17. júní - 01.10.1924, Blaðsíða 4

17. júní - 01.10.1924, Blaðsíða 4
52 17. JUNI hefur í þremur útgáfum síðan 1903. Sögukver handa börnum, sem út kom 1914. 1916 kom fyrsta bindið af Hand- bók í íslendingarsögu. Allar þessar bækur eru vel samdar og efninu vel niðurraðað og þær eru því hinar bestu kenslubækur í sögu íslands, sem til eru. Höfuðverk Boga Melsteðs er þó í s 1 en d i n ga s a ga n, en af henni er því miður ekki komið út meira en 3 bindi, vegna þess, að stjórn Bókmentafjelagsins hefur dregið útgáfu bókarinnar á seinni árum á ósæmilegan hátt. Enn eru ótaldar ýmsar ritgerðir, er Bogi Melsteð heíur ritað bæði á ís- lensku og dönsku, svo sem: „Islands kulturelle Fremskridt", og sömuleiðis margar merkar og langar greinar í Salmonsens Lexikon um íslendinga og sögu íslands. Sýnisbók íslenskra bók- menta gaf Bogi einnig út fyrir hjer- umbil 30 árurn og þyrfti ný útgáfa af henni að koma brátt. Loks ber að minnast afkasta Boga Melsteðs í Fræðafjelaginu. Eins og kunnugt er, stofnaði liann, ásamt próf. Finni Jónssyni og fleiri íslend- ingum í Höfn, nýtt mentafjelag, þegar Hafnardeild Bókmentafjelagsins var flutt til Reykjavíkur, árið 1911, senr kallað var Fræðafjelagið. Hann hefur altaf verið forseti þessa fjelags og ritstjóri Ársritsins síðan það kom út. Auk þess gefur hann út á þessum árum Jarðabók Árna Magnússonar og Safn Fræðaíje- lagins. Bogi Melsteð hefur verið máttarstoð Fræðafjelagsins frá stofnun þess og til þessa dags og hefur með hyggindum stjórnað því svo vel, að það stendur nú á föstum fótum í efnalegu tilliti og á allstóran sjóð. í andlegu tilliti lrefur hann, ásamt góðum meðstjórnendum, hafið það hátt, og einkum hefur Árs- ritið haft mikla þýðingu sem fjölbreytt og sjálfstætt tímarit og hefur Bogi Melsteð sjálfur ritað mikinn hluta þess. Einkanlega má nefna lrina ágætu rit- gjörð hans um próf. Þorv. Thoroddsen, sem prentuð var í 7. árg. Ársritsiirs Margar óskir og framtíðarhugsjónir Boga Th. Melsteðs hafa þegar upp- fylst, oft vegna hinnar ötulu baráttu hans sjálfs. Landið senr lrann elskar, er orð;ð sjálfstætt ríki. Hafnir eru bygðar, ár brúaðar, verslunarvörurnar íslensku orðnar góðar og eftirspurn orðin eftir þeim, og saingöngumálum á sjó og landi og skólamálum íslands komið í betra horf. íslendingar eiga nú sjálfir kaupskipa- og fiskiflota og góð byrjun margskonar iðnaðar er kominn á stofn í landinu. En hann á enn margar óskir og bænir að biðja fyrir sinni kæru þjóð. Fyrst og frernst óskar hann þess, að öll menning megi aukast, að þrifnaður fari i vökst og að húsakynni verði betri, þjóðlegri og hollari en þau nú eru. En allra freinst óskar hann þess, að lrver einstakur íslendingur vandi líferni sitt svo að þjóðin í heild sinni komist á hærra og hærra siðmenningar- og siðgæðisstig og álítur það öruggustu leiðina til þess, að hún geti náð sönnu frelsi og sjálf- stæði. Hann hatar lygara, fjárglæfra- menn og siðleysingja, einkum ef þeir dyrfast að taka þátt í sljórn landsins eða opinberum málefnum. Hann er

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.