Bókavinur - 01.08.1923, Page 4
4
BÓKAVINUR
css að vænta heiðraðs svars y'ðar
sem fyrst. Fundir verða ekki haldnir
fyr en síðar.“
Árangurinn varö sá, að nokkru
síðar voru haldnir fimm fyrirlestrar
af þeim mönnum og um það efni er
hér segir: >
1. Prófessor Sigurður P. Sívertsen,
fulltrúi guðfræðisdeildar háskól-
ans: „Nútímaguðfræðin.“
2. Síra Friðrik Friðriksson, fulltrúi
K. F. U. M.: K. F. U. M., saga
þess, starf og stefna.
3. Síra Jakob Kristinsson, fulltrúi
Guðspekisfélagsins: Stefnuskrá
Guðspekisfélagsins.
4. Prófessor Haraldur Níelsson, full-
trúi Sálarrannsóknafélagsins: Af-
staða Sálarrannsóknafélagsins til
kirkjunnar.
5. Síra Bjarni Jónsson, dómkirkju-
prestur: Kirkjan og Kristur.
Að þessum fyrirlestrum loknum,
var haldinn umræðufundur, þar sem
öllum var frjálst að taka til máls. —
Þar hófu máls, auk þeirra áðurtöldu:
Vilhj. Þ. Gíslason, form. Stúdenta-
félagsins, Sig. Kristófer Pétursson,
rithöfundur, cand. theol. Sigurbjörn
Ástv. Gíslason, Þórður Sveinsson
læknir, frú Aðalbjörg Sigurðardótt-
ir, fröken Ólafía Jóhannsdóttir, Ein-
ar Jochumsson trúboði, síra Kristinn
Ðaníelsson, Páll V. G. Kolka læknir,
Árni Jóhannsson bankaritari og
nokkrir fyrirspyrjendur. Umræðu-
fundurinn hófst kl. 8 e. h. og endaði
ekki fyr en-eftir miðnætti, 24 ræður
voru haldnar (auk fyrirspurna).
Trúmálafundir þessir voru vel sótt-
ir og hafa vakið mikla athygli bæði
hér og annars staðar. Til dæmis tók
fólkið að þyrpast að umræðufundin-
um, sem haldinn var í stærsta fund-
arhúsi borgarinnar, einum klukku-
tíma áður en húsið var opnað, og
fyltust brátt öll sæti, gangar fram
með veggjum og forstofa — og urðu
samt margir frá að hverfa.
Þessum fyrirlestrum ásamt um-
ræðunum var síðan safnað saman og
prentaðir í eina bók, er heitir: Trú-
málavika Stúdentafélagsins. Erindi
og umræður, með formála eftir for-
mann Stúdentafélagsins, Vilhj. Þ.
jGislason: Aðdragandi og upphaf.
Bókin er að stærð um 200 bls. í
8 bl. broti, prentuð með þéttu letri
á góðan pappír. - Öll hin vandaðasta.
Verð: Heft í þykka kápu kr. 6,00.
1 góðu bandi skrautlegu kr. 8,75.
Heilsufræði
ungra kvenna.
í ágústmánaðarlok kemur á bóka-
markaðinn ný bók eftir norskan
kvenlækni, Kristiane Skjerve, sem
heitir: Heilsufræði ungra kvenna, í
íslenskri þýðingu eftir Dýrleif Árna-
dóttur cand. phil. frá Skútustöðum.
Bók þessi er þannig til orðin, eins
og getið er um í byrjun bókarinnar:
„Fyrir tilmæli Thorsnes kvenfélags
bauð þjóðráð norskra kvenna ti!
samkepni í mai 1922 um verðlauna-
iit. Skildi það bera titilinn: Heilsu-
fræði ungra kvenna. Handbók til
fræðslu og leiðbeiningar mæðrum og
kenslukonum í skólum og heimahús-
um,“ Verðlaunin voru kr. 500.00.
Dómnefndina, sem kvennaráðið
skipaði, sátu þessir menn:
Prófessor dr. Brandt, Johanne
Feilberg Iæknir, frú Nico Plambro,
Marie Kjölscth, læknir, formaður
Kvennaráðsins, Gina Krog, frú Katti
Anker Möller og yfirkennari H.
Raabe.
Þessari bók var einum rómi dæmd
verðlaunin á fundi, sem nefndin hélt
10. júní 1914.“
í bókinni eru 15 myndir.
Vegna þess, að bókin er enn þá
ekki komin út, er ekki hægt að birta
hér ritdóma um hana, en í þess
stað kemur hér kafli úr formála
bókarinnar, sem skrifað hefir skurð-
læknir Guðm. Thoroddsen, kennari
við Háskóla íslands:
„Hér á landi hefir lítið sem ekk-
ert verið ritað um margt það, sém
þessi bók tekur til meðferðar. Og þó
má segja, að fátt sé mönnum nauð-
synlegra að vita en um byggingu og
eöli síns eigin líkama, getnað og fæð-
ingu. Það er spurning, sem hver
unglingur, fyr eða síðar, leggur fyr-
ir sjálfan sig og aðra, og er þá mik-
ið undir því komið, að rétt og nær-
gætnislega sé svarað.
Á erlendum málum eru til fjölda-
margar bækur um þetta efni, en mik-
ill meiri hluti þeirra er með þvt
marki brendur, að segja aðeins und-
an og ofan af og taka svo á efninu,
sem það væri einhver leyndardómur,
er ekki mætti tala hátt um, og marg-
ar þeirra svo, að best er að vera laus
við þær. Þess vegna var það mikill
vandi að velja til þýðingar bók, sem
íslenskum konum mætti koma að
gagni og þykir mér þýðanda og út-
gefanda hafa tekist vel, þar sem bók
Kristjönu Skjerve’s varð fyrir val-
inu.
Bókin talar blátt áfram og hispurs-
laust um það, sem um er að ræða
cg kennir mönnum hvernig best er
að skýra getnað og fæðingu manns-
ins fyrir börnum og unglingum, með
þvi, að taka jurtir og dýr til saman-
burðar og sýna þeim að alstaðar, og
lika hjá manninum, eru það sömu
íyrirbrigðin, sem þurfa að gerast til
þess að ný vera myndist.
Þar að auki gefur bókin mörg góð
ráð og bendingar um það, sem lýtur
að tíðum kvenna, meðgöngutíma,
fæðingu og sængurlegu og meðferð
ungbarna, og væri vel, ef konur vildu
notfæra sér þau ráð. T. d. vil eg
benda á eitt, sem alt of lítið mun
notað hér á Iandi; en hverri konu
mun þykja ómissandi, ef hún hugs-
ar um það og reynir, en það er not-
kun tíðabinda.....
-----Að lokum vil eg óska þess.
að bók þessi verði lesin með athygli
og umhugsun og þykist þess þá full-
viss, að hún verði mörgum að gagni.“
Bókinni er skift í 10 kafla og
hverjum kafla síðan í greinir. Efni
kaflanna er skift þannig: I. Þróum
og æxlun jurta og dýra. II. Kynfærí
mannsins. III. Æskuskeiðið. IV.
Kjónabandið. V. Meðgöngutíminn.
VI. Fæðing og sængurlega. VII.