17. júní - 01.11.1922, Blaðsíða 7
17. JUNI
7
fyrirlestrum sendir ýmsum verk-
mannafjelögum og þau úthlutuðu aftur
meðal vinnulausra fjelaga sinna.
K. F. U. M. ljet halda ekki færri en
50 fyrirlestra. Uað iijelt líka opinni
stofu, þar sem vinnulausir gátu komið
og setið; gátu þeir fengið þar töíi og
annað til dægrastyttingar. Ivaupmanna-
liafnarbær veitti ekki lítinn styrk til
þessa.
Lestrarfjelag verkamanna hjelt 10
skemtanir fyrir vinnulausa og ljeði
Dansk Solistforbund 45 listamenn alls
við þær skemtanir og sóttu þær 10,000
manns
Dað sjest af þessu, að hjer hefur ver-
ið ýmislegt að hafa, bæði til skemtun-
ar og fróðleiks fyrir vinnulausa verka-
menn og höfum vjer þó aðeins drepið
á það helsta.
Hjer í landi eru menn ekki í nein-
um efa um það, að þetta hafi haft
mentandi og góð áhrif á verkamenn.
Líka má geta þess, að lestrarsöfn
bæjarins voru á þessum tíma yfirfull,
geta menn setiö þar og lesið öll nýj-
ustu blöð og bækur.
Borgaraflokkur.
Uað er komið nýtt fiokksnafn upp á
liinum pólitíska himni. tað er svo
nefndur »Borgaraflokkur«.
Hann er þannig til orðinn, að hin-
um svo nefndu Hægri- og Vinstri-
mönnum, — eða livað þeir heita allir
þessir flokkar íhaldsmanna — var far-
ið að finnast nóg um vöxt og viðgang
J afnaðarmanna, og sáu, að til þess að
reyna að hefta það, var eina ráðið að
þessir flokkar hefðu bandalag með sjer
um stjórnartaumana.
Annað eiga þeir ekki sameiginlegt
þessir flokkar; sem sjá má líka á því,
að þeir skammast hátt og í hljóði inn-
birðis.
Það hefir verið talað um slíkt banda-
lag milli íhaldsmanna nú við kosning-
arnar á Englaudi á móti Jafnaðar-
mönnum. En bestan spegil af þessari
samvinnu hefur maður þó hjer í Dan-
mörku um þessar mundir. Og þeir
fara ekki í neina launkofa með það,
hver tilgangurinn sje,-— það er að verj-
ast Jafnaðarmönnum svo lengi sem
unt er. Stjórnarflokkurinn þorir ekki
að rjúfa þingið og efla til nýrra kosn-
inga, af ótta fyrir því, að þeir fái ekki
meirihluta í Fólksþinginu aftur. Og
hægrimenn þora ekki að demba van-
trausti á stjórn Vinstrimanna, þótt þeir
næstum sjeu neiddir til þess. Bessir
flokkar verða að hanga saman, þó að
samkomulagið sje ilt — alt af ótta við
Jafnaðarmenn. Ueir vita — og viður-
kenna það — að næst sjeu það Jafnað-
armenn, sem við taumunum taki í
Fólksþinginu.
Holstein greifi — íhaldssinni — sagði
í Fólksþinginu í sumar: Látum Jafn-
aðarmenn koma til valda nú, þeir koma
það hvort sem er, þess fyrr fáum við
völdin aftur!
— Hjer í Danmörku hefir hin svo
nefnda »borgaralega« samvinna lieft
Jafnaðarmenn — í bili.
Ueir hafa aðeins, þessir flokkar, gefið
sjálfum sjer hengingarfrest.