Fréttablað Vöruhússins - 17.06.1914, Síða 2
FRETTABLAÐ VORUHUSSINS
urðum stöðugt að auka vörubirgðir vorar.
Einnig sáum vér oss fært að útvega fleiri vör-
ur, með þeim gæðum
og því lága verði sem
búið var að gjöra
Vöruhúsið kunnugt
um alt ísland.
Hinn 1. des. fluttum
vér á »HóteI Island«,
þar sem vér nú erum
og hinn 19. apríl f. á.,
tókum vér á leigu búð
þá er hr. R. Anderson
hafði og samtímis byrj-
uðum vér karlmanna-
fatasaumas-tofu í félagi
við hr. Anderson.
Nú er Vöruhúsið
orðið einhver stærsta
verzlunin í bænum og
selur aðallega allskonar
nærfatnað og karlmanna-
fatnað.
Vér klæðum þá nöktu frá hvirfli til ilja
fyrir einar 29 kr. 50 a. og vér látum þá hafa
staf til að styðjast við eigi þeir langa leið heim.
Hvað veldur því að vér getum svona sama
sem gefið viðskiftamönnum voruin það sem
þeir kaupa af oss?
Oss er þetta ekkert leyndarmál.
Austurstræti.
Það hefir verið og er órjúfanleg megin-
regla vor að taka aldrei stærra stig í einu en
vér auðveldlega gátum stigið og að útvega sem
beztar vörur, fyrir sem lægst verð. Og vér
höfum alt af látið hönd selja hendi. Vér höf-
um ekki látið skilamennina borga fyrir óskila-
mennina — það er ráðning gátunnar. Allir
sem hafa lánsverzlun hljóta að verða fyrir ein-
hverju tapi af völdam óskilamanna. Og það
tap verða hinir skilvísu kaupendur að borga.
Nú er vörumagn það er vér seljum árlega átta
sinnum meira en vér selduin fyrsta árið.
Þetta er sönnun, full sönnun þess að eng-
inn selur ódýrari eða betri vörur en vjer.
Þetta litla blað á að koma út einu sinni
á ári og skýra frá vörum vorum og verði á
þeim.
Lítið inn til vor áður en þér festið kaup
annarsstaðar!
Vöruhúsið er hezt! Vöruhúsið er ódýrast!
Hér er bezt að stöðva bílinn!
Nú erum við komnir að V ö r u h ú s i n u .
Gistingin uppi á lofti og gæðavörur niðri —
hvers fær mannlegt auga fremur óskað!
Og svo er eitthvað þar fyrir alla. Unga og
gamla, smáa og stóra, ríka og fátæka.
Ef yður líka vörurnar er þér kaupið hjá oss,
þá segið vinum og kunningjum yðar frá þvi.
En ef þér eruð óánægður, þá gerið oss þann
greiða að láta það í Ijósi við oss, og vér mun-
um gjöra alt til þess, að gjöra yður ánægða.
Anœgdir viðskiltavmr, er efling vor.