17. júní - 01.09.1924, Blaðsíða 8

17. júní - 01.09.1924, Blaðsíða 8
40 17. JÚNÍ major l’Enfant, sem sá út skipulag hennar og grundvallaði hana. Þótt þarna væri eyðiland hið mesta, tók l’Enfant sjálfa Versaille til fyrirmyndar, ljet höggva breiðar götur og í skóg- inum vegleg trjágöng. Höfuðborgin óx þó seint, og lengi var hún kölluð í háði „borg hinna miklu fjarlægða“. Nú hefurhún 438000 íbúa oger með sínum fallegu „búlevördum” og miklu skemti- görðum lang fegursta borgin í Ameríku. Hjeraðið Co- lumbia er 70 enskar fermílur að víðáttu. Það stendur beint undirsambands- þinginu og for- setanum, og skipar hann þá embættismenn, er stjórna borg- inni. íbúarnir í Washir.gton ráða engu um stjórn borgarinnar og hafa alls ekki atkvæðisrjett, ekki heldur við þingkosningar nje forsetakosningar, nenra þeir sjeu að komnir og fari heim til sín þegar kosið er. Washington er höfuðborg þjóðarinn- ar og aðsetursstaður sambandsstjórnar- innar. Ríkin 43, sem eru í bandalaginu, eru sjálfstæð innan ■ sinna taktnarka, hafa sínar höfuðborgir, löggjafarþing og dómstóla, kjósa sjálf fylkisstjórn sína og aðra embættismenn. Hvert ríki hefur sín lög, sum hafa afnumið dauðarefs- ingu, önnur ekki; í sumum ríkjunum er mjög auðvelt að rjúfa hjónaband, í sumum er skilnaður alls ekki leyfður, og svo framvegis. En á sumum sviðum ræður sambands- stjórnin, einkum í málum er snerta öll ríkin eða fleiri en eitt þeirra, svo sem ófriður, utanrikismál, her og floti, versl- un við önnur lönd og milli ríkja, toll- og póstmál, mynt, mál og vog, og því- likt. Um þetta setur sambandsþingið í Washington lög; forsetinn og embætt- ismenn hans annast um framkvæmd þeirra; og dómstólar satnbandsins skýra þau. Sambandsþingið skiftistí fulltrúadeild og öldungadeild (senat). Til fulltrúa- deildarinnar er kosið í einstökum kjör- dæmutn um alt landið, til þess að kjós- endur sjeu svo jafnmargir sem unt er í kjördæmunum, er þannig til hagað, að í hverju ríki etu kjördæmi eftir fólks- fjölda, en takmörkum einstakra kjör- dæma ráða rikin hvert hjá sjer. Til öldungadeildarinnar kýs hvert ríki tvo fulltrúa, munur á fólksfjölda kemur ekki til greina um þær kosningar. Fulltrúa- deildin setur öll fjárlög: öldungadeildin á að staðfesta embættaveitingar forset- ans og samþykkja, með 2/3 greiddra atkvæða, samninga sem hann gerir við önnur ríki. Varaforseti er sjálfkjörinn forseti öldungadeildar. Bandatíkin kjósa sjer forseta og varaforseta fjórða hvert ár. Þeir eru ekki kosnir beinum kosningum heldur af kjörmönnum, hvert ríki kýs svo marga kjörmenn, sem það hefur þing- nrenn í fulltrúadeild og öldungadeild sambandsþingsins samanlagt. Það getur því vel komið fyrir, að forseti sje kos- inn með minnihluta atkvæða. Til dæmis Stærsta hús i New York 51 hæö og785fetaö hæö.

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.