17. júní - 01.11.1922, Blaðsíða 8

17. júní - 01.11.1922, Blaðsíða 8
8 17. JUNI Gunnar Gunnarsson. í>að er kominn ný bók á markaðinn eftir Gunnar Gunnarsson. Dyret med Glorien heitir hún. Og bókin hefir fengið góðar viðtökur í blöðum hjer — þeim sem vjer höfum sjeð. Gunnar Gunnarsson liefir lagt Kaup- mannahafnarbúa að fótum sjer með bókum sínum. Peir virða hann og dást að skáldskap hans. Hann er sá rithöf- undur, sem einna mest er lesinn í Danmörku sem stendur. 3?að er næstum sama hvar komið er, berist talið að skáldskap þá verður nafn Gunnars fijótt á vörum manna. Yjer áttum ný- lega tal við rit- stjóra eins stór- blaðs hjer í Höfn, við töluðum um Island, og sagðist hann hafa fengið áhuga og samúð fyrir Islandi við lest- ur á bókum Gunnars. Gunnar Gunnarsson er mikill afkasta- maður, hann skrifar eina eða tvær stærri bækur á ári, og auk þess smá- sögur í blöð og tímarit, þannig skrifar hann að staðaldri í Martins »Maaneds- magasin« og stundum í »Berlinske Tidende«, sunnudagsútgáfuna. Og bækur Gunnars koma í stórum og mörgum upplögum. Pannig Saga Borgarættarinnar, Yargur í vjeum og Sælir eru einfaldir. Pá er líka eitt- livað af bókum Gunnars þýddar á ensku, þýsku og hollensku. — feir mættu ekki lítilli mótspyrnu og andúð á íslandi og af íslendingum yfirleitt, þessir ungu menn sem hingað sóttu niður eftir aldamótin og fóru að skrifa sögur og kvæði á dönsku. Pað stappaði nærri að þetta væru talin landráð. I>að var líka um sama leyti og stjórnmáladeil- urnar stóðu sem hæst milli Dana og íslendinga, og má vera að þær hafi átt ainn þátt í þessum kala. Mest gekk þetta þó út yfir þá Jóhann Sigurjónsson og Jónas Guðlaugs- son, því þegar þeir svo komu Gunnar og Guðm. Kamban, var farið að bera minna á þessum kala, enda þótt að eimi eftir af honum ennþá. Og hvað gerðu svo þessir menn af sjer? Ekki annað en það, að þeir reyndu að ryðja sjer braut til fjár og frama erlendis, í stað þess að hafa annars átt á liættu að dragast upp af hor. Og þeir gerðu meira — þeir fluttu með sjer ísland og sýndu það Norður- landabúum, sem svo tóku að dáðst að því. Og frægðin flaug síðar um Evrópu.

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.