Alþýðublaðið - 24.09.1923, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.09.1923, Blaðsíða 1
ublaðið Gefið út af .AJþýOufloklmam \>* 1923 Mánudaglnn 24. september. :i8. tölublað. Fiindur f HafnarftrM Alþýðuflokkurinn haíði boðað til fundar í Hafnarfirði á laug- ardagskvöldið. Var þar húsfyllir. Jón Baldvinsson setti íuodinn og stakk upp á Dayíð Kristjánssyui bæjarfuiltrúa fyrir fundarstjóra, og var það samþykt. Fyrstur tók til máls Jón Bald- vinsson og rakti sögu Alþýðu- flokksins og nokkur af stefnu- málum þeim, er flokkurinn hetði sérstaklega beitt sér fyrir. Næstur talaði Felix Guð- mundsson, og sýndi hann franx á skipulagsleysi það, er hú ríkti hjá atvinnurekendum með sölu sjávarafurðanna; öli þau mistök bitnuðu á saklausum verkalýð Iandsins, og honum væri ætl -ð að borga brúsann með því að lækka kaupið. Alþýðuflokknum væri ljóst, hvert þetta stefndi, og hanu hefði gert tillögur til úrlausnar þessu máli, sem sé, að lögbpðin væri einkasala á fiski og síld. Enn mÍRtist ræðumacur á stainolíuruálið, og hvílíkur hag- ur væri fyrir bátaútvegiun áð steinoííuverzlun ríkisins. JÞá talaði Sigurjón Á. Ólafs- r,on formaður Sjómannafélagsins og gerði sérstaklega að umtals- etni fjármáláástandíð í landinu. Einnig miotist hann á fiskveiða- löggjöf þá hina nýju, sem sam- þykt var á Alþingi 1922 og gerði það að verkum, að útlend- um mönnum væri bannað að reka fiskveiðar frá íslenzkum höfnum. Hefði þetta kpmið eink- um hart niður á Hafriarfirði, því atvinna verklýðsins þar hefði að miklu leytl bygst á veiðurn útlendinga. En innlendir atvinnurekendur hetðu ekki fylt það skárð, sem orðið hefði við burttör hinna útlendu manna. Fundarstjóri, Davíð Kristjans- son talaði því næst, og raktl hin ýmsu mál, sem fram undan eru. Sýndi hann fram á, hve miklu meiri tfygging það væri tyrir ver-kalýðinn að eiga sína eigin fulltrúa á alþingi til þess að beita 1 sér fyrir áhugamál hans. Þá talaði Jón Baldvinsson og lýsti ýfir því, að þeir Felix Guðmundsson og Sigurjón Á. Ólafsson mundu verða í kjöri af Alþýðuflokksins hálfu I Gull- bringu- og Kjósarsýsiu. Sagði hann, að sú eina skynsamlega ástæða gæti til þess legið, að þeir Ágú&t Flygenting og B]5rn Kristjánsson yrðu kosnir, að fleiri væru kaupmenn í kjördæminu en alþýðumenn og verkalýður. En væri nú svo, sem sig grun- aði, að kaupmennirnir væru held- ur færri, þá ættu þeir F. G. og S. A. Ó. að verða kosnir með stórum meiri hluta. Fundurinn fór hið bezta fram, og stóð hann yfir hart nær 3 klukkutíma. Hafnfirðingur. Pjóðnýtt shipulag á framleiðslu og verzlun í stað frjálsrar og sMpulagslausrar framleiðslu og vemlunar í h'óndum ábyrgðarlausra einstaldinga. Erlend símskeyti. Khðfn, 20. sept. Uppreistin í Búlgaríu. Búlgarska stjórnin hefir % nú náð tökum á uppreistinni. >Hjartanlega eindrægnin.< Frá Lundúnum er símað: Meðal enskra stjórnmálamanna vekja undrun íregnirnar af ráð- herrafundinum í París. Fréttastota Rjartans þökJc fyrir oMur sýnda samúð. Halldóra og Hjálmar. Sendið mér nafn yðar'ogheim- ilisfang sem áskrifanda að >Sú þriðja*. G. 0. Gruðjónsson, Tjarn- argötu 5. Reuters áskiliir sér rétt til leiðrétt- ingar. Khöfn, 23. sept. Fingleið um ísland. Herflugmaður frá Ameríku, Crumrime að natni, dvelur hér, og er hann á leið til Grænlands til þess að rannsaka skilyrði fyrir flugleið frá Ameríku um Græn- iand, ísland og Orkneyjar. Ver n dar tol I abarátta í Englandi. Frá Lundúnum er símað: Enskir verndartollasinnar hata hafið baráttu fyrir tullri tolivernd með ívilnun fyrir ríkishlutana. Frá ítíHum. Frá París er sfmað: ítalir eru byrjaðir að draga her sinn burt úr Korfu. Halda þeir uppi mikiili hernaðarstarfsemi á Sikiley og safna liði að landamærum Fiume. Oislataka og fjárnám enn. ,' Frá Dösseldorf er símað: Frakkar hafa tekið marga gisla hér. Er það krókur á móti bragði þýzkrar Iðgreglu að taka menn fasta af handahófi, en í Kaiserslautern hafa Frakkar tekið fjárrlámi 351 milijón marka. Fámark vinnntíma á dag á að vera átta tímar við létta vinnv, f»rri tímar við erflða rinnu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.