17. júní - 01.09.1924, Blaðsíða 15
17. JUNÍ
47
í NÆSTA BLAÐI kemur grein eftir
fyrv. forsætis ráðh. Dana, hr. J. C-
Christensen, og heitir: Að Þjórsá.
Frú TOVE KJARVAL skrifaði 12.
þ. m. í „Berlingske Tidende“ um jard-
skjálftana í Krisuvík, hverana þar og
landslag.
FRÆÐAFJELAGIÐ gefur í haust ut
Passíusálma Hallgríms Pjeturssonar,
eftir frumhandriti, í tilefni þess, að í
haust eru 300 ár síðan þeir komu fyrst
út. Að útgáfunni liafa unnið prof.
Finnur Jónsson og Dr. Arne Möller.
SAFN Fræðafjelagsins III, er ný
komið út og er að þessu sinni. Fjórar
ritgjörðir eftir Þorvald Thoroddsen.
Aftan við bókina er skrá yfir ritgjörðir
og verk Þ. Th. á ísl. og öðrum málum,
eftir Boga Th. Melsled.
íslensku blöðin.
EFLAUST finna margir til þess, hve
ábótavant íslensku blöðunum er
að mörgu leiti, einkum í stfl og rit-
hætti. Öðrum mun að sjálfsögðu finn-
ast að þeim hafi farið aftur síðustu
10—15 árin, og er það síst fjarri
sanni.
Þess er reindar að gæta — sem þó
ekki á sök á þessu — að blöðin eiga
við fjárhagslega örðugleika að etja.
Þad hefir frá upphafi verið örðugleikum
bundið fyrir þau að ná sæmilegri út-
breiðslu og fyrir eigendur þeirra að
ná inn andvirði blaðanna og reina
þannig að halda þeim í horfinu. En
vöxtur blaðanna og gæði er vitanlega
bundin við það, að þau hafi útbreiðslu
og að kaupendur greiða þau skilvíslega.
Þvi fleiri kaupendur blöðin hafa og
því skilvísari þeir eru, því sterkari
líkur eru til þess, að blöðin nái að
stækka og fullnægja þeim kröfum, sem
skynsamur lesandi gerir til þeirra. í
þessu sambandi má nefna frjettasamband
blaðanna bæði við útlönd og innan-
lands. Vægast sagt er þetta samband
ófullnægjandi, og með tilliti til dag-
blaðanna óþolandi. Frjettirnar eru altof
umfangslitlar, óljósar og óábyggilegar.
Nýungarnar eru sagðar í fáum orðum,
eins fáum og skeytasendarinn hefir
þótst geta forsvarað, með tilliti til
fjárhags blaðsins.
Þetta á auðvitað fyrst rót sína í þvi,
hve lítið fje blöðin hafa með höndum
og hvé seint andvirði þeirra næst inn.
Hitt á líka sinn þátt í því að ritstjór-
arnir virðast ekki vera sjer úti um
sambönd í þessa átt, virðast enda vanta
skilning á þýðingu þessa atriðis i lífi
dagblaðsins. Þó er það litlum vafa
undirorpið, að með þó því fje, sem
þau hafa til reksturs, gætu þau haft
fullkoinmara frjettasamband en þau nú
hafa, með ofurlítilli fyrirhöfn og svo-
litlum skilningi á starfa sínum. Þetta
getur ekki talist einkamál blaðanna,
lesendur þeirra og þjóðin í heild á
þessa kröfu á hendur þeim. En blöðin
eiga aftur skilvísiskröfuna á hendur
kaupendum, og á hendur ríkisins þá
kröfu, að það heldur greiði götu þeirra