Folium farmaceuticum - 08.03.1936, Blaðsíða 4

Folium farmaceuticum - 08.03.1936, Blaðsíða 4
'4 FOLIUM FARMACEUTICUM Ur dagrókarrlöðum SVEITAMANNS. Ég var á ferð hérna um daginn og brá mér til Tíkarbrandar, til að fá mér einn Svartadauða, en þar eð eg bafði pantað bætt rúm á einu hóleli bæjarins, þurfti ég að bregða mér i apótek, til að versla svolítið. Ég bafði lieyrt, að hér í bænuin væru 4 slíkar stofnanir. Á Lauga- veg 40 réði ríkjum dóttir Torfu- skalla béraðshöfðingja, iiálfgerð fótursdóttir Ilöskuldar Saurbæjar- jarls. Þegar jeg kom þar, bafði ég þann svarla í vasanum og vildi því eigi biðja bana ásjár. Hélt ég nú niður Laugaveginn, þar til ég kom að liúsi rambygðu. sem rekið er saman af fírtommum einum, og mun þar hvergi finnasl styttri nagli. Á það dökkur mað- ur, af fornum og störum ættum. En þar sem mér var ekki grunlaust um, að maður sá væri Hitlerstrúai — eg ég hinsvegar rétltrúaður, — lagði ég leið mína þar fram bjá. Eftir landfræðilegum staðliáttúm hefði legið næst að fara í lyfjabúð þá, sem kend er við Ingólf land- námsmann, því að bún liggur næst „Ríkinu“. Þar drotnar einn dansk- ur hefðarmaður, sem sagður er svo hjálpfús, að hann geti engum manni neitað. Ég vissi mig eigi sterkan i danskri tungu, svo ég réði þar eigi til inngöngu. Nú var eigi nema um fjórða stað- inn að ræða, enda hafði ég heyrt. að þar væri elsta og stærsta lyfja- búð landsins, og var væru krukkur og meðöl alt frá 1760. Þessi lyfjabúð ætti nú 13. karl- leggur frá Gormi Iiinum gamla, enda talaði eigandinn danska tungu svo að orð væri á gert, og kynni auk þess eigi allfá orð í færeysku. Hafði liann keypt stærsta hús bæjarins og gerbreytt því öllu í lyfjabúð og lækningastofur, enda væri bann svo mikill umbótamað- ur, að hann vildi lielst þá menil liafa, sem altaf væru einbverju að breyta. Hér réð ég nú til inngöngu, endá bjóst ég við að liér væri einungis töluð íslenska, og þótt eittbvað yrði blandað færeysku, var ég þá gam- all skútumaður, sem kunni að koma fyrir mig orðum á þeirri tungu. Ég lagði nú leið mina gegn um tvennar tvöfaldar dyr, og þegar inn kom, sá ég fyrir innan borðið fjölda fólks, alt í drifhvítum sloppum méð allavega lit andlit, einkanlega voru þó dömur i meiri bluta. Ég gekk út í horn og beið eftii tækifæri til þess að tala við karl- mann, og fékk loks færi á einum, sem ég i fyrstu var i vafa um livort ekki væri kvenmaður. Ég beygði mig niður að bonurn og spurði af- arlágt, bvort hann hefði til Hatu. Hann kinkaði til mín kolli afar vin- gjarnlega, hljóp af stað og kom von liráðar með 100 gr. glas af brennslu- spritti og fékk mér. Mér fór nú ekki að verða um sel, og spurði bvort liann befði ekki verjur. Hann liváði þá á einbverri tungu, sem ég liélt helst vera kínversku. Ég brá þá fyr- ir mig útlendu máli, og spurði bvort hann befði ekki til „Franskar síga- rettur“. Og livað haldið þið að þá bafi skeð? Maðurinn svaraði á púra dönsku: „Nej, De kan faa dem paa den anden Side Gaden, London.^ Ég sá nii að maðurinn var bæði danskur og vitlaus, að visa mér til London eftir hlut, sem ég þurfti að brúka þá um kvöldið. Féll mér nú allur ketill i eld og rauk á dyr. Ferðamaður. Ritstjórn: S.O.S. Ábyrgð: Kreppan.

x

Folium farmaceuticum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Folium farmaceuticum
https://timarit.is/publication/700

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.