Eldsvarnablaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Eldsvarnablaðið - 01.01.1938, Qupperneq 6

Eldsvarnablaðið - 01.01.1938, Qupperneq 6
4 ELDSVARNABLAÐIÐ inn svo mikill, að vatnið leysist þegar upp í frumefni sín, cn við jiað myndast ýmsar gastegundir, sem örva eldinn, og auk þess geta snöggar hitabreytingar valdið því, að járnstykki brotni, hvíli þungi á þeim. Við minniháttar bruna er hins vegar sjálfsagt að beina athygl- inni að óvörðum járnhlutum, áður en hitinn er orðinn of mikill, því að járn missir burðarþol sitt við mik- ínn Jiita og getur bognað, og skaj því dæla á það nógu vatni, svo að það hitni ekki. Ekki má beina bjnunni á mjöl- bing. Bunan dreifir bingnum og eld- urinn magnast. — Stundum getur sprenging hlotizt af. Þar á vatnið að falla eins og regn. Varast skal að stefna vatnsbun- unni á rafleiðslur. Vatn leiðir raf- magn, og afleiðingin gæ.i orðið sú, að maðurinn fengi rafstraum í sig. Rannsóknir hafa þó sýnt, að öflug vatnsbuna er sjaldan hættuleg, þó.t henni sé stefnt á rafleiðsur. Eigi að verja hús eða vöruskála fyrir eldi, skaí beina bununni á ann- an hátt, en þegar slökkt er. Þá er til einskis gagns, að bunan sé sér- staklega aflmikil. Hins vegar á að láta hana leika um svo stóran flöt sem auðið er. Maðurinn stendurþá fjær, svo að vatnið væti stærri ilöt I einu, og helzt á að beina bununni á ská, svo að hún leiki utn endi- langan flötinn, eða þá að nota úða- dreifara. Bunan á að leika aftur og fram um efri brún veggjar eða þaks. Hitinn er mestur efst, hætt- ast við að kvikni í, og vatnið renn- ur niður; þannig ný.ist vatnið bezt Varlega skal fara með glugga. Ekki rná brjóta þá með bununni. Þó verð- ur að verja þá hitanum. Vatnið á að falla eins og regn á efri brúnir glugganna. Foröist þetta! Um orsakir bruna I sambandi við eldsvarnaviku Slysavarnafélags íslands hef ég lof- ,að að segja nokkur orð um eldfim efni og orsakir biuna. Eins og við vitum, getum við 'ekki komizt hjá að nota ýms eld- fiin efni til iðnaðar, til véla og til heimilisnoita í ýmsum myndum, okk- ur er því nauðsynlegt að kynna okk- ur, hvað við á um meðferð slíkra efna_, og hvernig við getum að skaðlausu umgengizt þau. Því miður fáum við ekki fulla fræðslu um þetta í opinberum reglugerðum, sem um þessi mál ræða, þótt þær séu góðar á mö gum sviðum, meðal annars af því, að þær reglugerðir eru til áður en efnin fóru veru- Iega að flytjast til landsins, eins og t. d. benzín o. fl. Nágranna- þjóðir okkar eru komnar miklu jengra áleiðis í þessum efnum, en það ler í sjálfu sér eðlilegt, meðal annars af því, að þær vinna að framleiðslu efnanna, en það gerum við að litlu leyti. Þær hafa því flokkað eldfim efni og gert ráð fyrir ákveðnum ráðstöfunum fyrir hvern flokk, ef.ir því, sem við á, og skal ég taka hér upp ágrip af slíkri flokkun. I fyrsta flakki eru eldnæmir vökv- ar, sem ekki er hægt að blanda með vatni, pg sem við allt a‘ð 21 stigs hita á Celsius, miðað við 763 mm. loftvogsstöðu, breytast í eldíimt loftefni. í þessum flokki eru gaso- lin, s'.einol u .ter, sieinolíubenzíii, létt olíunafta, bensol og íleira, en sér- staklega eldfimt efni er brennisteins- benzín, þungt benzín, steinolíuspritt, benzíneter, nafta, benzínnafta, stefn- kolefni, eter og Kollodium. — Þessi éfni má ekki geyma neina í sérstak- lega vel þéttum ílátum, og aðeins ákveðinn hluta þeirra á hverjum stað. f öðrum flokki e_u vökvar, sem ekki er hjegt að blanda með vatni, og sem breytast í eldfim efni við 21 til 50 stiga hita á Celsius, miðað við 763 inm. loftvoga stöðu. I þess- um flokki eru ýmsar olíur unnar úr jarðolíu, eins og steinolía, Stan- dard white, Water white, demants- olía og terpentínolía, og auk þess ýmsir vökvar unnir úr tré, torfi brúnkolum og steinkola'.jcru. I þriðja flokki e;u ýmsar mótor- Eftir Pétur Ingimundarson olíur, til dæmis sólaro'.ía og stein- kolatjara, sem ekki er hægt að blanda m-eð vatni, en sem breyt- ast í elidfim loftefni við 50 til 140 stiga hi a á Gelsius, miðað við 763 mm. loftvogarstöðu. I fjórða flokki eru Ioks vökvar, sem hægt er að blanda með vatni, en hafa þó í sér efni, sem b.ejdast í eldfim loftefni við 21 stigs hita á Cetsius, miðað við 763 mm. loftvqg- arstöðu. I þessum ilokki eru ineöal annars ýmsar spíritustegundir með 11,5 piosent hreint al'.eohol og A:e- tone yie'ð 6,5 prósent Acetone. Þá eru að sjálfsögðu settar strangar reglur um meðferð og geymslu á púðri, dínami.i og öðrum sprengi- efnum o. m. fl. Þessi síðustu ár er 'farið að nota hér töluvert af selluloselökkum og gúmmílími, en efni þessi eru afar eldfim og sprengingarhætta af þeiin, ef um stórar birgðir er að ræða. Ég hef nú dvalið um liríð við eldfim efni, án þess þó að nefna nerna nokkurn hluta þeirra. Ég sný mér svo að orsökum brur.a, og hvað þær kenna okkur. Þegar talað er um orsakir bruna, væri rétt að gera nokkurn greinar- mun á hinum ýinsu orsökum, að því leyti, að sumar þeirra verður ekki komið í veg fyri', jafnvel með því að beita ýtrustu nákvæmni, aðr- ar stafa blátt áfram af þekkingar- skorti og sumar af skeytingarleysi eða drætti og gleyinsku á því, scin nauðsynlegt er að gera. Það er fjarri því, að þeíta séu ásetnings- syndir, þótt endirinn verði oft baga- legur fyrir þá, sem þetta snertir eða að því standa. Það er margt, sem við ekki getum komið í veg fyrir, sem veldur bruna. Við skuluin taka til dæmis rafmagnstaugar luisa, sem geta hæglega kveákt í húsunv og hafa gert það, en til þess geta legið ýmsar orsakir, svo sem bilun á rafmagnstaugunum af raka eða öðrum orsökum, t. d. ef við þær eru tcngd skemmd áhöld, ef ein- angrun þeirra mæ.ir núningi og þær ná að brenna saman, o. m. fl. Við þekkjum líka verkun þess, þegar eldingar ná sambandi við rafmagns- Iriðslur og eyðilcggja rafmagns‘aug arnar og kveikja í húsunum. Við vitum, að gaslagnir e u ekki hættu-

x

Eldsvarnablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eldsvarnablaðið
https://timarit.is/publication/701

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.