteyri, að drykkjuskapur skipshafnanna hafi verið svo mikill að skipin teptust frá veiðum. Rit- stjórinn var þar sjálfur um síldar- tímann og almannarómurinn bar honum sögurnar. Pað er sönrtunin í málinu. Ritstj. ísl. hefir nú leitað umsagnar valinkunns Hjalteyrings um þetla atriði og fullyrðir hann, að frásögn »Vm.« sé tilhæfulaus, og að almannarómurinn hafi ekki flutt neinar slíkar sögur í sín eyru. Hinni staðhæfingunni hleypur rit- stjórinu frá, hún er svo bersýni- legar öfgar, að hann treystir sér 51. tölubl. ekki að standa við hana lengur. í stað þess að hann sagði það áður í blaðinu: »daglega viðburði í sum- ar, að hópar ölvaðra manna hefðu slagað um göturnar með ópum og óspektum«, lætur hann nú þá að- eins hafa »slagað«, og ekki daglega, heldur svona öðru hvoru. Ritstj. ísl. hefir aldrei neitað því, að menn hafi sést hér á götunum ölvaðir, en að það hafi verið daglegir við- burðir, því hefir hann neitað. Var hann.hér á staðnum í alt sumaren ritstjóri »Vm.« ekki, og þarf því ekki að byggja á annara sögusögn sem hann, og þessutan munu sögu- menn ritstj. »Vm«. vera úr flokki þeirra manna sem tamt er að sjá ofsjónir. Pá gerist ritstjórinn furðu djarfur í lok greinar sinnar, er hann ber það á viðskiftanefnd Alþingis »að hún hafi ekki vílað fyrir sér að fara með staðleysur,« er hún gaf þá yfir- lýsingu að fyrv. stjórn hefði gengið eins langt í samningsumleitunum við Spánv. og gerlegt var. Öll nefnd- in kvað upp einróma dóm að svo hefði verið, og nefndina skipuðu margir einlægustu bannmenn þings- ins, og öll skjöl málsins hafði hún fyrir sér. Og ósvífni er það í meira lagi hjá ritstjóranum að bera það á fyrv. forsætisráðherra Jón Magnús- son, að hann hafi lofað Spánverjum því að bannlöginn skyldu afnumin á síðasta þingi, og vitna í þingræð- ur að svo hafi verið. Aðdróttanin er með öllu tilhæfulaus. Pað er skjallega sannað og sýnt, að eftir marg ítrekaðar neitanir gekk fyrv. stjórn loksins inná, 31. Júlí f. á., að leggja fyrir Alþingi frv. um breytingu bannlaganna, að því er snertir vín undir 21% áfengis, með þeim skilmálum að frestur fengist hjá Spánverjum utn tollhækkun fisksins þar til þing kæmi saman árið eftir og tæki ákvörðun í málinu. Önnur loforð gaf Jón Magnússon ekki Spánverj- um. Að hann hafi því lofað þeim að bannlögiri skyldu afnumin eru hrein og bein ósannindi, og öllum heilvita mönnum ætti að vera það Ijóst, að það er sitt hvað, að lofa að leggja fyrir þingið frumvarp um vissar undanþágur frá lögum, eða loforð um að afnema þau alveg. Ritstj. vitnar í þingræðurnar máli sítiu til sönnunar. Sá einasti þing- maður, sem vítti fyrv. stjórn fyrir aðgerðir hennar í inálinu var alþýðu- fulltrúinn Jón Baldvinsson, og þó lýsti hann því jafnfranit yfir að sér væru ekki kunnir málavextir. Hann segir:

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.