Íslendingur


Íslendingur - 08.12.1922, Blaðsíða 2

Íslendingur - 08.12.1922, Blaðsíða 2
Fyrirliggjandi: Hveiti ,,Gold Medal“ Melís Hrísgrjón Srausykur Hrísmjöl Púðursykur Baunir Kandíssykur Qudm. öfterjf. verzíun. Nýkomið með E.s. Goðafoss mikið af allskonar vörum til J Ó L A N N A svo sem: Prjónablússur og Golftryjur, úr ull og silki, afarstórt úrval. Dömuhandtöskur og Veski, Ullar- og Silkitreflar handa dömum herrum og börnum. Skinnhanskar, Skinnhúfur, Skinnkragar, Dömu- skór úr Lakk- og Ruskinni, Dömukjólar, Vetrar- frakkar og Frakkaefsii, Kamgarn og blátt Chewiot,' margar tegundir og ótal margt fleira. y>Það er að vísu rétt, að eg hefi ekki kynt mér öll skjöl málsins, en eg dróg það af líkum, að stjórnin hafði ekki staðið vel í málinu*. (Alþt. 1922. B. bls. 865.) Pessi ummáeli þingmannsins, sem játar ókunnugleika sinn á máiinu, tekur ritstj. »Vm«. trúanlegri en um- mæli 12 nefndarmanna er þektu alla málavexti, og sem allur þingheimur tók trúanlega ag undanteknum þess- um eina Jóni. Ætli að þeir séu margir á meðal vor, sem vilja taka undir með ritstjóranum og lýsa 99°/o af þingmönnu vorum ósann- indamenn. C3 Símfréttir frá útlöndum. Rvik í gœr. Italska þingið hefir samþ. með 170 atkv. gegn 26 að veita Mussolini- stjórninni alrœðisvald um þriggja ára tima. Ráðstefnan í Lausanne gengur stirð■ lega. Neiiuðu bandamenn að veita Rússum aðgang að henni sem máls- aðilum, og sömuleiðis Þjöðverjum. Hafa nú rússnesku og þýzka fulltrú- arnir gert samvinnubandalag á móti bandamönnum. Tyrkir krefjast sama skipulags á Balkanskaganum ogfyrir striðið. Venizelos hefir verið borið á brýn, að hann hafi fýst aftöku andstœðinga sinna, er grlska stjórnin lct taka af lifi nýverið, þrátt fyrir mótmœli Breta. I rœðu, sem Curzon utanrikisráðherra Breta hélt á Mánudaginn á friðar- fundinum, kallaði hann aftökurnar böðulsverk grisku stjórnarinnar og fór fór hörðum orðum um aðgerðir stjörn- arinnar. Venizelos svaraði og sagði að Bretum vœri innanrikismál Grikkja öviðkomandi og þeir gerðu rétlast i að láta þau afskiftalaus. Það hefir nú sannast, að Georg konungur reyndi að bjarga hinum Iíflátnu ráðherrum, en fékk þvl ekki ráðið og var honum þröngvað til að horfa á aftöku þeirra. Vildi konungur leggja niður konung- dóminn ogfara úr landi, en stjórnin neitaði hvorutveggju og lokaði hann inn i höll sinni og heldur honqm þar fanga. Gagnbylting hafin af fyigis- mönnum fyrv. konungs. Enska þingið hefir samþykt stjórn- arskrá Irlands, og gektc hún i gildi 1. Desember. Heitir sá Healy Vel- latin, sem skipaður hefir verið yfir- rikisstjóri á Irlandi. Franska blaðið Matin hefir birt leynibréf, sem þeim Lloyde George og Venizelos fóru á milli árið 1920 og sýna þau að Lloyde George hefir kvatt til styrjaldarinnar gegn Tyrkjum, Breski fjármálaráðherran leggur til að þingið veiti 50 miljónir sterlings- punda til viðreisnar verziun og at- vinnuvegum heima fyrir. Clemenceau er farinn i fyrirlestra- leiðangur til Bandaríkjanna. Innlendar símfregnir. Rvik i gœr. Árnesingar héldu þingmálafund á Laugardaginn við Ölfusárbrú og stóð hann fulla 10 tima. Merkasta sem á honum gerðist var, að vantrausts- yfirtýsing var samþykt á stjórnina fyrir aðgerðarleysi hennar i Islands- bankamálinu. Island fer héðan norður á Sunnu- daginn. CQ „Samvirínufélögin“. Svo nefnist svarbæklingur sem Satn- band ísl. samvinnufélaga hefir látið gefa út gegn riti Björns Kristjánssonar »Verzlunarólagið«, og er kápu »Tíma- ritsins* kiest utan ybr bækhnginn, honum til skjóls. Tveir eru höfundar þessara andsvara gegn B. K. Er aðalhöf. Páll Jónsson frá Einarsnesi, mágur Hallgríms fram- kvæmdarstjóra, og er ritsmíði hans 83 bls. látlaust og fremur laglega skrifuð, en hrekur þó ekki að neinu ráði það sem stendur í riti B. K. Hinn höfundurinn er Jónas Þorbergs- son, Dagsrilstjóri, og hefir greiu hans áður byrst í >Degi« og verið rækilega svarað af B. K. í íslendingi. Annars er það ekki ætlunin að skrifa langt mál um bæklinginn að þessu sinni, hans tnun verða rmnst- síðar hér f blaðinu, en hitt var ætl- unin að benda á, hverjum hann er að- allega ætlaður, eftir því sem »Tíminn« segir: í 46. tbl. »Tímans« siendur. “Með póstinum er nú rit þelta sent öllum kaupendum >Tlmans* til sveita ókeypis.«* Með öðrum orðum, »bæklingurinn* er aðallega skrifaður til þess rrð »fræða« kaupéndur »Tímans« samvinrmmenn- ina, aðrir kaupa ekki það blað að ráði. Og álitið sem þeir Tímamenn- irnir hafa á þeim, lýsir sér í næsta tbl. (47.) hjá herra Jónasi frá Hriflu er hann segir m. a. .»Rit þeirra félaga, er að vtsu skrif- að fyrst og fremst fyrir fáfróða og skammsýna síngirnismenn.« Faliast kaupendur »Tímaris« á þessa skoðun foringians á þeim? ’Leturbreyting mín. Ritstj. Úr heimahögum. Kirkjan. Messað í Lögniantishlið á Sunnudaginn. Fullveldisdagurinn. Hans var minst hér með samkomu í Samkomuhúsinu, og stóð Stúdentafélagið fyrir henni. Flutti Steingr. Jónssori bæjarf. fróðlegterindi um sjálfstæð- isdaráttu vora, frá því er Baldvin Einaisson hóf hana, og frant að þeim degi er full- veldið var fengið. Guðm. G. Bárðarson flutti snjalt erindi um Eggert Ólafsson, (fullveldisdagurinn er fæðingardagur hans) og Áskell Snorrason las upp Hulduljóð. Söngflokkurinn »Geysir« söng nokkur lög og tókst ágætlega. Síðar uni kvöldið var dansskemtun. Hjuskapur. 1 gær voru gefin saman í hjónaband a£ sóknarprestiuum, uugfrú Ásta Sigurjónsdóttir frá Fornustekkjum í Hornafirði og Karl Ásgeirsson símritari. Isl. óskar brúðhjónunum til heilla. Petta er nú í annað skifti á sama rnissirinu að Akureyringur gengur að eiga horn- firska brúður. ' Göíuljósin. Loksins er nú svo komið að götuljóskerin hafa verið sett upp all- víða um bæinn, og hefir verið kveikt á þeim síðustu kvöldin. 4 hrefnur hafa þeir Adolf Kristjánsson og félagar hans veitt það sem af er vetr- arins. Yfirfœrsluvandrœðin. Dönsk króna er nú skrásett í Reykjavík kr. 1,16 eða 16°/o hærra en sú íslenzka, en póststjórnin ís- lenzka lætur pósthúsin, sem nú yfirfæra peninga aðallega til Danmerkur, heimta kr. L,28 í íslenzkum gjaldeyri fyrir hverja danska krónu eða 12 aurum hærra en hið skrásetta gengi. Getur hér ekki verið uema um tvent að ræða, annað hvort er gengis- skrásetningin markleysa ein, eða þá að póststjórnin er að nota sér neyð almenn- ings til þess að okra. — Og það liggur nær að halda að svo sé, þegar þess er gætt, að pósthúsin mega ekki taka út- lenda mynt nema með stór afföllum; komi maður t. d. á pósthúsið hérna á Akureyri, og vilji greiða danska póstkröfu með nafnverði liennar í dönskum krónum, fa:st það ekki nema með 28n/o afföllum á krónunni, hún þá sett jafn lágt og sú ís- lenzlca. Með öðrum oiðum, dönsk króna er 28°/» hærri cn íslenzka krónan ef hún er keypt til yfirfærslu, en jafngildi heunar ef nota á hana til greiðslu hér. — Þetta er sú mesta óskamfeilni, sem póstmála- stjórnin hefir ennþá gert sig seka um, og mun önnur eins ráðstöfun ekki þekkjast um víða veröld. Scxlugur varð Kristján Sigurðsson kaup- uiaður 6. þ. m. Hans Kuhn heitir þýzkur stúdent sem nýlega er kominn hingað til bæjarins, og ætlar að dvelja hér vetrarlangt. Bezta Jólagjöfin er góð bók. Úrvalsbækur til jólagjafa í Bókaverzlun Kr. Guðmundssonar, svo sem: Biblíau. Nýja testamentið. Sálmabækur. Ljóðmœli: Bólu-Hjálmar. Jónas Hall- grímsson. Jón Thoroddsen. Jón Þorláks- son. Matth. Jochumsson. Páll Olafsson. Guðm. Guðmundsson. Þorst. Erlingsson. Þorst. Gíslason Davíð Stefánsson. Jacob Thprarensen. Stefán frá Hvítadal. Einar Benediktsson o. tl. Frœðibœkur ýmsar, svo sem : Jón Aðils Einokunarverzlun Dana. Dr. Páll E. Ölafe- son: Menn og mentir 1.—II. Snorri Sturlu- son: Heimskringla o. fl. Ýms skáldvcrk, svo sern: Goethe: Faust, Ibsen: Pétur Gautur og Brandur o. fl. Bækur sögulegs efnis, / urvali skal að- eins nefnd hin nýja bók Matth. |ochum- sonar: Sögukaflar af sjálfum mér. Af bókum hentugum fyrir unglinga, skal einungis nefna: Andersens æfintýri. Olfert Ricard: Niu myndir úr lífi meist- arans, Af erlendum bókum skal nefnt: St; Blicher: Noveller. I. P. Jacobsen: Saml. værker. Knut Hamsun: Saml. værker, Af- tenröde, Livet í Vold, Kratskog. Har Höff- ding: Den nyere Filosofis Historie. Troels- Lund: Bakkehus og Solbjærg, Sundheds- begreber. Martin Anders. Nexö: Muldskud. Barbra Ring: Söstre. St. Black: Boer og Britte. Björn Björnsson: Mit Livs Histo- rier. Harry Söiberg: Under Kampen. Kron- prins Wilhelm Erindringer. Fr. Paasche: Snorre Sturluson. Ludv. Hammer: í Höst. Holberg:. Epistler og Smaastykker, Come- dier, Öehlenschláger: Udvalgte Digte. Verdens Historie fra 1866 til vore Dage o.fl. Eintiig fdst: Albúm, Lindarpennar, Pappírshnífar, Silfurblýantar (Pencils), Borðblýantar, Blekstativ o. m. fl. Verzlunarfétagsfundur á Laugardags- kvöldið í bæjarstjórnarsalnum. Hefst kl. 8'/». Olíuvcrðið lœkkar: Steinolíufélagið sel- ur nú olíutegundir sínar sein hér segir. Sólarljós 0,37 pr. kg. Óðinn 0,35 — — Þór 0,32-------- Alfa 0,30-------- Vaxtatöflu, smákver, hefir Bjarni Þ. Magnússon bankaritari gefið út, og er hið handhægasta fyrir allar verzlanir og einstaklinga. Sýnir hún hve nriklar eru rentur af ákveðinni upphæð fyrir 3, 3‘/a 4, 4'/2 5, 5'þ 6, ö'/j af hundraði í 1, 10, 30 og 180 daga. Upphaflega var upplagið liaft mjög lítið því búist var við, að ékki mundu aðrir nota töfluna en verzlurar- rekendur. En nú hefir það sýnt sig, að kverið er jafn handhægt öðrum og ættu menn því að ná í það hið fyrsta. Kverið er til sölu í verzl. Brattahlíð og kostar 3 krónur. OO Sleggjudómun í 48. tölublaði Dags, getur ritstjör- inn um, kirkjuvígsluna í Kaupangi, sem fram fór 26. þ.. m. og segir þsr nieð- al annars: »Nýmáluð allaristafla var í kirkjunnj eftir Freymóð málara og verður sá, sem þetta rifar aðsegja, að þó Freymóði hafi margt vel tekist, þá

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.