17. júní - 01.11.1922, Blaðsíða 4

17. júní - 01.11.1922, Blaðsíða 4
17. JÚNÍ 4. Má vera aö þær sjeu í liöföi ein- hverra einstakra manna, en þaö væri synd aö segja aö þær lægju Ijóst og skipulega á borðinu fyrir almenningi. Aðaðalatvinnuvegirnir þurfa umbóta við, einkum þó landbúnaðurinn. Ef nú takast vel þær tilraunir til aukinn- ar ræktunar, sem gerðar eru, þá þarf stórtækar umbætur á samgöngum og samgöngutækjum. Og hvernig er farið högum almenn- ings og hverjar eru stefnur fiokkanna til umbóta á þeim sviðum? Vjer vitum að til er flokkur í land- inu sem nefndur er Jafnaðarmanna- flokkur, en hann er enn á gelgjuskeiði og vantar alla festu. Og liann þarf að hrista af sjer þessa lús sem á honum hangir — Bolsjevika. Elokkurinn nær aldrei að þroskast með þeim óskapnaði hangandi á sjer. Annars eru það jafnaðarmenn sem annarsstaðar er best trúað til fram- kvæmda á að bæta kjör alþýðu. Og sá flokkur er enginn stjettaflokkur, eins og þó oft er sagt, heldur vinnur að heill og velferð lands og lýös, meö velferð allra stjetta fyrir augum. Bað er tími til þess kominn aö oss íslendingum lærist að skilja, aö vjer þurfum samfara skyldum að veita lika rjettindi. En hver eru rjettindi í íslenska þjóðfjelaginu? Að nota bæja- og lands vegi og kosningarjettur. Eða hvar er rjettur til sjúkrahúsvistar, sjúkratrygginga, ellitrygginga, vinnu- leysistrygginga, frikenslu barna, slysa- trygginga o. s. frv. Ýmist er þetta alls ekki til eða mjög ófullkomið. Og því þarf að verða hjer á mikil og gagngerð breyting. Vjer getum ekki haldið áfram að krefjast skyldu og skatta við þjóðfjelagiÖ, án þess að láta rjettindi í staðinn. Bað er sennilegt þó að íslenskum löggjöfum gangi seint að skiljast þetta. — Og nú, þegar það mál er úr sög- unni, sem tímann tók frá öllu öðru, þrasið við Dani, þá snúum okkur fyrir alvöru aö öðrum málum — viðreisn þjóðarinnar innávið! Mannskaðarnir siðustu, Beir ættu að verða þingi og stjórn áminning, mannskaðarnir siðustu. Eað sætir furðu að þingið skuli koma sam- an árlega, og aldrei finnast nein fram- kvæmd af þess hálfu, er miðað gæti í þá átt, að draga aö einhverju úr hinu tíða manntjóni á sjó. Að vísu er hjer úr vöndu að ráða, því storma og stóra sjóa lægjum vjer vitanlega ekki með neinum lögum, en þó má með lögum, og vitanlega nokkr- um tilkostnaði gera tilraun til þess, að byggja fyrir það, að menn fari á sjó i tvisýnu veðri. Þessu yrði vitanlega að koma þannig fyrir með veðurathugun- arstöðvum og aftur skeytasendingum frá þeitn til helstu kaupstaða og ver- stöðva. Hvort hægt yrði að fá menn til þess að fara eftir þessum aðvörunum, er vitanlega ekki vert að spá neinu um, en ganga verður þó út frá þvi sem vísu, að menn sjeu orðnir það þrosk- aðir, að þeir fari ekki að gamni sínu á sjó í tvísýnu veðri.

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.