17. júní - 01.11.1922, Blaðsíða 6
6
17. JUNÍ
Á þennan hátt hefir tekist aö kynna
Islancl útáviö. Og þaö er skylda vor
að viöurkenna það um Dani, aö þeir
gera sitt ítrasta til þess, að hafa ísland
með alstaðar þar, sem eitthvað er um
að vera, og að krenkja ekki sjálfstæöi
þess.
Okur á húsaleigu.
Uað voru á sínum tíma sett iiúsa-
leigulög í Reykjavík, eins og viða ann-
arstaðar, til þess að iialda í við hús-
eigendur með uppskrúaða húsaleigu.
En þrátt fyrir þessa tilraun til þess aö
halda leigunni í hæfilegu veröi og fyr-
ij’byggja Autning, fór þó alt á ringul-
reið, og húsaleiga skrúfaðist upp úr
öllu valdi. Meö öðrum orðum, liúsa-
ieigulögin náðu ekki tilgangi sinum, og
almenningur stóð svo að segja ber-
skjaldaöur fyrir fjegræðgi iiúseigenda.
Og það fyigdú heldur engar umbætur
á húsakynnum þessari hækkun leig-
unnar, og þeir sem þekkja til húsnæð-
is í íteykjavík og vilja segja sannleik-
um það, vita að helmingurinn er naum-
ast bjóðandi mönnum.
Hjer í Kaupmannahöfn voru og eru
húsaleigulög, og það blandast engum
hugur um það, að án þeirra hefði hjer
verið ólifandi á því sAÚði, leigan hefði
farið upp úr öllu valdi og þúsundir
manna hefðu ekki haft þak yfir höfuð-
ið, sem þó liafa það nú, af þeirri ein-
földu ástæðu, að húseigendur geta ekki
sagt fólki upp, og þannig liækkað
húsaleiguna.
Hað hefði sjálfsagt líka mátt fram-
kvæma húsaleigulögin þannig í Reykja-
vík, ef ekki liefði vantað viljann til
þess. Og nú berast oss sagnir um það,
að húseigendur láti bjóða í íbúðirnar
og leigi þær síðan hæstbjóðanda.
]?að virðast því engin takmörk vera
fyrir því, hvað bjóða megi almenningi
úr þessari átt, og alinenningur virðist
hafa gefið upp alla von um nokkra
vernd að þessu leyti af hálfu bæjar-
stjórnar og löggjafar.
Hvað væri þó eðlilegra og sjálfsagð-
ara en það, að settar væru skorður við
þessu sjálfræði húseigenda og einu sinni
reynt að ljetta almenningi okið.
Hann hefir nóg að bera samt.
I vinnuleysinu,
Pað þætti víst ekki lítill óþarli á ís-
landi, ef ríkis- eða bæjarsjóður, og ef
til vill sveitasjóðirnir líka, færu að leggja
fram fje til þess að skemta með þeim,
er vinnulausir væru og ekki vissu hvað
þeir ættu að gera við tímann. Eða fje
til þess að láta halda fyrir þá fyrir-
lestra eða til að kenna þeim að tefla,
o. s. frv. l?að er sennilegt að það
þyti í skjánum bæði á þingi og í bæj-
ar- og sveitastjórnum. Og þó skeður
þetta ekki lengra undan landi en hjer
í Danmörku,
Á síðastliðnum vetri, þegar vinnu-
leysið var hjer sem mest/jvar efnt til
ótal hljómleika, söngskemtana og leik-
sýninga, fyrirlestra — þar á meðal einn
um ísland — upplestra, og fleii'a til
skemtunar og fróðleiks þeim, sem vildu
og vinnulausir voru. Voru aðgöngu-
miðar að þessum skemtisamkomum og