17. júní - 01.11.1922, Blaðsíða 1
X
os~7
/77
,113 9
1. árg.
Nóvember 1922.
1. tbl.
Um leiö og eg sendi frá mjer fyrsfca tölublað af 17. JUNÍ, þykir mjer rjett
að láta fylgja því úr hlaði nokkur orð um tilgang þess. Fyrir mjer vakir
fyrst meb blaði þessu að reyna að vekja áhuga manna á Islandi á ymsum þeim
málum, er þjóðinni mega að liði verða í framsóknarbaráttu hennar. Mjer liggja
ýms mál á hjarta sem eg sjaldan eba aldrei sje vikið að í íslenskum blöðum.
Eg nefni þannig öll tryggingarmál. Pjóðin má ekki láta það lengur spyrj-
ast, að liver sá, karl eða kona, sem af óviðráðanlegum ástæðum verði óvinnu-
fær lengri eða skemri tíma, missi rjettindi sín í þjóðfjelaginu fyrir þegna hjálp.
fá vifca menn líka, að eg liefi um langt skeið borið heilbrigðismál öll
mjög fyrir brjósti, betri húsakynni, aukinn þrifnað og sjúkrahús. Lít þannig á,
að bætt húsagerð, bæði til sveita og i kaupstööum, og þar með útrýming illra
húsakynna, sjeu meðal þeirra mála, sem þjóðinni beri að leggja hvað mesta
áherslu á. Framkvæmdir á þessum málum hafa í för með sjer andlegt og lík-
amlegt heilbrigði í landinu. Framkvæmd á þessum sviðum verður sterkasti
þátturinn í baráttunni viö tæringuna — sá þátturinn, sem haldbestur reynist og
sem að síðustu leggur þann skæða óvin mannkynsins að velli.
Sá er og tilgangur minn með blaði þessu ab vinna að því, að koma Islend-
ingum í nánara samband við umheiminn, og mun eg reyna að haga því svo,
ab hafa það eitthvað það, smátfc og stór, sem annaðhvort er til hvatningar á
Islandi eða aðeins til fróðleiks. Þó hlýtur mönnum að skiljast, að mjög muni
rúm vera takmarkað, í svo litlu blaði sem þessu.
Annars fer alt eftir því, hverjar undirtektir blaðið fær á Islandi. A því
byggist tilvera þess og vöxtur.
Eg skal að lokum geta þess, að ein af aðalástæðunum til þess að eg sendi
þetta blað frá mjer er sú, að eg vil ekki láta aðra ákveða það, hvort skoðanir
mínar sjeu þess verðar að koma fyrir almennigssjónir, eða fara í pappírskörfuna.
Kaupmannaliöfn, í nóvembermánuði 1922.
porfinnur Rristjánsson.