Eldsvarnablaðið - 01.01.1938, Blaðsíða 4

Eldsvarnablaðið - 01.01.1938, Blaðsíða 4
2 ELDSVARNABLAÐIÐ Tjón af völdum vatns við eldsvoða Eftir Leo Pesonen Hér í blaðinu birtast tvær fræðslugreinar, fyrir slökkvi iðsmenn, eftir finnska slökkviliðssfjórann Leo Pesonen, sem skrifað hefur margar fræðslubækur fyrir slökkviliðsmenn. Þótt hið verklega nám — æfing- arnar — sé auðvitað aðalundirstaðan til jress að verða góður slökkvi- liðsmaður er hin bóklega fræðsla jafnframt.nauðsynieg. Eldsvarnablað- ið mun því í framtíðinni reyna að hafa sem bezt samband \úð alla slökkviliðsmenn víðsvegar um land, og veita þeim þá fræðslu og að- stoð, sem í voru valdi stendur. K«mið geiur fyrir, að slökkvilið- ið valdj meiri skemmdum en eld- urinn. Þannig fer það, sé óskynsam- lega með vatnið farið. Nútíma slökkvidælur, einkum stórar mcto - dælur, dæla óhemju miklu vatni á hveni mínútu. Ef bjánalega er farið að við að slökkva, flæðir vatnið urn all'. Það hefur komið fy.ir, að tjón af völdum eldsins nam 400 kr., en tjón af vatni, sem slökkvi- liðið olli, 8300 kránum! Hver maðu", sem stjfrnar slöngu- sjtút í jeídsvoða, ætti að setja vand- Jega á sig ef.irfarandi reglur: 1. - Sjáist enginn eldur, má ekki dæla vatni. 2. Vatnsbununni skal beina á flöt þann, sem brennur, og einungis þangað. 3. Þegar búið er að slökkva, þar sem til næst með dælunni, skal þegar í stað loka fyrir vatnið, jafnvel þó.t ^ldur kunni enn að leynast í fylgsnum. 4. Þá skal fyrst ryðja frá, þar sem e]dur leynist, og dæla síðan. Vatnsskemmdir verða litlar, sé bunan hæ.i.ega stór og henni bei.t skynsamlega. — Sé bununni beint af handahófi, getur feikna vatnsflóð komizt inn í húsið, án þess að eld- urinn slokkni. Minnstum skemmd- um veldur buna, sem beint er að innan út á við. Hún er áhrifa- mest, vinnur fljótast og töluvert af afgangsvatni rennur út. Hægt er að d’aga úr vatns- skemmdum, með því að nota stút, sem má minnka vatnsop á eða stækka, fljótt og eftir þörfum. Loks ætti að vera á öllum stútum, sem notaðir eru á slöngum með venju- Iegum vatnsþrýstingi (3—4 1. þ.) svo og öðrum siútum, ef gerð dæl- unnar leyfir, eða ef „returventil“ er í dælunni. Þegar í stað <?g búið er að slökkva alla loga, skal Ioka stútn- um og nota hann því aðeins aftur. að nauðsyn beri til. Sé ekki hægt að loka stút vegna dælunnar skal nota handdælu til að slökkva eftir á. Lausa muni á að flytja út, ef unnt er, og slökkva í þeim þar. Ofi borgar það sig bezt að lita eldinn brenna út af sjálfu sér, svo að komizt verði hjá vatnsskemmd- um. Sú er oft raunin, t. d. um magnaðan bruna á hanabjálkalofli, sé gólfið eldtraust. Þá borgar sig ekki að gegnbleyía neðri hæðina til þess eins að bjarga fáeinum sperium eða rusli. Sama gildir einn- ig um bruna annars staðar, þar sem eldurinn getur ekki breiðst út, og þeir munir eða byggingarhlutir, sem brenna, eru hvort sem er glataðir og slökkvitilraunir mundu aðeins valda va nsskemmdum. Stundum verður þó að nota vatn- ið hlífðarlaust, ef bjarga skal mannslífi, byggingu eða umhverf- inu. Það er ekki ávallt hægt að komast hjá því að nOta svo mikið vatn, að það streymi niður á neðri hæðina. Þá skal breiða yfir dýrmæta muni eða flytja þá á óhultan stað, taka málverk niður af veggjum, vefja saman gólfábreiðum o. s. f v. Vatn, sem lekur á gólfið, skal þurrka upp samstundis, eða ausa því í fötu og bera út, svo að það renni ekki frá einni hæð til annarrar. Slökkt og rutt samtímis Það er algeng yfirsjón við bruna, að maðurinn, sem stjórnar stútu- um, er látinn vinna einsamall eða með ónógri aðstoð. — Venjulega hjálpa fáeinir menn við að flytja slönguna til, en iðuHga er slöngu- maðurinn einn. Til þess að bunan komi að fullum notum, skal undantekn- ingarlaust ryðja og hreinsa ti) samtímis og slökkt er. Bunan kemur aðrins öðrum megin á hlut- inn og stútmaðurinn getur ekki fært sig til nægilega iljótt, svo að hann komi bununni að frá öllum hliðum. Slangan, sem er full af vatni og Þung, gerir honum örðugt fyrir um hreyfingar. Árangri verður skjóta:- náð með því að láta einn eða fleiri hópa vinna að hreinsun,. samtímis því, að vatninu er dælt, og ryðja frá á þeim stöðum, þar sem búið er að kæfa alla loga, svo" að glæð- urnar, sem leynast kunna, komi í Ijós. Þá nægir að beina ýiangað bun- unni sem snöggvast til að kæfa eldinn að fullu, en annars væri ó- mögulegt að vúnna á honum, án mikils vatnsausturs, vegna bruna- leifa |:»g rusls, sem ofan á Iiggur. Þessi hrtinsun er alveg óhjákvæmi- leg, þegar kviknar í heyi, trjáviði eða vöruhlaða. Við húsbruna eru hálfbrunnir munir fyrir bununni og draga úr áhrifum hennar..— og í byggingunni sjálfri Hynist eldurinn í vegg- og gólf-fóðri, undir dyra og gluggalistum o. s. frv., þar sem ógerningur er að ná til hans meí bununni. — Það er vita gagnslaus vatnseyðsla og tímatöf að reyna að slökkva falinn eld með bununni, Vatnsbununa má því aðeins nota, að henni verði beint tálmunarlaust á brunaflötinn sjálfan. Mannafli við ruðning skal jafnan miðaður við ástæður. — Við lítinn bruna geta t. d. nr. 2 og nr. 3 í slönguliðinu annazt al an ruðning. Sama gildir oft um stærri bruna, þegar skortur er á liðsafla, því að fámennt slökkvilið verður iðulega að nota fleiri bunur en hægt er að manna. Þá er þó réttara að at- huga, hvort ekki mundi heppilegra að nota fáar og öflugar bunur í stað fleiri og atlminni, sem ekki korna að fullum nolum vegna mann- fæðar. S’é um mikinn bruna að ræða, og ætlazt er til, að_ bunan konri að sem fyllstu gagni,' skal setja að

x

Eldsvarnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eldsvarnablaðið
https://timarit.is/publication/701

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.